Nýi tíminn - 02.06.1960, Blaðsíða 9

Nýi tíminn - 02.06.1960, Blaðsíða 9
— ÓSKASTUNDIT'Í —------------------------ VIÐ LÆÐUMST HÆGT Söng’ur ræning.janna í Kardemommubæ eftir THORBJÖRN EGNER, Við læðumst liægt um láut og gil og lcyndar þræðum götur, á hærusekki heldur einn en hinir bera fötur. Að ræna er bezt um blakka nótt, í bænum sofa allir rótt. Þó tökurn við aldrei of eða van, hvorki Kasper né Jesper né Jónatan. í bakarí við brjótumst inn og tiara lítið tökum, tólf dvergsmá brauð, sex dropaglös og dálítið af kökum. Svo étur kannske Jónatan | af jólaköku blácndann. Þó tökum við aldrei of eða van, hvoriti Kasper né Jesper né Jónatan. Hjá slátraranuin finnst það flest, sem freistar svangxa gesta, við þurfum líka ljónamat og lifur er það bezta. Af rifjasteik við tökum toll, þrjár tungur og svo bringukoll. Þó tökum við aldrei of eða van, livorki Kasper né Jesper né Jónatan. Sé veður kalt þá vandast mál, því vetur nálgast óðum, en nauðsyn frakki þykir þá og þörf á trefli góðum, en búð er hér á horni næst í henni allt á kroppinn fæst. Þó tökum við aldrei of eða van, livorki Kasper né Jesper né Jónatan. Þó fyllt við höfum fötu og sekk af fæðu, drykk og klæðum, er aumt að vera auralaus, en um það fátt við ræðum, því bankinn okkur blasir við og brátt til starfa tökum við. Þó tökum við aldrei of eða van, hvorki Kasper né Jesper né Jónatan. Ljóð um trén Ekkert er skemmtilegra en litlu börnin, sem eru að uppgötva heiminn í kringum sig. Nýir menn í nýjum heimi. Menn sem skríða á fjórum fótum og' smakka á öllum hlutum, en tala furðulegt tungu- mál líkast afríkönsku. Það er ekki lítill við- burður, þegar dálítill maður réttir upp báðar hendurnar elns hátt og hann getur, svar við spurningunni: „Hvað er Lilli stór?“ Lilli er fljótur að stækka og hann »’• narg- falt námfúsari og fljótari að læra tungumál, en þeir sem þykjast eitthvað og eru komnir í mennta- skóla til þess að gata á latínunni. Eftir að hann Framh. á 3. síðu. Fimmtudagur 2. júní — 6. árg. — 20. tölnbla<5 Ritstjóri VilboM'j Dagbjartsdóttir — Útgefandi ÞjóSviljinn ■H BRÚÐULEIKUR ER BÆÐI FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA Nýlega var Óskastundinni um heims- fræga leikbrúðu, sem varð til allar götur suður á ítalíu fyrir 80 árum, en nú gefst íslenzkum börnum kostur á að sjá hana í íslenzka brúðu- leikhúsinu, það er hann Gosi, sem allir krakkar haía heyrt um og vita hvers vegna nefið á hon- um varð svo voðalega langt. Þótt þið þekkið vel söguna af Gosa hafa fæst ykkar ennþá séð brúðu- leikinn, en bráðum fáið ri til þess, því Jón E. Guðmundsson ætl- ar að ferðast með hann um landið í sumar og' sýna ykkur hann. í til- efni þess heimsótti ég Jón og spurði hann margra spurninga fyrir ykkur. Hann er sérstaklega vin- gjarnlegur og leysti fús- lega úr öllum spurning- unum, og hann sýndi mér heilt safn af brúðum. Þær hefur hann sjálfur búið til. Þegar ég spurði hann, hvort ekki væri hægt að kaupa sér brúðurnar til- búnar, sagði hann að sá sem ætlaði að færa upp brúðuleik yrði sjálfur að skapa persónurnar og lií'a sig þannig inn í hlutverk- in. Annars yrði ekki samræmi í leiknum og hann yrði ekki sú list- ræna heild sem hann á að vera. Er langt síðan þú byrj- aðir að gera brúður? Ég var tólf ára þegar Framhald á 2. siðu Gísli leggur siðustu hönd á Gosa. Fimmtudagur 2. júní 1960 — NÝI TÍMINN — (91 ! I I r Kanadíska „hreindýrið“ á Reykjavíkurflugve 111. — (Ljósmynd: Þjóðviljinn — A. K.). Allir, sem áttu þess kost að fylgjast með flugtaki, lend- ingu og flugi kanadísku Caribou-flugvélarinnar á Reykjavíkurflugvelli og Sandskeiði í gær, munu vera á einu máli um að hentugri flugvél jafnstóra sé vart unnt að fá til nota i landi, þar sem stórir, rennisléttir flugvellir eru ekki á hverju strái. Nokkrum forystumönnum á sviði flugmála var boðið í flugferðir rneð Caribou-vél- inni upp á Sandskeið í gær og fengu blaðamenn að fljóta með í þeirri síðari. Hóf vélin sig á loft á 20—25 metra kafla á flugbrautinni og lenti nokkrum mínútum siðar á álíka stórum bletti á Sandskeiði, enda var mót- vindur allsnarpur. Á Sand- skeiði og í nágrenni þess voru gestum sýndir helztu flugeiginleikar vélarinnar — og mun víst enginn viðstadd, ur hafa efazt um flughæfn- ina eftir þá sýningu. Caribou-flugvélarnar eru framleiddar í de Havilland verksmiðjunum í Kanada. Eru þær teiknaðar sérstak- lega og smíðaðar með það fyrir augum að nota megi við flugtak og lendingu sem minnstar flugbrautir. Gefa verksmiðjurnar upp að full- hlaðin geti flugvélin hafið sig á loft og lent á 165 til 300 metra löngum brautum — en sem fyrr sagði nægðu flugvélinni hér í Reykjavík og á Sandskeiði margfalt minni brautir í gær. Tveir 1450 hestafla Pratt & Whitney mótorar knýja flugvélina áfram; meðal- hraði á flugi er nær 300 km á klukkustund, lending- arhraði um 105—110 km. Flugvélin getur flutt allt að 30 farþega eða 3 tonn af fragt. Þykir það einn af helztu kostum flugvélarinn- ar að ferming og afferming hennar getur gengið mjög greiðlega, þar eð opna má bakhluta farþega- eða far- angursrými og koma þar inn stórum hlutum, m.a. jepp- um. Það er venja de Havilland- flugvélaverksmiðjanna i Kanada að nefna flugvélar þær, sem þar eru framleidd- ar, eftir ýmsum þarlendum dýrategundum. Flugvélin, sem viðkomu hefur nú í Reykjavík á heimleið úr hnattfluginu, D.II.C.-4, nefn- ist sem fyrr segir á ensku Caribou, sem þýðir hrein- dýr. Er sú nafngift ekki illa til fundin, því að víða liggja leiðir hreindýranna, og DHC-4 er beinlínis til þess smíðuð að komast til staða sem utan alfaraleiða liggja. Flugvélin myndi því vafa- laust henta vel hér á landi. Hitt er svo annað mál, hvort Vest“"l£" eð heldur lónlcika gerð til flugsamgangna, þv'í að vélin er dýr, kostar frá verksmiðjunni 540 þús. kanadiska dollara eða rúmrr 20 milljónir ísl. króna. ív. >----------------------- §>vai* frá Kirkjnsandi Þjóðviljanum hafa borizt at- hugasemdir frá forstjóra Kirkju- sands h.f. og skipstjóra á báíi sem þaðan var gerður út við frásögn í blaðinu í gær af drætíi á greiðslu til sjómanna. Vegn ' rúmleysis komast þær ekki í blaðið í dag, en verða birtar á morgun. Austfirðingar mega eiga von á að fá flugvél af þessari Blásarakvintett Stélið er liátt; ganga má inn í jafnvel aka þangað I dag er væntanlegur hingt') til lands á vegum Tónlistarfélag.- - ins hinn kunni blása.rakvintett frá Fíladelfíu í Bandaríkjunui . Mun hann halda tvenna tónleik i. hér íyrir styrktarfélaga, þá fyrri í kvöld. hina síðari á morgun. Þriðju tónleikana heldur kvin'- ettinn á föstudagskvöldið fyrir Kammermúsikklúbb Reykjavíku Pál! Kristjáiis soii á þiiagi Páll Kristjánsson á Húsavík tók sæti á Alþingi í gær, en hann er 1. landskjörinn. vara- þingmaður Alþýðubandalagsins. Kemur hann í stað Hannibals flugvélina um afturenda og Valdimarssonar, sem lagði af inn á jeppum! stað til útlanda í gærmorgun.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.