Nýi tíminn - 02.06.1960, Blaðsíða 5

Nýi tíminn - 02.06.1960, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 2. júní 1960 — NÝI TÍMINN — (5 A STJORN Það er nú orðið ljóst að Eisenhower forseta og leiötog- tim repúblikana í Bandaríkjunum ætlar ekki aö veröa aö þeirri von sinni aö njósnaflugiö og 511 framkoma Banda- líkjastjómar í sambandi viö þaö veröi látin liggja á milli hluta í kosningabaráttunni sem senn fer aö hefjast vestra. Repúblikanar höfðu vonað að þœr gætu skotið sér undan ábvrgðinni með því að hvetja til þjóðareiningar sem aldrei hefði verið nauðsynlegri en nú, eftir að fundur æðstu manna fór út um þúfur.' Hvöss gagnrýni Stevensons Adlai Stevenson, sem tvívegis hefur verið keppinautur Eisen- howers um forsetaembættið og enn er talinn hafa nokkrar lík- ur tit að verða forsetaefni demó- krata í þriðja sinn, gagnrýndi utanríkisstefnu Eisenhowers- stjórnarinnar harðlega í mikilli ræðu sem hann flutti í Chicago í síðustu viku. Hann sagði að „hvert glappa- skotið af öðru“ hefði einkennt utanríkisstefnu stjórnarinnar og bætti við að ekki væri nokkur leið að ná nokkrum árangri í samningum við Sovétríkin meðan repúblikanar færu með völd í Bandaríkjunum. Því yrði ekki hjá því komizt að utanríkismálin og afskipti stjórnarinnar af þeim yrðu á dagskrá í kosningabarátt- unni. ! Hefur komið í veg fyrir samninga „Það er ástæða nú til að minna á eftirfarandi augljósar og óhrekjanlegar staðreyndir", sagði Stevenson. „Ríkisstjórnin hefur leikið beint upp í hendurnar á Krústjoff. Hafi hann viljað eyðileggja stórveldafundinn í París, þá hefur ríkisstjórn okk- ar í hæsta máta auðveldað hon- um það. Hún hefur komið banda- mönnum okkar í hina verstu klípu og stofnað herstöðvum okkar i hættu. Hún hefur átt sinn þátt í að engar árangurs- ríkar samningaviðræður verða við Rússana meðan hún situr við völd — enda þótt slíkar samningaviðræður séu lífsnauð- skilyrði fyrir framtíðartilveru okkar ...“ Stevenson kvaðst hafa fullan rétt til að gagnrýna stjórnina. „Það er ekki ástæða til að efast um nauðsyn þjóðareiningar þeg- ar mikið er í húfi“, sagði hann, „en í lýðræðisþjóðfélagi er það skylda ábyrgrar stjórnarandstöðu að afhjúpa og gagnrýna kæru- leysi og mistök stjórnarinnar". Fyrirspurnir þingmanna 27 af þingmönnum demókrata hafa sett saman lista með fyrir- spurnum til Eisenhowers og 11 aðrir hafa einnig skrifað undir hann. Fyrirspurnirnar verða sendar Eisenhower í bréfi, en svari hann því ekki kemur til mála að þingnefnd verði látin rannsaka þau mál sem þar er vikið að, segir þingmaðurinn Chet Hoilfield sem hefur haft frumkvæði að þessu. Hann og félagar hans hafa lagt til að forsetinn svari þessum spurn- ingum í útvarps- og sjónvarps- ræðu þeirri sem hann ætlar að halda í dag. Akureyri. Frá fréttaritara Vinnu var hætt um síðustu helgi í tunnuverksmiðju ríkisins hér á Akureyri. Þar hefur verið unnið stanzlaust frá því skömmu fyrir áramót og smíðaðar ca. 57 þúsund síldartunnur. an gerðardóm Ingólfur Jónsson ráðherra hefur fengið 750.000 kr. í bæt- ur vegna þess að brúin yfir Rangá og vegurinn frá henni verða á öðrum stað en upp- haflega var áformað. Segist Ingólfur hafa miðað allar á- ætlanir sínar við fyrri samn- inga um brúarstæði og veg, en breytingin muni hafa áhrif á rékstur og afkomu kaupfé- lagsins á Hellu. Hefur gerð- ardófnur fallizt á sjónarmið Ingólfs, og seinast í fyrradag hélt fjármálaráðherra um það ræðu á alþingi hvað þessi dómur væri sjálfsagður og réttlátur; þannig bæri að bæta þegnum þjóðfélagsins ef stjórnarvöldin gengju á hlut þeirra, Flest verklýðsfélög landsins gerðu síðustu kjarasamninga sína 1958 og allir launþeg- ar í landinu miðuðu á- ætlanir sínar um rekstúr og afkomu heimilanna við á- kvæði þeirra. Nú hefur þess- um samningum tvívegis verið breytt af stjórna.rvöldunum launþegum í óhag. Árið 1959 var allt kaup lækkað með valdboði alþingis, og í ár voru ákvæðin um kaupgjald sam- kvæmt vísitölu bönnuð með lagasetningu. Þessar aðgerðir hafa margfalt meiri áhrif á afkomu heimilanna en lítil til- færsla á brú hefur á rekst- ur kaupfélagsins á Hellu. Og er þá ekki einsætt að fjár- málaráðherra skipi þá Þórð og Gizur og Jónatan í nýjan gerðardóm og láti þá reikna út hversu miklar bætur rík- issjóði beri að greiða hverjum einasta launþega í landinu? — Austri. Hvers vegna, hvers vegna, hvers vegna? Fyrirspurnirnar hljóða svo: 1) Hvers vegna var gefin fyr- irskipun um að senda U-2 flug- vélina yfir Sovétríkin rétt fyrir stórveldafundinn? 2) Hvers vegna gáfu talsmenn ríkisstjórnarinnar út margar ósamhljóða og ósannar yfirlýs- ingar þegar upp komst um flug- ið? 3) Hvers vegna gaf ríkisstjórn- in út fyrirskipun um viðbúnað á öllum bandarískum herstöðv- um rétt fyrir stórveldafundinn? 4) Hvers vegna kunngerði rík- isstjórnin fyrst að hún myndi í samræmi við stefnu sína halda áfram þessu flugi yfir Sovétrík- in, og hvers vegna skipti hún svo um skoðun og kunngerði að hún hefði fyrirskipað að fluginu skyldi hætt? 5) Va.r nauðsynlegt að flækja NASA (bandarísku geimferða- stofnuninni) sem þó lýtur borg'- aralegri stjórn inn í þetta mál? 6) Hvers vegna var engin sam- vinna milli þess aðila sem bar ábyrgð á flugi U-2 flugvélarinn- ar og hins sem ábyrgð bar á diplómatískum aðgerðum? 7) Hvers vegna tilkynnti for- setinn fyririýam, að hann myndi ef til vill fara heim af stórvelda- fundinum áður en honum væri lokið? 8) Hefur verið brotið gegn þeirri hefðbundnu reglu í banda- rískum stjórnmálum að her- stjórnin skuli lúta hinum borg- aralegu yfirvöldum? Kaldar kveðjur. Bandarísk blöð sendu Eisen- hower líka heldur kaldar kveðj- ur þegar hann kom heim frá París. VVashington Post sagði að engin ástæða væri til að fagna honum við heimkomuna. „For- setinn er vingjarnlegur og heið- arlegur maður sem vill vel og harmar mjög það sem gerzt hef-; ur, en það á ekki að taka á; móti honum sem sigrandi hetju, j því að hann hefur engan sigur; unnið“. James Reston, fréttaritari New York Times í Washington komst svo að orði í grein sem hann sendi blaði sínu frá París: — Enginn getur haft á móti því að menn votti forsetanum samúð sína vegna þess hve sorg- lega lítill árangur hefur orðið af viðleitni hans að komast að sátt- um við Rússa, en sannleikurinn er bæði hættulegur og óþægi- legur og verður ekki dulinn með því að . bæta húrrahrópum fyrir föðurlandinu við síæm vinnu- brögð í Hvíta húsinu. f þessu máli er enginn sigurveg'ari. Hins vegar hefur Herter utanríkis- ráðherra beðið mikinn ósigur því að hans er sökin að Eisenhower var ekki bent á hve hættulegt njósnaflugið var rétt fyrir stór- veldafundinn. Forsetinn hefur einnig beðið mikinn ósigur vegna þess vana síns að fela undir- mönnum víðtæk völd þegar mik- ið er í húfi. Það væri ástæðu- laust að rekja þessar dapurlegu staðreyndir, ef þess sæjust ein- hver merki að forsetinn ætlaði að taka til hjá sér. Því miður sjást þess engin merki. 3.ooo Frctkkctr hctfct gerzt liðhlcrapar Um 3.000 franskir hermenn hafa gerzt liðhlaupar til að komast undan því að berjast gegn Serkjum í Alsír. ÞaÖ er kunnur fránskur rithöfundur, Georges Arnaud, sem hefur skýrt frá þessu í viðtölum við frönsk blöð. Arnaud er einkum kunnur fyrir bók sina Laun óttans, en eftir henni gerði Clouzot fræga kvikmynd sem einnig hefur ver- ið sýnd hér á landi. Franska lög- reglan handtók Arnaud eftir að viðtölin birtust og blöðin sem þau birtust í voru gerð upptæk. Arnaud var þó ekki upphafs- maður að þessum viðtölum, held- ur öllu fremur milligöngumaður milli hans og blaðanna. Upphafs- maðurinn er kennari sem heitir Francois Jeanson, en hann hefur lengi farið huldu höfði og lög- reglan hefur enn ekki haít upp á honum. Leynifélag Jeanson hefur veitt forstöðu leynisamtökum sem haía haít það markmið að aðstoða unga Frakka sem vilja komast hjá að ve.ra teknir í herinn og sendir til Al- sír til að berjast gegn Serkjum. Lögreglan hefur leitað að hon- um frá því um áramót þegar g'efin var út tilskipun um að handtaka hann fjrrir samvinnu við Serki. Leynifundur Arnaud -boðaði blaðamennina á leynifund með Jeanson sem þar ský.rði þeim frá starfsemi félagsins. Félagið hefur auk áður- neínds markmiðs einnig það tak- mark að vinna að góðri sambúð Frakka og Serkja ekki sízt eítir að þjóðfrelsisbaráttu hinna síð- arnefndu er lokið með fullum sigri. Jeanson sagði að fjölmarg- ir franskir tæknifræðingar og háttsettir embættismenn heíðu gefið loforð um að aðstoða við uppbyggingu Alsír eítir lok stríðsins þar. Leynisafnanir Hann skýrði einnig frá því sem reyndar var vitað áður að f.é væri safnað á laun meðal serkneskra verkamanna í Frakk- landi og það sent þjóðírelsis- hreyfingu Serkja. Hann sagði að fé þetta næmi mánaðarlega um 400 milljón gömlum frönkum, eða sem næst 30 milljónum ís- lenzkra króna. 3.000 liðhlaupar Varðandi frönsku liðhlaupana sagði Jeanson; — Okkur telst til að þeir muni vera orðnir um 3.000, en þeim fjölgar stöðugt. Við munum benda hinum ungu herskyldu mönnum á að þeir fremji ekkert lagabrot þótt þeir skorist undan því að berjast gegn Serkjum. Ungmennasamband Skagaf jarð- ar minnist hálfrar aldar afmælis Sauðárkróki. — Frá fréttaritara Ársþing Ung-mennasambands Skagafjarðar var haldið á Sauð- árkróki dagana 7.—8. maí sl. Um 40 fulltrúar frá ellefu félögum sátu þingið. Gestir þingsins voru Skúli Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Ungmennasambands íslands, B. G. Waage, forseti íþróttasam- bands íslands og, Árni Guð- mundsson, skólastjóri í£rótta- kennaraskóla íslands að Laugar- vatni. Formaður sambandsins, Guð- jón Ingimundarson, setti þingið og bauð gesti og fulltrúa vel- komna. Minnti hann m.a. á að nú væru 50 ár liðin frá stofnun sambahdsins og rakti hann síðan stuttlega starfssögu þess. í landhelgismálinu samþykkti þingið svohljóðandi tillögu: „Hér- aðsþing UMSS 1960 treystir því að íslenzk stjórnarvöld haldi fast fram málstað þjóðannnar í landhelgismálinu og geri enga samninga í því máli, sem tak- marka rétt þjóðarinnar til tólf mílnanna og frekari útfærslu lardhelginnar". í stjórn sambandsins voru kosnir: Guðjón Ingimundarson Sauðárkróki, Sigurður Jónsson Reynistað, Gísii Felixson Sauð- árkróki, Eggert Ólafsson Sauðár- króki og Stefán Guðmundsson Sauðárkróki. Laugardagskvöldið 7. maí var 50 ára afmælis Ungmennasam- bands Skagafjarðar minnzt með hófi í Bifröst. Margar ræður voru fluttar; m.a. töluðu þeir Benedikt G. Waage, Árni Guð- mundsson og Skúli Þorsteins- son. Fluttu þei.r sambandinu heillaóskir á þessum tímamótum. Þá fóru fram ýmis skemmtiatriði, þ.á.m. voru sýnd tvö atriði úr íslandsklukkunni, kvartett söng o.fl. Að lokum var dansað fram eftir nóttu. í tilefni 50 ára afmælisins gaf Ungmennasamband Skagafjarð- ar út myndarlegt afmælisrit. Þar er fremst ávarp frá stjórn sambandsins, þá taldir upp stjórnarnefndarmenn frá upp- hafi til þessa dags, Jón Sigurðs- son á Reynistað, fyrrv. þingmað- ur, ritar greinina „Ungmenna- samband Skag'afjarðar 50 ára“, Sigurður Ólafsson ritar um sam- bandið á tímabilinu 1924—42, Guðjón Ingimundarson fjallar um starfsárin 1942—60. Þá er i ritinu kvæði eftir Jón Jónsson, g'rein eftir Stefán Vagnsson um hátíðina 17. júní 1911, Gamlar endurminningar eftir Jón Sig- urðsson, „Kolbeinn ungi“ eftir Valgarð Blöndal, greinar eftir Hannes Hannesson, Pétur Hann- esson, Árna Sveinsson, Eyþór Stefánsson og Magnús H. Gísla- son. Fjölmargar myndir prýða afmælisritið.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.