Nýi tíminn - 05.11.1959, Síða 1
^ • v\* • vfrt
Gre/o/o
Wý/o fimarn
TIMINN
Fimmtudagur 5. nóvember 1959 — 18. árgangor — 36. tölublað.
Nýja tímann
KaupiS
Fyrsta skýrsla um smygl og lö gbrot oliufélaganna:
Smyglnðn inn 2ja milljóna króna verðmæti
alit írá bensínalgreiðslnbílnm til áfengis
Nutu við smyglið aðstoðar móðurfélagsins Esso í Bandaríkj-
unum og yfirmanna hernáinsliðsins á Keflavíkurflugvelli
Nýja tímanum hefur borist fréttatilkynninq um einn anga olíumálsins,
smygl Olíufélagsins h.f. og H.Í.S. undanfarin sjö ár. Af fréttatilkynning-
unni kemur í ljós að á þessu tímabili hafa olíufélög þessi smyglað til lands-
ins varningi sem nemur að innkaupsverði rúmum tveimur milljónum ís-
lenzkra króna án þess að einn eyrir hafi verið greiddur í aðflutningsgjöld.
Er listinn yfir smyglvarninginn mjög fjölbreytilegur, allt frá benzínaf-
greiðslubifreiðum, sem Nýi tíminn hefur áður skýrt frá, til áfengis.
Ljóst er af skýrslunni að olíufélögin hafa við smygl sitt notið aðstoðar
móðurfélags síns, Esso Export Corporation í New York, og að ráðamenn her-
námsliðsins hér hafa aðstoðað við smyglið með því að votta fyrir íslenzkum
stjórnarvöldum að smyglvarningurinn væri fluttur inn handa hernámsliðinu
og ætti því að sleppa við tolla.
Upphaflega var Hið íslenzka
steinolíuhlutafélag kært 26.
nóv. 1958 fyrir að selja ís-
lenzkum aðilum og erlendum
flugfélögum tollfrjálsa gasolíu
og eldsneyti á fullu verði, svo
sem tollur hefði verið greidd-
ur; ennfremur fyrir sams-
konar sölu á frostlegi. Kæran
var borin fram af Kristjáni
Péturssyni lögregluvarðstjóra
og Guðjóni Valdimarssyni lög-
reglumanni og send lögreglu-
stjóranum á Keflavíkurflug-
velli. Daginn eftir var Gunnar
Helgason, fulltrúi lögreglu-
stjórans á vellinum, skipaður
umboðsdómari, og hófst dóms-
rannsóknin 16. desember 1958.
20. apríl 1959 var honum svo
falið að rannsaka einnig lög-
brot Olíufélagsins h.f. Málið
reyndist svo umfangsmikið að
8. ágúst s.l., var Guðmundur
Ingvi Sigurðsson einnig skip-
aður rannsóknardómari. Hafa
þeir rannsóknardómararnir nú
'sent frá sér fréttatilkynningu
um einn þátt rannsóknarinnar,
og er meginefni frásagnar
þeirra á þessa leið; (Millifyr-
irsagnir eru frá Þjóðviljan-
um).
Gjaldeyrissvik og smygl
„Rannsókn máls þessa er
mjög umfangsmikil. Var þvi
brugðið á það ráð, að brjóta
málið niður í þætti og rann-
saka hvern um sig, eftir því
sem kleift þykir, svo sem inn-
flutning og sölu fyrirtækjanna
á flugvélaeldsneyti, gasolíu,
mótorbenzíni og smurnings-
olíu. Aðrir þættir rannsóknar-
innar beinast að gjaldeyrisvið-
skiptum, öflun gjaldeyris og
skilum á lionum, olíubirgða-
geymum og olíuleiðslum, inn-
flutningi bifreiða, alls kyns
tækja, véla, varahluta, frost-
lagar, ísvarnarefnis og terp-
entínu. Að sjálfsögðu grípa
þessir þættir hver inn í annan
og verða því eigi fyllilega að-
greinir. Er rannsókn þessara
ýmsu þátt misjafnlega langt
á veg komin. Segja má að
rannsókn eins þessa þáttar sé
að mestu lokið. Er það þáttur-
inn, sem fjallar um tollfrjáls-
an innflutning H.I.S. og Olíufé-
lagsins h.f. á bifreiðum, alls
kyns vélum, tækjum, varahlut-
um, frostlegi, ísvarnarefnum
og terpentínu.
Þar sem rannsóknardómar-
arnir eru þess áskynja, að
ýmsum sögum fari af þessum
innflutningi fyrirtækjanna og
þar sem þessi þáttur málsins
virðist liggja Ijós fyrir í öll-
um aðaldráttum, þykir bæði
rétt og skylt að skýra frá,
hvað rannsóknin hefur leitt í
ljós um hann, ef það mætti
verða til að leiðrétta missagn-
ir.
íUdrei fengið leyfi
Hinn 9. apríl 1952 reit þá-
verandi framkvæmdastjóri
H.Í.S., Haukur Hvannberg, ut-
anríkisráðuneytinu bréf með
beiðni um, að utanríkisráðu-
neytið úrskurðaði, hvort H.Í.S.
heimilist tollfrjáls innflutn-
ingur á tækjum til afgreiðslu
á flugvélabenzíni og öðrum
olíuafurðum til varnarliðsins,
þar sem það væri skilningur
H.I.S. á varnarsamningnum
frá 5. maí 1951, að félagið
ætti rétt á slíkum tollfrjálsum
innflutningi, því að öðrum
kosti félli það í hlut H.I.S. að
greiða aðflutningsgjöldin af
tækjunum og yrði því félagið
að hækka gjaldið fyrir þjón-
ustuna við varnarliðið, sem þvi
næmi. Ekki verður séð af
gögnum utanrikisráðuneytis-
ins, að þessu bréfi hafi nokk-
urn tíma verið svarað. Upp-
lýst er, að utanríkisráðuneyt-
ið hefur aldrei veitt H.I.S.
leyfi til tollfrjálss innflutnings
bifreiða, tækja, varahluta eða
byggingarefnis.
Fengu aðstoð Esso og
hernámsliðsins við lög-
brotin
Engu að síður hófst H.f.S.
handa um innflutning alls
kyns tækja, véla o.fl. þegar
árið 1952, án þess að greiða
toll af varningnum. Rannsókn-
in á slíkum tollfrjálsum inn-
flutningi H.I.S. og Olíufélags-
ins h.f. nær yfir öll árin frá
komu varnarliðsins 1951 til
ársins 1959. I stórum dráttum
gekk þessi innflutningur þann-
ig fyrir sig, að fyrirtækin
pöntuðu hjá fyrirtækinu Esso
Export Corporation, New
York, munnlega eða skriflega,
varninginn með beiðni um, að
fylgiskjöl með varningnum
væri stíluð á varnarliðið eða
erlenda verktaka á Keflavíkur-
flugvelli, en send H.I.S. eða
Olíufélaginu h.f. Varan var
greidd af gjaldeyrisinnstæðum
fyrirtækjanna lijá Esso Ex-
port Corporation, sem sér um
innheimtur fyrir H.I.S. og Olíu-
félagið h.f. á því, sem þessi
félög selja varnarliðinu og er-
lendum flugvélum, þ.e. vörum
og þjónustu.
Þegar varan var komin til
landsins og fylgiskjölin í hend-
ur Olíufélagsins h.f. eða H.Í.S.
voru farmskírteinin send suð-
ur á Keflavíkurflugvöll til fyr-
irsvarsmanna H.I.S. þar sem
sáu um að aíla yfirlýsingar
varnarliðsins og áritunar á
farmskírteinin þess efnis, að
varan væri flutt inn til notk-
unar fyrir varnarliðið. Siðan
voru farmskírteinin senri til
Reykjavíkur, þar sem þeim var
framvisað til tollafgreiðslu. Lá
þá varan á lausu, án greiðslu
tolls, til flutnings suður á
Keflavíkurflugvöll. Tollgæzlan
þar skydi fylgjast með því, að
varan kæmi inn á völlinn, m.a.
með stimplun tollseðia er
fylgjdu vörunni.
Frá benzínafgreiðslu-
bílum til áfengis
Meðal þessa tollfrjálsa inn-
flutnings H.I.S. og Olíufélags-
ins h4_ kennir margra grasa:
Þrjár benzínafgreiðslubifreiðir,
11 tengivagnar til afgreiðslu
smurningsolíu o.fl. til flugvéla,
20 dælur til afgreiðslu á mót-
orbenzíni, 19 dælur til af-
greiðslu á flugvélaeldsneyti og
2 loftdælur, ásamt mælum.
Ennfremur stálpípur, ventlar
lokur, rennslismælar, slöngur
o.fl. í neðanjarðarleiðslukerfi
H.l.S. vegna flugafgreiðslunn-
ar á Keflavíkurflugvelli, svo
og- varahlutir í benzíndælur og
bifreiðir, dekkjaviðgerðarefni,
pípulagningarefni alls konar,
krossviður, gólflistar, 216.703
pund af frostlegi, 350 tunnur
af terpentínu, 52.203 pund af
ísvarnarefni og jafnvel áfengi.
Innkaupsverð 2,1 milljón
Framkvæmdastjóri H.I.S.
tímabilið, sem þessi innflutn-
ingur átti sér stað, Haukur
Hvannberg, hefur haldið þvi
fram, að það sé skilningur
sinn á ákvæðum varnarsamn-
ingsins um tollfrjálsan inn-
flutning til varnarliðsins og
erlendra verktaka á Keflavík-
urflugvelli, að H.I.S. hafi verið
heimilt að flytja þennan varn-
ing inn tollfrjálst, þar sem
innflutningurinn standi allur í
sambandi við þjónustu H.Í.S.
við vararliðið.
Rannsóknin hefur að sjálf-
sögðu beinzt að því, hverjit
nemi verðmæti alls þessa inn*
flutnings. Enn hefur ekki tek-
izt að fá upplýsingar um verð-
mæti alls þessa varnings, en
þegar liggja fyrir gögn, er
geyma upplýsingar um verð'*
mæti megin hluta innflutnings"
ins. Er lagt til grundvallar
innkaupsverð (fob-verð), Nem-
ur það samals um $130.000.,00
Framhald á 3. síðu
LAXÁ væntanleg um áramótin <
Laxá — hið nýja skip Hafskipa h.f. var skýrt 18. þ.m. og
mun það verða afhent um miðjan desember og koma hingað
um áramót. — Nánar verður sagt frá þessu nýja skipi á morg-
un, en hér sjáið þið á stefni þess.