Nýi tíminn - 02.06.1960, Blaðsíða 7

Nýi tíminn - 02.06.1960, Blaðsíða 7
Fimmtudagiir 2. júní 1960 — NÝl TlMINN — (t^ lega styrkum stoðum undir þá • skoðun,' að nauðáynlegt sé að |gera hér' á verulegá skipulags- jbreytingu. Enda sjást þess igreinilega merki, að sú er að verða sko'ðun fjölda manns sem bet.ur og betur er farinn að sjá, að svo búið má ekki standa. Og verður þá ekki um aðra leið að ræða; en ríkis- verzlun að verulegu leyti. Þá slial vikið nokkrum orð- um að frumvarpinu sjálfu sem hér liggur fyrir. Þegar vinstri stjórnin hafði setzt að völdum árið 1956 lagði þáverandi sjávar- útvegsmálaráðherra, — Lúð- vík Jósepsson þetta frum- varp fram í stjóminni, og fór fram á að það yrði flutt sem stjórnarfrumvarp. Framsókn- arflokkurinn neitaði að fallast á þetta, og þrátt fyrir marg- ítrekaðar málaleitanir um það, náðist aldrei samkomulag um flutning þess. Þegar stjórnin var farin frá völdum, og þar með séð, að ekki gat verið um aí ræða flutning þess, sem stjórnarfrumvarps, flutti Lúðvík Jósepsson það sjálfur á síðasta þingi og þar sem það varð ekki útrætt þá, hef- ur hann endurflutt það nú á þessu þingi. í bæði skiptin er það flutt í nákvæmlega sama formi og það var borið fram í stjórninni. Gert er ráð fyrir að stofn- uð verði olíuverzlun ríkisins, er annist öll innkaup og flutn- inga til landsins á öllum ol'íu- vörum. bæði tii brennslu og uti framsöpræðu I r fyrir frumvarpi | íuverzlun ríkisins 1 smurningar. Verzlunin skuli sjá um flutning olíuvaranna í birgðastöðvar á innflutnings- höfnum, og leitast við að fjölga þeim, til þess að auð- velda dreifingu. Ennfremur er gert ráð fyrir því að hún taki núverandi birgðastöðvar á leigu^ af núverandi eigend- um eða byggi nýjar, þar sem þörf er Þótt ekki sé beint gert ráð fyrir að olíuverzlunin hafi smásöluverzlun og dreifingu með höndum, þá mundi henni vera heimilt að selja opinber- um aðilum, og öðrum, er kaupa mikið magn í einu. Einnig mundu olíusamlögin án efa kaupa beint frá olíu- verzluninni. Þá er enn fremur gert ráð fyrir að olíusamlög og aðrir aðilar sem bundnir eru viðskiptasamningum við olíufélögin séu lausir undan þeim án skaðabóta. 1 þessu frumvarpi er ekki gengið eins . langt og í sum- um öðrum tillögum er fluttar hafa verið á alþingi undanfar- in ár, um þessi mál, þar sem gert hefur verið ráð fyrir því að olíuverzlunin tæki að sér aha dreifingu þegar í stað. Mun það hafa vakað fyrir flutningsmanni, að flytja málið í því formi, sem líklegast var, að samkomulag næðist um og jafnframt fá reynslu í þessum rekstri er visað gæti leiðina í þessum Framhald á 11. siðu Að ál’ðnum degi hinn 16. október síðast liðinri yar mér, fyrir tilstiili hins konunglega hcllenzka flugfélags skákað niður úr skýjum þiminsins góðan spöl utan endimarka Hins frjálsa heims. Mín fyrstu skref í þessu framandi landi voru stig'n í þægilegri eftirvænting, er átti rök sín í vitundinni um það, að nú biði min, í fyrsta skipti á ævinni, langþráð tæki- færi til þess að kynnast af e’gin sjón og raun einni þeirra þjóða, er ýmsir vest- rænir blaðamenn berjast hvað djarflegast fyrir að frelsa og le'ða aftur til farsældar þeirr- ar tegundar þar sem alþýðu manna gefst kostur á að hafa á fóðrum því fleiri miiljóna- mæringa sem hún vili fórna meiru af lífshamingju s'nni. Ósjaldan hefur mér boðið í grun, að drjúgur skammtur af hrollvekjum þeim, er blaöa- menn segja okkur frá sósíal- istísku löndunum væru í nokkurri frændsemi við frá- sagnir prestanna af kvalastað fordæmdra og ættu sér svip- aðar hagsmunaforsendur- Höfundur (með hatt á höfði) fer í ökuferð á uxakerru ásamt búlgörskum bændum. Mér er að vísu vel ljóst, að djúpstæðrar þekkingar afl- ar sér enginn á þjóð, sem að- eins er dvalizt með um hálfs- mánaðartíma, jafnvel þó að allt sé gert af gestgjafans hálfu til þess að það megi takast. Þó fullyrði ég að slík dvöl gefur margfalt traustari þekkingu í þessu efni en þeir menn hafa flestir, er sitja á ritstjórnarskrifstofum blaða í hinum „frjálsu lýðræðislönd- um“ og hagræða fregnum frá Austur-Evrópulöndunum þar til þær hafa sam’ð sig að kröfum reglunnar um fram- boð og eftirspum. Sú þjóð, Bú’gararnir, sem ég var svo lánsamur að gista, lifir ekki í neinum lúx- us og vantar meira að segja margt af því, sem við erum vön að telja til nauðsynja. Þar búa menn ekki við eins gett húsnæði og við gerum, ýmsar smærri iðnaðarvörur eru þar nokkru frumstæðari en hjá okkur gerist, og all- flestir verða að gera eig ánægða með kolaofna og kola- eldavélar í húsum sínum. Nú mun sjálfsagt margur spyrja: ,,Eru þetta þá allir yfirburðir sósíalismans ef þeir eru enn svo Langt á eftir okk- ur í jafn þýðingarmiklum efn- um?“ Nokkru áður en núverandi ríkisstjórn hóf baráttu sína fyrir viðreisn fátæktarinnar á íslandi var hér i höfuðmál- gagni fésýslumanna gerður samanburður á kjörum al- mennings hér og í Sovétríkj- unum. En þar eð svo virtist, sem þjónustulund greinarhöf- undar hefði verið í öLLu brúk- unarhæfara standi en skyn- semin þá var þess að engu getið, að fyrir aðeins 15 árum voru Sovétríkin flakandi í sárum eftir ægilegustu styrj- aldarátök, er orðið hafa á þessari jörð, þar serii stór hluti hins vinnandi fólks hafði faLlið í valinn og hin frjósömustu héröð landsins því nær gereydd af nýtilegum verðmætum. í styrjaldarlokin hafði ís- lenzkum verkaiýð aftur á móti tekizt að neyða stétt fjárplógsmanna til svo þolan- Siifurður AUSTAN RðSA legrar arðskiptingar, að hag- ur alþýðu manna var orðinn allur annar. Heimili verka- fólks, sem áður höfðu verið því sem næst snauð af hús- munum voru nú allflest orðin sem hin betri hreppstjóra- eða sýslumannsheimili liöfðu áður verið. Auk þess áræddi nú fjöldi fólks að leggja út í það stórvirki, að eignast þak yfir höfuðið. Hér er þó hvergi nærri allt talið, því við stríðslok áttum við í erlendum bönkum til frekari framkvæmda svo nálg- aðist sex hundruð milljónir króna, eða sem svarar til andvirðis nálægt tvöhundruð nýsköpunartogara. Og siðan höfum við verið sæm.dir Mars- hallaðstoð og gjafafé svo skiptir hundruðum milljóna. Þessi grundvallaraðstöðu- munur gilti þó ekki aðeins gagnvart Sovétríkjunum held- ur einnig gagnvart öllum al- þýðulýðveldunum, að meira eða minna leyti- Búlgarar höfðu heldur ekki farið varhluta af hörmungum styrjaldarinnar. Höfuðborg landsins hafði orðið fyrir stórkostlegri eyðileggingu af hendi Breta og Bandaríkja- manna og í baráttunni við Þjóðverja og innlenda banda- menn þeirra missti þjóðin fjölda sinna beztu sona og dætra. Þrátt fyrir þetta þurftu Búlgarar ekki að senda for- sætisráðherra sinn í útvarpið á gamlársdag til þess að færa þjóðinni þann „gleðiboðskap“ að nú væri aðeins einn kost- ur fyrir hendi, að alþýða manna færði búskap sinn all- an til smærra sniðs þar eð efnahagslifið ætti sér nú það eitt til bjargar að takast mætti að sníða stórhug lands- manna nýjan stakk og þrengri. Þau ár, sem Búlgarar hafa búið við hið nýja hagkerfi virðist þeim hafa tekizt að leggja grundvöll að hinni glæsilegustu framtíð. Þeir hafa komið sér upp veruleg- um stóriðnaði, efnt til mik- illar nýræktar, vélvætt land- búnaðinn, margfaldað námu- gröft sinn og, reist sér raf- orkuver meðjþeim árangri að á 15 ára afpriæli alþýðulýð- veldisins voru þeir í þeim efn- um komnir langt fram úr Atlanzhafsbandalagsríkjun- um Grikklandi og Tyrklandi, sem þó væntanlega ekki hafa fúlsað við Marshallaðstoð eða gjafafé fremur en aðrir vopnabræður þeirra. Það kom mér á óvart hvað m’kið var hægt að byggja af íbúðarhúsum, samfara svo mikilli fjárfestingu í atvinnu- vegunum, því allsstaðar í hinum stærri borgum voru stór og glæsileg hverfi að rísa utan hinna eldri borgarhluta og úti á landsbyggðinni mátti hvarvetna sjá rauðan hring nýreistra tígulsteina- húsa utan um gömlu þorpin. Allveruleg dýrtíð virtist mér vera í landinu; var mér þó sagt að hún hefði farið stöðugt minnkandi hin síðari ár eftir því sem hin nýja stór- iðja, raforkuverin, hinn vél- væddi landbúnaður og aðrar tekjulindir lar.dsins hafa skilað meiri arði. En þeina arði hefur þjóðin ekki þurft að de’la með þurftarfrekri yf- irstétt þar eð hún hefur neit- að með öLIu framfærsluskyldu sinni gagnvart rík'smönnum. Laun hafa að vísu ekki hækkað í landinu almennt í langan tíma, en kaupmáttur þeirra hefur vaxið við alls- herjar verðlækkanir, er átt hafa sér stað, á vörum, með alllöngu millibili. Og svo hitt- ist á, að ein slík verðlækkun á vefnaðarvörum var tilkynni í blöðunum rétt síðustu dag- ana sem ég dva’di í landlnu. Nam sú hækkun á flestum tegundum frá 25—36 af hundraði. Framhald á 10. síðu. ILaðströndin í Varna, helzta baðstað Búlgaríu við Svartaþal

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.