Nýi tíminn


Nýi tíminn - 05.11.1959, Qupperneq 8

Nýi tíminn - 05.11.1959, Qupperneq 8
8) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 5 nóvember 1959 1 Á fornar, íslenzkar bsökur eru skráðar sagnir um það, hversu dýrkeypt og torsótt gæði vizkan er og hve mikið verður að leggja ; sölurnar til að öðlast speki. feagan um Óðin, sem varð að fá auga sitt í hendur jötninum Mími til að fá vizkuþorsta sínum svalað, er táknræn. Hún sýn- ir okkur, hverjar þrautir varða veginn, þann er liggur til menningar og þroska. Snorri Sturluson segir svo í Eddu: „En undir þeirri rót, er til hrímþursa horfir, þar er Mímisbrunnur, er snekt og mannvit er í fólgið, og heit- ir sá Mímir, er á brunninn. Hann er fulluur af vísindum fyrir því að hann drekkur úr brunninum af horninu Gjall- arhorni. Þar kom Alföður og beiddist eins drykkjar af brunninum, en hann fékk' eigi, .fyrr en hann lagði auga sitt að veði.“ Svo dýru verði var vizkan keypt. Sjálfur Óðinn, er æðstur var ása, verður að láta auga sitt fyrir sopa úr vizkubrunninum. er að finna þau verðmæti, þær dásemdir, sem eru grundvöll- ur íslenzkrar þjóðmenningar. Við eigum enga Krisjáns- ■borgarhöll og enga Hróars- keldukirkju, en við eigum Njálu og.; Passíusálma?: séra Hallgríms, Því dimmri og öm- urlegri sem húsakynni þjóð- arinnar urðu, þeim mun bjart ari varð bjarminn frá þeim „jólaeldi" fomra sagna, sem lýsti baðstofuna á löngum kvöldvökum. Því kaldari sem hýbýlin urðu, þeim mun meiri ylur varð fundinn ,,í ómi sumra braga.“ Þessara hluta minnumst við aldrei of oft. uppsprettulindin góða. Vert er þá veig að gjalda, en váleg er greiðslukvöðin. Sjálfur Alfaðir alda lét auga sitt — fyrir mjöð- inn. Þið hefjið nú nám, hefjið leit að þekkingu. Að vísu er greiðslukvöðin ekki jafnváleg og sú, er Óðinn igalt. En gangið þess ekki dulin, að öll þekkingarleit, sem meira er en kákið tómt, er erfið, allt nám, sem unnið er af trú- mennsku, 'krefst mikilla fórna. — Minnizt þessa þegar i upp- hafi vetrar. Gangið að starfi heils hugar, ákveðin í að Innan t'íðar flyzt skólinn í ný húsakynni. Eg bið yk'kur að minnast þess, að það fylgir vandi þeirri vegsemd að fá að nema í nýjum skóla. Hafið þið gert ykkur ljóst, hve mikið fé það hefur kostað foreldra ykkar og aðra þegna þessa bæjar- félags, að ráðast í jafnmikil stórvirki og hinar nýju skóla- byggingar? Og til hvers er ráðizt í þessi stórvirki ? Til þess að þið, æska þessa bæj- ar, megið fá betri skilyrði til menningarlegs þroska en no'kkur önnur kynslóð, sem Akranes hefur byggt. Og Góðir nemendur. Brátt hefjum við starf okkar, og innan skamms flytjist þið í nýtt skólahúsnæði. Minnizt þess þá, hve þekkingarleitin var margfalt erfiðari feðrum ykkar og mæðrum en ykkur. Sjálfsagt eiga einhver ykkar gréinda foreldra, sem aldrei fengu notið þeirrar menntun- ar, sem ihæfileikar þeirra stóðu til. Ykkur liafa verið sköpuð betri skilyrði. Sýnið, að þið kunnið að meta það. Setjið metnað ykkar í, að skólinn ykkar beri sem glæsi- legastan menningarsvip. Gangið um sali hans, stof- „Þeir hlntir, sem dýrmætastir eru, munu aldrei fást keyptir við íé” Það hefur orðið hlutskipti íslenzkrar þjóðar að verða sí- gilt dæmi um sannindi þess- arar frásagnar Snorra. Gæfa hennar, og líf á stundum, hefir verið sú, að jafnan hafa risið upp meðal hennar menn sem öllu fórnuðu, heimsláni sínu og hamingju, jafnvel lífi sínu, til að fá, þó að ekki væri nema „eins drykkjar af brunninum" Mimis. Vegurinn til vizku var einatt þyrnum stráður. „Eng- inn verður óbarinn biskup.“ Og enginn kemst til menning- arlegs þroska án baráttu og fórna. Þær fórnir voru oft og tíðum svo miklar, að okkur nútímamenn undrar. Við gieymum því æði oft, að ekki eru liðnir nema tæpir 8 ára- tugir, síðan fyrsti gagnfræða- skólinn hérlendis tók til starfa, Möðruvallaskóli. Áð- ur höfðu aðeins starfað lat- inuskólarnir og örfáir barna- skólar Við gleymum því einnig, að flestir þeir hlutir, sem við í dag teljum sjálf- sögð þægindi, voru ekki til um, það leyti: Vegir, brýr, skip og hús: Allt eru það verk þeirrar kynslóðar, sem nú er komin á efri ár og hinn- ar, sem er á miðjum aldri. Erlendar þjóðir eiga sér minjar um forna frægð og menningu í reisulegum bygg- ingum, köstulum, höllum, vegum og virkjum, kirkjum og brúm Islenzk þjóð á fátt slíkra minja. Efnaleg örbirgð þjóðarinnar var löngum slík, cð húsagerð hennar varð lítt voranleg, byggingarefnið að- allega torf, enda töldu er- lendir sæfarendur Isiendinga sérstaklega náttúraða fyrir að eiga heima i moldarbingj- um. Fornir dýrgripir okkar eru ekki fólgnir í íburðar- miklu skrauti faigurra bygg- inga, heldur í fáeinum skinn- blöðum, velktum og löskuð- um, jafnvel morknum. Marg- ur Islendingurinn mun hafa getað tekið undir með Jóni rrófessor Helgasyni, er að ævilokum dró: „Spyrji þá einhver, hvar at- hafna minna sér staði, er það í fáeinum línum á gulnuðu blaði.“ Á gulnuðum blöðum og gömlum, velktum skinnbókum íslendingar lifðu langa vet- ur, mörg hörmungaár, í myrkri og kulda. Píningur bugaði þá ekki, Lurkur elcki heldur. Isavetur fengu kalið fætur þeirra, og hlið vítis, á borð við Heklu, söfnuðu glóð- um elds að höfðum þeirra. Drepsóttir og slæmir verzlun- arhættir lögðust á eitt við að slæva þrek þeirra og kjark. Fiskur fyllti að vísu hvern vog og hverja vík, en snæris- leysi þjóðarinnar varð honum til lífs. íbúar hins igrýtta og veglausa lands urðu tíðum að nota hornskeifur undir hesta sína, og timburskortur var slíkur, að lík voru oftlega grafin kistulaus. En jafnvel þegar hvað mest syrti i álinn, héldu Islendingar kjarki sín- um og reisn, varðveittu þau andlegu verðmæti, sem nú þy'kja dýrlegastar eigur nor- rænna þjóða, og auðguðu þjóð Ólafur Haukur Árnason isína ágætum verkum. 1 okkar höndum er arfurinn eftir þetta snauða fólk Okkar er að varðveita hann og ávaxta. Og minnumst þess ætíð, að móðurmál okkar, bókmennt- ir og saga eru dýrri og meiri dásemdir en jafnvel hinar há- timbruðustu hallir. Nemendur góðir. • Eitt af öndvegisskáldum okkar, sem enn er ofar moldu, Davið Stefánsson frá Fagraskógi, hefur kveðið um vizlkubrunn- inn, Mímisbrunn, sem ég sagði frá í upphafi máls míns: „Glitrár á gathamótum guða og villtra þjóða, umvafin asksins rótum, sigra þau viðfangsefni, sem þið fáið að glíma við. Eg veit, að þið getið það. En ég þykist og vita, að erfiðasta glíman, sem þið eigið fyrir höndum, jafnvel um alla ævi, er glíman við ykkur sjálf. Það eru gömul sannindi, að erfiðara sé að sigra sjálfan sig en aðra, sá sé meiri, sem sigrar sjálfan sig, en hinn, sem vinnur borgir og lönd. Það er oftast auðveldara aö vera latur en duglegur, það kostar minni sjálfsaga og tamningu að vera ókurteis og ruddalegur en háttvís og prúður. — En minnizt þess jafnan, að háttvísi og trú- mennska í starfi eru aðals- merki góðra manna. Sem eðli- ilegt er, munu hæfileikar ykk- ar til bóknáms misjafnir. Því ier þörf aukins og fjölbreytt- ara verknáms, og að því mun stefnt. Hins ber ekki að dylj- ast, að allt nám krefst sleitu- lausrar vinnu. Mörg ykkar eru iskólaskyld. Mér er ekki grunlaust um, að enn þann dag í dag, á því herrans ári 1959, séu þeir til, sem álíta fræðsluskyldu unglinga þung- bæra kvöð. Ef það er kvöð að vera maður og ganga upp- réttur, þá má ef til vill til sanns vegar færa, að skyldu- nám sé kvöð. Annars tæplega. Skyldunámið á fyrst o g fremst að miða að því að gera ykkur að nýtum mönn- um. Og ég hefi aldrei heyrt þess getið, að skólanám spillti meinum. Hins vegar hefi ég kynnzt fjölda greindra manna, sem harma það sí- fellt að hafa ekki notið skóla- menntunar í æsku fyrir fá- tæktar sakir. En ég þekki engan andlega heilbrigðan mann, sem sér eftir að hafa aflað sér menntunar. — Þið hefðuð gott af að hugleiða, hve margt er nú lagt upp i hendurnar kynslóðir vitið, að ekki er til þess ætl- azt, að þið gjaldið þetta öðru en þyí, að leitast við að verða háttvíst og siðað fólk. Þið iberið ekki utan á ykkur, að þið hafið lært ensku eða alge- bru, en menntun ykkar og manndómur sést af háttvísi og hæversku í frhmgöngu. Sæmilega uppalinn maður krotar til dæmis ekki á veggi og húsgögn. fílíkt gera að- eins frumstæðir menn, sem ekki hafa komizt 1 kynni við þá ágætu uppfyndingu, papp- írinn. Ef unglingur veður inn í hreina stofu á skítugum skóm, verður flestum á að spyrja, hvar í ósköpunum hann sé alinn upp. Minn- izt þess, nemendur, að hvar sem þið farið, eruð þið raun- verulega að sýna, hvert upp- eldi þið hafið hlotið. Þið er- uð fulltrúar skólans ykkar, bæjarins ykkar og ekki sizt heimila ykkar oig foreldra. Fyrsta skilyrðið til að verða menntaður maður er að kunna algengustu mannasiði og geta hlýtt viturlegum lög- um og reglum. Skólinn er raunar lítið samfélag, sem verður að setja þegnum sín- um ákveðin lög. Að vísú munu þau ekki margbrotin eða flókin. En til þess er ætlazt, að þeim sé hlýtt. Þau hafa nefnilega meira upp- eldisgildi en margur hyggur. Sá, sem venur sig ungur á að hlíta skynsamlegum regl- um, er betur undir það bú- inn að verða löghlýðinn þjóð- félagsþegn, er tímar renna, en hinn, sem fékk aldrei sigr- azt á sjálfum sér, agaði sig aldrei til hlýðni við vissar reglur. Það er hætt við — og raunar víst, — að margur brotamaðurinn hafi verið baldinn þegar í æsku, aldrei hamið skap sitt og háttu að reglum siðaðs samfélags. Er Grettir Ásmundarson sígilt ur og göng með þeirri hátt- vísi og virðingu, sem hæfir þeim stað, er veitir ykkur úr uppsprettulindinni góðu, en dýru, Mímisbrunni. Hlítið lögum hans og reglum. Þær eru settar fyrir ykkur, ykk- ur til leiðbeningar, en, ekki gegn ykkur. Vitið, að kenn- arinn er leiðbeinandi ykkar, vinur og samstarfsmaður, sem vill verða ykkur að liði í starfi ykkar og striti. Góðir áheyrendur Við lif- um á þeirri öld, þegar svo er um villt fyrir mörgum, að allir hlutir, hvert starf, jafn- vel smá viðvik, er metið til fjár. Við gerum okkur sjaldn- ast ljóst, að þeir hlutir, sem dýrmætastir eru, munu aldrei fást keyptir við fé. Svo dýr er spekin, að Öðinn varð að láta hálfa sjón sína fyrir drykk úr þekkingarlindinni. Þar hefðu engir peningar dugað, Og skyldi nokkurn tímann hafa verið fátækari prestur á Hvalfjarðarströnd en sá, er Passíusálmana kvað? Og hver myndi treysta sér til að bæta okkur það upp 1 peningum, ef við hefðum aldrei eignazt þá? Myndum við hafa endurheimt sjálf- stæði okkar 1918, ef þjóðin hefði verið eintómir milljóna- mæringar, en engin þjóðleg menning, grundvölluð á 1000 ára bókmáli, verið til? Við erum fáir, Islendingar, við erum ekki fleiri en svo, að naumast yrði eftir því tek- ið, þó að við flyttumst allir í hóp einn góðan veðurdag til einhverrar milljónaborgar istórþjóðanna. Tilveruréttur okkar sem sjálfstæðrar þjóð- ar byggist fyrst og fremst á þjóðlegri menningu okkar og máli. Ef við glötum því, erum við ekki lengur til sem íslendinigar. Það fengist ekki keypt aftur, hversu mikið fé sem í boði væri. íslenzk menn- ing er undur og dýrmæti. Aðalviðfangsefni hvers skóla hlýtur að vera að tengja æskuna þessari menningu, tengja hana gengnum kyn- slóðum, lífi þeirra og starfi, sigrum og ósigrum, opna henni sýn inn í dásemdir íslenzkra bókmennta, búa Framhald á 9. siðu á ykkur, sem dæmi tun slíka óhamingju- fóru á mis við. menn. Ólaíur Haukur Árnason tók við skólastjórn í Gagnfræðaskóla Akraness nú í haust og birtast hér kaflar úr skólasetningarræðunni.

x

Nýi tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.