Nýi tíminn - 05.11.1959, Qupperneq 9
ÍX — ÓSKASTUNDIN
Lárétt og lóðrétt
ORÐAÞRAUT
í vor höfðum við í 1
b'aðinu létta orðaþraut
íyiir yngri lesendurna,
það var byrjunarkennsla
í því að ráða krossgát-
«r.
Margir hafa sent okk-1
ur orð og óskað eftir að
ifleiri slíkar kæmu í
blaðinu. Við viljum
gjarnan verða við óskum
ykkar. Þessi orðaþraut er
talsvert flóknari en hin,
þó eigið þið öll að geta
ráðið hana.
l.Þegar vorið er liðið
kemur....
2. Hann er kærkominn.
3. Það er búið að leysa
hann.
4. Það eru stórar kerl-
ingar, sem búa í hell-
um.
Klippmyndir
Framhald af 1. siðu.
íer hvítur með svartan
kj amma.
Vertu sæl,
ISæbjörg Jónsdóttir, 8 ára.
Þetta var bréfið, en
þnyndina fáið þið að sjá
Ceinna. Hún er klippt í
eilkipappír innan úr síg-
iarettupakka, og er mjög
góð. Við viljum ekki að
isvo stöddu segja neitt
Um það hverjir fá verð-
Jaunin, því við vonum að
enn fleiri sendi myndir.
5. Það er merki sem eru
á leiðunum í kirkju-
garðinum.
6. Það er í ánni við fossa
og flúðir.
7. Það er karlmannsnafn
og er ráðningin á
þessari gátu:
Þekkti ég mann á þeirri
braut
þandi kálfa báða.
Vatnaskratti, þjófaþraut,
þú munt nafnið ráða.
Þegar búið er að finna
öll orðin má lesa lóðrétt
fyrstu línuna (fyrsta staf-
inn í öllum orðunum) og
það er nafnið á barna-
riti Sumargjafar, sem selt
er á Sumardaginn fyrsta.
SKRITLUR
Elsa; Það eru tveir
hlutir, sem koma í veg
fyrir að þú getir talist
góður dansari.
Andri: Hverjir eru
það?
Elsa: Fæturnir.
„tlvernig myndi yður
líða, ef þér yrðuð að
hlusta á börnin yðar emja
eftir brauði?" spurði betl-
arinn.
Heimilisfaðirinn stundi
mæðulega. „Þá myndi
mér líða dásamlega ver‘;
svaraði hann. „Það væri
sannarlega tilbreyting,
því þau emja allan dag-
inn eftir súkkulaði“.
Viðskiptavinurinn: Fíla-
beinsaskjan, sem ég
keypti hjá yður um dag-
inn, er úr gervibeini.
Kaupmaðurinn; Það er
óskiljanlegt — nema þá
að fíílinn hafi verið með
gervitönn.
Hún: Ef við lendum
skipreika, hvort mynd-
irðu bjarga fyrst börn-
unum eða mér?
Hann: Mér!
ÚR
KLIPP-
MYNDA-
SAM-
KEPPNINNI
Það er réttur mánuður
þar til samkeppninni lýk-
ur, eða þann fyrsta des-
ember. Verðlaunin verða
hæfilegur jólaglaðningur
handa þeim, sem þau
hreppa. Þátttaka er mjög
góð og við höfum fengið
þegar yfir 30 myndir, þær
koma að austan, vestan,
norðan og sunnan. Enn
eru það börnin í sveitun-
um, sem senda flest bréf-
in. Einkar fallegar mynd-
ir fengum við frá stúlku
á Berufjarðarströnd,
einnig skemmtilega mynd
frá 8 ára stelpu á
Blönduósi. Þeirri mynd
fylgdi svo gott bréf.
Kæra Óskastund!
Ég sendi þér mynd, sem
ég klippti út. Mér þykir
voðalega gaman að lesa
Óskastundina.
Systkinin Sigurður
Grétarsson og Sólveig
Brynja Grétarsdóttir á
Skipalæk á Fljótsdals-
héraði, sendu okkur tvo
klippdúka. Þeir eru ekki
merktir svo við vitum
ekki hvort þeirra gerði
þennan dúk, sem mynd-
in er af, en létum okkur
detta í hug að það hefði
verið Sólveig. Ef það er
rétt, ætti hún að skrifa
okkur.
Systkinin skrifa bæði
undir bréfið og' spyrja
hvernig skriftin sé. Þau
geta ekki um aldur og
þess vegna er ekki gott
að dæma um skriftina.
Ef þau eru 8 og 9 ára
skrifa þau vel.
Við vonumst eftir bréfi
frá þeim.
Það er tík hérna, sem
heitir Kría. Hún á hvolp,
sem heitir Kjammi. Hann
Framhald á 4. síðu.
Fimmtudagur 5. nóvember 1959 — NÝI TÍMINN — (9
Breytingar á fylgi f lokkanna
©g þingmannaliði þeirra
Framhald af 12. síðu
Breytingar á fylgi flokkann, reiknaðar í hundraðshlutum eru
þessar:
lAlþýðuhandalag
[Alþýðuflokkur
Framsóknarflokkur
Bjálfstæðisflokkur
Þjóðvarnarflokkur
fékk nú 16 % gildra atkv., hafði 15,3%
fékk nú 15,2% gildra atkv., hafði 12,4%
fékk nú 25,7% gildra atkv., hafði 27,3%
fékk nú 39,7% gildra atkv., hafði 42,6%
fékk nú 3,4% gildra atkv,, ha-fði 2,5%
Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa því tap.
lað og er tap Sjálfstæðisflokksins mikið og nær allstaðar i
landinu
Framsókn hefur einum
þingmanni of mikið.
Þegar uppbótarþingsætunum
11 hefur verið úthlutað, verður
atkvæðafjöldi flokkanna að
baki hvers þingmanns sem hér
segir:
Alþýðuflokkur 12910 atkv.:
9 þm = 1434.
SjálfstæðisfJ.okkur 33798 atkv.:
24 þm = 1400.
Alþýðubandalag 13621 atkv.:
10 þm = 1362.
Framsóknarflokkur 21884
atkv.: 17 þm =' 1287.
Að þessu sést, að Framsókn-
arflokkurinn hefur hlotið 1
þingmanni meira en honum ber
eft;r atkvæðamagni, því að
Sjálfstæðis.flokkurinn hefur
1352 atkv. að baki 25. þing-
manns síns og er hann því
fyrir ofan 17. þingmann Fram-
isóknar, en 16. þingmaður
Framsóknar hefur 1368 atkv.
að baki sér.
Engu að síður hefur kjör-
dæmaskipanin nýja bætt mjög
það misrétti, er áður viðgekkst
í þessum efnum. Þannig var
t.d. atkvæðafjöldi flokkanna að
baki liverjum þingmanni sín-
um í vorkosningunum sem hér
segir:
Alþýðubandalag 1847
Sjálfstæðisflokkur 1801
Alþýðuflokliur 1772
Framsóknarflokkur 1214
Framsókn fékk þá 19 þing-
menn en hefði að réttu lagi
aðeins átt að fá 15, Alþýðu-
bandalagið fékk 7 en hefði
átt að fá 8 og Sjálfstæðisflokk-
urinn fékk 20 en hefði átt að fá
23. Alþýðuflokkurinn hlaut
hins vegar 6 þingmenn þá eins
og honum bar. Þannig var það
„réttlæti" er Framsókn barð-
ist sem mést fyrir að halda í.
Þingmenn koma og fara.
1 þessum kosningum voru
ko'snir 9 þingmenn fleiri en
voru á síðasta þingi, en auk
þeirra urðu allmiklar breyting-
ar á þingliði. Fjórir fyrr-
verandi þingmanna voru ekki í
framboði og 5 féllu, en 17
menn er ekki voru á síðasta
þingi koma nú inn.
Þeir koma
Frá Alþýðubandalaginu:
Alfreð Gíslason
Eðvarð Sigurðsson
Geir Gunnarsson.
Frá Alþýðuflokknum:
Birgir Finnsson
Benedikt Gröndal
Jón Þorsteinsson
Sigurður Ingimundarson.
Frá Framsókn:
Garðar Halldórsson
Jón Skaftason
Sigurvin Einarsson
Frá Sjálfstæðisflokkniun:
Auður Auðuns
Alfreð Gíslason
Birgir Kjaran
Bjartmar Guðmundsson
Jónas Pétursson
Pétur Sigurðsson
Ólafur Björnsson.
Af þessum 17 nýju þing-
mönnum hafa 4 verið kjörnir
á þing áður.
Hverfa af þingi.
Þessir þingmenn hverfa af
þingi:
Bernharð Stefánsson (ekki í
framboði)
Björgvin Jónsson
Björn Ólafsson (hætti)
Óskar Jónsson
Páll Zophoníasson (ekki í
framboði)
Sigurður Bjarnason
!? stelndór Steindórsson (ekki
i íramboði)
Vilhjálmur Hjálmarsson
Þorv. Garðar Kristjánsson.
Bandaríkin ætl-
uðu að slíta
ráðstefnu
Sovétstjómin hefur fallizt á
þá tillögu Breta og Bandaríkja-
rnanna, að sérfræðingar verði
látnir kynna sér aðferðir til að
fylgjast með því, hvort kjarna-
sprengingar séu gerðar neðan-
jarðar.
Á Genfarráðstefnu þríveld-
anna um bann við tilraunum
með kjarnavopn hefur undan-
farið verið fjallað um þetta
mál, og hefur Zarapkín, fulltrúi
Sovétríkjanna ætíð verið mót-
faíLIinn) því, að gerðar v'erði
nýjar kjarnasprengingar til að
kanna þessa hluti.
í gær lýsti Zarapkfin yfir
því, að Sovétstjórnin gæti fall-
izt á, að efnt yrði til fundar
sérfræðinga um miðjan þannan
mánuð, til þess að þeir kynni
sér nýjustu aðferðir til að íylgj-
ast með kjarnasprengingum
neðanjarðar.
Zarapkín sagði fréttamönn-
um í gær, að bandaríski full-
trúinn á ráðstefnunni hefði
hótað því að slíta ráðstefnunni
féllizt hún ekki á tillögur
Bandaríkjastjómar.
„ÞEIR HLUTIR . . .“
Framhald af 8. síðu.
hana undir að veita viðtöku
nytsömum nýjungum og holl-
um menningarstraumum er-
lendis frá, en að íslenzka
hið erlenda góðmeti um leið.
Þetta er veglegt viðfangs-
efni, en erfitt, og á því veltur
framtíð íslenzkrar þjóðmenn-
ingar, hvernig til tekst.
Að síðustu þetta: Minn-
izt þess ávallt, að margt er
dýrmætara en svo, að kleift
sé að meta það til fjár. Þar
á meðal eruð þið, nemendur
góðir, líf ykkar og heilsa,
flekkleysi ykkar og dreng-
lnnd. Víst eru vélar ágætar,
vissulega er borguð vinna góð.
En minnizt þess að þið sjálf,
hvert og eitt, eruð samt miklu
meira virði. Maðurinn á ékki
að vera þræll vélar eða vinnu,
eiturnautna eða afkáraskapar.
Hans mið er hærra. Þið get-
ið þurft að fórna miklu til
að öðlast þroska og vizku.
Þið þurfið ef til vill á öllu
ykkar viljaþreki að halda til
að villast ekki af þeim vegi,
er liggur til manndóms og
menningar En þó mun ykkur
laragt um dýrara að sleppa
fram pf ykkur beizlinu. Marg-
ur hefir glatað æsku sinni á
altari svikulla skemmtana og
flárra eiturnautna, Glötuð
æska, glötuð tækifæri til
menntunar verða ekki aftur
heimt. — Gangið því ótrauð
að starfi. Vitið. að þa.ð verð-
ur erfitt, en gefizt ekki upp,
því að þið megið einnig vita,
að því betur sem þið gerið,
þeim mun skemmtilegra verð-
ur skólastarfið.