Nýi tíminn


Nýi tíminn - 05.11.1959, Blaðsíða 4

Nýi tíminn - 05.11.1959, Blaðsíða 4
4) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 5 nóvember 1959 Vetrardagskrá Ríkisútvarpsins Vetrardagskrá útvarpsins hófst um síðustu helgi, Af ltýjum þáttum í vetur er vert að vekja athygli á einum Eérstaklega er nefnist Vettvangur raunvísinda. Tvo aðra þætti má nefna: málfundi ungs fólks í utvarpinu og ís- lenzku handritin, uppruna þeirra og meðferð í aldanna íás. Kjarnorka í þágu vísinda og tækni Sunnudagserindi útvarpsins, sem flutt eru að aflíðandi há- degi, hafa notið mikilla vinsælda, enda oftast fjallað um mikils- verð málefni. Nú hleypur af stokkunum nýr erindaflokkur á þessum stað. Hann fjallar um kjarnorku í þágu tækni og vís- inda, verður átta erindi og mun endast til jóla. Heiti erindanna gefur góða hugmynd um umtals- efnið: 1. Undirstöðuatriði kjarn- fræða, 2. Geislahætta og geisla- vernd, 3. Notkun geislavirkra efna í læknisfræði, 4. Nýjar orkulindir, 5. Geislavirk efni og iðnaður, 6. Geislavirk efni og gróður 'jarðar, 7. Geislavirk efni og tímatal, 8. Eðlisfræðistofnun Háskóla íslands. Þorbjörn Sig- urgeirsson prófessor hefur skipu- iagt þennan erindaflokk, og eru ífyrirlesarar jafnmargir erindun- um. Annar fastur erindatími verð- ur á fimmtudögum kl. 20.30, og auk þess hér og hvar eftir at- vikum. Erindin um daginn og veginn verða áfram á mánudög- um en byrja ekki fyrr en kl. 21,40. Leikrit Leikritin verða að vanda á laugardagskvöldum, og hefur leiklistarstjóri útvarpsins, Þor- steinn Ö. Stephensen, gert drög að leikskrá fyrir veturinn. Eru þar í nokkur veigamikil verk eftir öndvegishöfunda, önnur eru stíluð meira til skemmtunar ein- göngu, en reynt er að hafa sem mesta fjölbreytni að því er tek- ur til efnis og höfunda. Tvö framhaldsleikrit eru ákveð- in í vetur; Umhverfis jörðina á 80 dögum, saga Jules Vernes í Jeikritsformi, en hitt leikritið er innlent og nýtt af nálinni. Ný útvarpssaga er að hefjast og mun hún endast til jóla. Hö.f- undur hennar er Stefán Júlíus- son. Nefnist hún Sólarhringur, og samkvæmt upplýsingum út- varpsins fjallar hún um mikið vandamál nútímans. Höfundur flytur. Fornrit — þjóðskáld Lestur fornrita verður fastur upphafsliður kvöldvökunnar á föstudagskvöldum; Óskar Hall- dórsson kand. mag. les. Fyrsta sagan verður ein mcsta hetjusaga íslendingasagnanna; Gísla saga Súrssonar. Smásaga vikunnar verður á fimmtudögum. Fyrsta smásagan verður „Hernaðarsaga blinda mannsins" eftir Halldór Stefáns- son. Háðgert er að gera gangskör •að því, að kynna þjóðskáldin okkar. Verður slík kynning t. d. ■einu sinni í mánuði, og í vetur tekin fyrir höfuðskáld þau, er fædd voru á 18. öld: Eggert Ól- afsson, Jón Þorláksson, Bjarni Thorarensen, Sveinbjörn Egils- son, Bólu-Hjálmar og Sigurður Breiðfjörð. „Vogun vinnur — vogun tap- ar“ verður áfram undir stjórn Sveins Ásgeirssonar, en nú verð- skrá íslenzkra dægurlagahöfunda og Djassþátturinn. Nýir liðir eru einnig fyrirhug- aðir og fjalla aðallega úm-tón- listarfræðslu þar sem íslenzk og erlend tónverk verða flutt og skýrð. Klíkurnar bítast Sjálfstæðisflokkurinn er sund- urleitur flokkur. Hann er í eðli sínu hagsmunasamtök at- vinnurekenda og auðmanna, en innbyrðis hafa þeir oft eldað grátt silfur; t. d. útgerðarmenn annars vegar og heildsalar ur tekinn upp lausavísnaþáttur staðsettur á kvöldvökunni annað veifið. Flytjandi hans verður Sigurður Jónsson frá Haukagili, mikill vísnasafnari. Annar ijóðalestur verður öðru hverju eftir atvikum, og tekinn breyttu formi. Spurt og spjall- að verður áfram í vetur undir stjórn Sigurðar Magnússonar. Með ungu fólki „Með ungu fólki“ er nýr þátt- ur, sem fyrirhugaður er viku- lega á miðvikudögum. Þar verða málfundir ungs fólks um ein- hver tiltekin mál, auk þess sem unga fólkið kemur fram með frumsamið efni í bókmenntum og tónlist. Að undanförnu hefur útvarpið ekki sem skyldi gefið ungu fólki kost á að koma fram með sjónarmið sín og hugðar- efni, en með þessum þætti verð- ur að nokkru úr því bætt, og er þess að vænta að unga fólkið notfæri sér þennan vettvang og njóti þess, sem þar verður flutt. Umsjón þáttarins verður i hönd- um fleiri en eins og fleiri en tveggja. Meðal þeirra er Guðrún Helgadóttir ritari menntaskóla- rektors, og mun hún stjórna fyrsta þættinum. Yettvangur raunvísinda Vettvangur raunvísinda er nafn á nýjum þætti, sem ungir vís- indamenn, Halldór Þormar og Örnólfur Thorlacius, standa að og fjalla mun um ýmsar nýjung- ar á sviði náttúruvísinda og ann- að er miklu varðar í þeirri grein. Þáttur þessi verður hálfs- mánaðarlega á mánudögum, 25— 30 mín. í senn. Á móti honum kemur væntan- lega annar þáttur, er fjallar um íslenzku handritin, uppruna þeirra og meðferð í aldanna rás. Tónlist Hinn nýi tónlistarstjóri út- varpsins; Árni Kristjánsson, hef- ur í samráði við nýjan tónlist- arfulltrúa deildarinnar gert drög að skrá um tónlistarflutning. Sin- fónisk músik verður yfirleitt á þriðjudögum og fimmtudögum. Skemmtitónlist verður á mánu- dögum, fimmtudögum og laug- ardögum. Létt músik verður í fjórum þáttum er nefnast: í létt- um tón, Lög unga fólksins, Dag- Reonslisinælmgar verða íramkv. lér á vetrain með geislavirkum efnn Vatnamælingadeild Raforkumálaskrifstofunnar mun taka hér upp rennslismælingar með geislavirkum efnum við mælingar þær er hún framkvæmir að vetrarlagi. Einn þátturinn í undirbún- ingsrannsókmum fyrir virkjun- arframkvæmdir er að afla á- reiðanlegra upplýsinga um vatnsrennsli á viðkomandi stöð- um. Settir eru upp síritandi vatnshæðarmælar og með nokkrum nákvæmum mæling- um á istraumhraða og þver- skurði árinnar fæst sambandið milli vatnshæðar og rennslis. Að vetrarlagi, þegar ís og krap er í ám, igetur þessi mæli- aðferð brugðizt. Vatnshæðin gefur rangar upplýsingar, og mælingu á straumhraða og þverskurði er mæstum ógern- ingur að framkvæma, enda þarf þá að brjóta eða sprengja með dýnamiti vök þvert yfir ána. Á Genfarráðstefnunni 1958 um friðsamlega hagnýtingu kjarnorkunnar kom m.a. fram eitt erindi um aðferð, til að nota geislavirk efnj til rennsl- ismælinga. Höfuðkostur þess- arar aðferðar er fólginn í því, hve einföld hún er í fram- kvæmd. Ákveðnu magni af geislavirku efni er hellt í vatnsfallið, sem mæla á, og nokkru neðar, er igeislavirlca efnið hefur blandazt vel ár- vatninu, er mæld heildargeisla- vihknin, annað hvort með mæli á staðnum eða með því að taka prufur og mæla þær síðar. Heildargeislavirknin gefur til kynna rennslið, hvernig sem árfarvegurinn og þverskurður hans er, hvort sem streymið er lygnt eða með hringiðum. Aðferðina má að sjálfsögðu einnig nota við mælingar á rennsli í pípum, hvort heldur þær innihalda lofttegundir eða vökva. I ágúst sl. voru gerðar í til- raunaskyni rennslismælingar með geislavirkum efnum, og til samanburðar voru notaðar straumhraðamælingar. Tilraun- in fór fram við Seljalandsá undir Eyjafjöllum. Um 1000 m fyrir ofan Seljalandsfoss var geislavirku joði — 131 hellt í ána, og um 50 m neðan vegar- ins voru teknar prufur á flösk- ur. Til þess að vita hér um bil ihvenær geislavirka efnið færi framhjá hafðj áður verið fundinn tíminn, sem litarefni var að berast sömu leið. Mjög kröftugu litarefni (kalíum permanganati) var fyrst bland- að í ána, og gaf það henni sterkan rauðan lit, svo að jafn- vel fossinn tók einnig litbreyt- ingum. Geislavirku vatnsprufumar voru mældar í Eðlisfræðistofn- un Háskólans. Báðar mæliað- ferðirnar þ.e. straumhraðamæl- ingin, sem framkvæmd var af Vatnamælingadeild Raforku- málastjórnarinnar og geislunar- mælingin gáfu sömu niðurstöð- ur. Mun Vatnamælingadeildin væntanlega taka upp þessa nýju aðferð við rennslismæling- ar að vetrarlagi. Eins og áður er sagt, má nota geislavirk efni til mælinga á rennsli í pipum. í ágúst sl. var einnig framkvæmd ein slík tilraun til reynslu Blandað var örlitlu af joði — 131 í 28 tommu leiðslu frá Gvendar- brunnum og geislunin mæld nokkru neðar og fékkst þannig rennslið. Til slcýringa skal þess getið, að geislamagnið, sem sett var i vatnið, var svo lítið, að það var algjörlega óskaðlegt, og getur auk þe~s ekki safnazt fyrir, þv’í að það eyðist um helming á hverjum átta dögum. ÚTBREIÐIÐ A/yJo tlmarm Bandaríkjaher yfirgefur flng- og flotastöðvar í Marokko Bandaríkjastjórn mun verða við kröfu Marokkómanna og flytja flugher sinn og flota á brott úr herstöðvum í Marokkó. Talsmaður utanríkisráðu- meytisins í Washington sagði, að Bandarikjastjórn hefði á- kveðið að veröa við kröfu Marokkóstjórnar um að banda- rísku herstöðvarnar í Marokkó yrðu lagðar niður Meðan Frakkar fóru með stjórn í Marokkó leyfðu þeir Bandaríkjamönnum að koma sér þar upp þrem, flugstöðvum o g eimni flotastöð. Sveitir bandarískra kjarnasprengju- flugvéla hafa bækistöð á flug- völlunum í Marokkó. Þegar Marokkó fékk sjálf- stæði, neitaði ríkisstjórnin að samningur Bandaríkjanna og Frakka hefði nokkuð gildi hvað hana snerti. Talmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins sagði, að samningar stæðu yfir í Rabat um brottför bandaríska herliðs- ins úr stöðvunum í Marokkó. Hann kvaðst ekki geta sagt um, hvenær setuliðið færi það- an. Talið er að liðsafli Banda- ríkjanna í Marokkó sé alls 12.000 mamns. hins vegar, einnig hafa iðn- rekendur reynt að láta að sér kveða í vaxandi mæli eftir því sem iðnaðinum hefur vaxið fiskur um hrygg. Þá hafa full- trúar úr samtökum bænda haft nokkur áhrif í forustu flokks- ins, og enn hafa komið til markskonar héraðasjónarmið, ásamt tilraunum forustunnar til að þykjast vera „flokkur allra stétta“ við hátíðleg tækifæri.. í flokknum hefur þannig oft verið togazt harkalega á, ein- att legið við sprengingum, og stundum hefur flokkurinn sundrazt, eins og í forseta- kosningunum og þegar Lýð- veldisflokkurinn var stofnaður. Engu að síður gegnir það furðu hvernig tekizt hefur að halda flokknum saman og hversu miklum árangri hann hefur náð með þeim áróðri að hann- sé „flokkur allra stétta" en ekki hagsmunasamtök auð- manna og atvinnurekenda; er engum vafa bundið að þar kem- ur einkum til áhrifavald og lagni Ólafs Thors formanns flokksins. /\lafur Thors er nú tekinn ” að reskjast og er ekki eins þrekmikill og hann var, enda hefur mikið verið barizt um það í flokknum á undanförnum árum hver ætti að vera arf- taki hans. Hefur þar einkum borið á keppinautunum Bjarna Benediktssyni og Gunnari Thoroddsen. Bjarni hefur lengi búið sig undir að sigra í þeim átökum; aðferð hans var sú að hann safnaði í kringum sig harðsnúinni klíku og leitaði einkum fanga meðal áhangenda gamla nazistaflokksins; nánustu samverkamenn hans urðu menn eins og Birgir Kjaran, Sigur- jón lögreglustjóri, Guttormur' Erjendsson og aðrir fyrrver- andi hakakrossberar. Bjarna tókst að tryggja þessari klíku yfirráð yfir flokkskerfinu í Reykjavík og taldi síðan hag sínum vel borgið. Tók hann eftir það upp þá aðferð að fjarlægjast þennan harðsnúna hóp, sem hann taldi öruggan sér, og halla sér meira að Ólafi Thors í von um að hann yrði talinn hliðstætt „einingartákn“ þegar til ákvörðunar kæmi um arftakann. * En Birgir Kjaran hugði hærra en svo að hann ætti að verða skemill fyrir Bjarna Benediktsson. Hann hélt klíku sinni saman og lét hana treysta yfirráð sín yfir flokkskerfinu í Reykjavík, og síðan lét hann æ meira til sín taka innan flokksins. Það var fyrst og fremst Birgisklíkan sem réð því að Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ekki að mynda ríkis- stjórn eftir að vinstristjórnin fór frá heldur tók þann kost að styðja við bakið á Alþýðu- flokknum. Og eftir að Bjarni taldi sig kominn þrepi hærra í flokknum en þessir stuðn- ingsmenn sínir, gerðust þau tíðindi, að allt í einu var Gunn- ar Thoroddsen kominn í klíku Birgis Kjaran og sótti gegn keppinauti sínum Bjarna Bene- diktssyni frá nýjum vígstöðv- um’ Eftir það voru völd klíku Famhald á 5. síðu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.