Nýi tíminn - 18.10.1960, Page 4

Nýi tíminn - 18.10.1960, Page 4
4) — NÝI TlMINN — Þriðjudagur 18. október 1960 Framburðarkennsla í skólum Athugasemdir v/'ð miSvikudagsgrein Miðvikudaginn 28. f.m. birt- ist í Tímanum greinarkorn um íslenzkan framburð eftir Ævar R. Kvaran leikara. Nefnist greinin Mælt mál. Telur höfundur óreiðu ríkja í framburðarmálum okkar og átelur í því sambandi skóla- ana og íslenzka málvísinda- menn. Kemur hér fram áhugi leikarans á mæltu máli, og er grein hans að þvi leyti lofsverð. Á hinn bóginn virð-- ist hann ekki hafa hirt um að afla sér nauðsynlegrar þekkingar á máli því, er hann tók til meðferðar, enda er greinin gloppótt og gefur ranga hugmynd um skerf skólanna og ýmissa annarra til framburðarmálanna. Skulu því hér gerðar nokkrar at- hugasemdir. Leikarinn virðist gera ráð fyrir að fagur framburður sé ekki kenndur „í einum ein- asta skóla á íslandi." (Leik- iistarskólar ekki undanskild- ir!) Hér er mikið fullyrt, og maður skyldi ætla, að grein- ' arhöfundur hafi náin kynni af starfi skólanna. Ekkert í grein hans bendir þó til þess. Þvert á móti virðist forsenda þessarar staðhæfingar vera sú ein, að Ævari hafi ekki verið kenndur framburður, þá er hann var í skóla endur fyrir löngu. Eg skal fúslega játa, að ég geri ráð fyrir, að sumir kenn- arar sinni framburðarkennslu of lítið. Hinu er tilgangslaust að neita, að mikil framburð- nrkcnnsia fer fram i öllum barnaskólum í sambandi við venjulegt lestrarnám. Hvert barn, sem lærir að lesa skýrt og greinilega með þe:m fram- burði, sem íslenzk alþýða hef ur varðveitt um aidir, hefur notið tilsagnar í fögrum framburði, svo framarlega sem íslenzk tunga má kallast fögur. Þetta er aðalatriði málsins þótt hinu megi ekki gleyma, að lítils háttar mun- ur er á framburði fólks eftir ’andshiutum og að sum fram- burðarafbrigði eru óæskileg, jafnvel röng. Er þá einkum um að ræða hljóðvilluna (flámælið). Hafa kennarar löngum strítt við þennan :iv:mleiða málgalla, einkum í -tafsetningarkennslunni, en hin síðari ár hefur við'eitni kennara beinzt meira og n'.eira að því að le:ðrétta framburðinn, því að reynsla hefur sýnt, að það er kleift, ef rétt er að unnið. Skal nú vikið að þessu nokkru nánar. Eftir að dr. Björn Guð- finnsson hafði lokið fram- burðarrannsóknum sínum hafði hann námskeið í hljóð- fræði og framburðarkenns!u fyrir barnakennara í Reykja- v!k. Nýmskeið þetta var mjög vel sótt og hafði mikil áhrif. Hófust a.m.k. sumir skólar í Reykjavík þegar handa um útrýmingu flámælis með sk'pulegri aðgerðum en áður. Veit ég um svipaða starfsemi víðar, t.d. við Barnaskóia Ak- ureyrar. í Laugarnesskólan- um í Reykjavík hafa um margra ára skeið öll 9 ára börn verið hljóðkönnuð og þeim þeirra, sem hljóðvillt hafa reynzt, kenndur réttur framburður, en einnig haft eftirlit með 10, 11 og 12 ára börnum sem alast upp við flámæli í heimahúsum. Hefur mikill árangur orðið af þessu starfi, og almennt mun flá- mælið nú talið á undanhaldi, en á því vantar þó nákvæma rannsókn. 1 nýrri námsskrá, sem menntamálaráðuneytið gefur út, er kennurum fyrir- skipað að leiðrétta hljóðvillu ef þörf gerist, enn fremur eru þar auknar kröfur um talæf- ingar og framsögn. En vikjum nú að annarri samræmingu framburðar. Á árinu 1955 lét fræðslumála- stjórnin taka saman reglur um íslenzkan framburð. Unnu málfræðingar að samningu þeirra í samráði við Heim- spekideild Háskólans. Hér er ekki hægt að birta þær regl- ur í heild né rekja til hlítar, en eftirfarandi meginatriði mætti nefna: 2y grein hljóðar svo: Rangur framburður er hljóövilla (flámæli) og skal vinna á móti henni af alefli. 3. grein: Réttur telst ann- ar framburður íslenzkur, þó að mismunandi sé eftir hér- uðum, enda sé hann vandað- ur og eðlilegur. 4. grein: Meðal þeirra fyr- irbrigða, sem teljast til rétts framburðar, sbr. 3. gr., eru sum æskilegri en önnur: a) Harðmæli hljóðanna p, t, k, á eftir löngum sérhljóð- um er æskilegra en linmæli. b) Æskilegri framburður er hv en kv í upphafi orða, þar sem svo á að vera samkvæmt venjum og uppruna málsins. Þessar greinar, sem hér voru tilfærðar, miða í sömu átt og tillögur Björns Guð- finhssonar um samræmingu framburðar, þótt hér sé skemmra gengið. Eigi að sið- ur er hér grundvöllur, sem byggja má málvöndunarstarf- semi á. Skiptir þá auðvitað meginmáli, að allir þe'r, sem aðstöðu hafa til að móta framburð almennings leggist á eitt. Ef breyta skal framburði fóiks, er áreiðanlega bezt, að það sé gert á unga aldri. Þetta kemur því í hlut barna- kennara, svo að þeir verða að hafa alltrausta undirstöðu- þekkingu á íslenzkum fram- burði. I Heimspekideild Háskóla Islands ' (íslenzkudeilil) er hljóðfræði (fonetik) sérstök grein, sem stúdentar taka próf í. Svo er og í Kenn- araskólanum, og eru kennara- nemar látnir æfa harðmælis- framburð og hv-framburð auk réttmælisframburðar og ganga undir framburðarpróf. Hefur nú verulegur hluti bæði eMri og yngri kennara í landinu sæmilegan grund- völl til að byggja framburðar- kennslu á. En hyggjum nú aftur að áðurnefndri Tímagrein. Á einum stað víkur Æ.R.K. að erlendum stúdentum, er vilja læra íslenzku, og segir svo: „Það er satt að segja ekki efnilegt fyrir erlendan stúd- ent, sem kemur hingað til Is- lands til þess að læra að tala málið. Af kennslubókum í ís- lenzku fyrir útlendinga er tæplega um annað að ræða en bók dr. Stefáns Einarsson- ar annarsvegar og hinsvegar bók Sigfúsar Blöndals bóka- varðar. lEn guð hjálpi þeim stúdent, sem ætlar að notfæra sér báðar bækurnar, því að þá Stefán og Sigfús greinir á um aðalatriði þessa máis. Hefur hvor sinn framburð. Er þetta gott dæmi um ó- samræmið og óreiðuna, sem ríkir í þessum éfnum á Is- landi.“ Hér er sýnilega verið að reyna að tala strítt. Og þetta hefðu verið orð í tíma töluð fyrir rúmum áratug. En seint á 5. tug þessarar aldar var hafizt handa um að bæta úr þessu. Var það gert með út- gáfu linguaphone-námskeiðs í íslenzku, sem nú er fáanlegt hér og hefur raunar verið um nokkurra ára skeið. Þetta eru 16 hljómplötur með íslenzk- um texta, sem lesinn er með samræmdum framburði sam- kvæmt framburðartillögum Björns Guðfinnssonar, og æfði hann lesarana. Er textinn prentaður í meðfylgj- andi kennslubók. Þetta var hið þarfasta framtak, og þeir sem að því stóðu e'ga meiri þakkir skild- ar en svo, að maklegt sé að að láta eins og ekkert hafi gerzt. Og í annan stað má geta þess, að.; Háskóli-; Islan^s hefur í mörg ár haldið uppi kennslu í íslenzku fyrir .er- lenda stúdenta og valið til þess hina hæfustu menn. Þeir, sem kynnu að vilja breyta framburði sínum til samræmis við tillögur mál- fræðinga, ættu ekki að gera það án tilsagnar sérfróðs manns. Af hv-framburði eru til ýmis afbrigði misfögur. Við heyrum stundum hv í orðum eins og hver borið fram með sterkum ú-keim, svo að jafnvel nálgast enskt w. Þessa afkáraskapar gætir einkujpi i fraraburði þeirra, sem hafa verið að reyna að temja sér, 1(hv-fraraburð, en ekki notið réttrar tilsagnar. Loks vil ég endurtaka, að fagur má framburður svo að- eins kallast, að hann sé skýr, eðlilegur og tilgerðar- laus, áherzlur séu réttar og málhreimur íslenzkur, þ.e.a.s. alþýðumál eins og það gerist bezt. Til þess hafa íslenzkir málfræðingar löngum sótt í leit sinni að réttmæli í víð- tækri merkingu. Ósliar Halldórsson. Fjárlögin íögð fyrir Alþingi Framhald af. 12. síðu. næsta .ári 168 milljónum króna. Minnkandi innflutningur veldur skatttekjulækkun f annan stað kemur í ljós, að áætlaðar tekjur af verðtolli, söluskatti af innfluttum vörum og Jeyfisgjöldum af bifreiðum lækka verulega vegna þess, hve dregið hefur úr innflutningi við gengisfellinguna. Þannig lækkar verðtollurinn um 21,4 milljónir niður í 343,6 milljónir króng, söluskatturinn um 9 miiljónir niður í 148 millj. króna og leyf- isgjöldin um 22 milljónir niður í 31 millj. króna. Sýnir þessi lækkun á áætluðum skatttekj- um glöggt, að samdráttur í inn- flutningnum hefur orðið meiri en sérfræðingar rikisstjórnarinn- ar gerðu ráð fyrir og þar af leiðandi tekjur ríkissjóðs þeim mun Vninni. Árangurslitar sparn- aðarráðstafanir í athugasemdum við frum- varpið segir ,að reynt hafi verið að lækka útgjöld eftir þvi, sem kostur hafi verið og hafi árang- ur þeirrar viðleitni orðið sá, að 10 af 14 útgjaldaliðum fjárlaga lækki um samtals 22 miUjónir króna. Virðast fjármálaspeking- ar ríkisstjórnarinnar ekki sér- lega glöggskyggnir á sparnaðar- leiðir fyrst árangurinn er ekki meiri en þessi. Á móti þessum sparnaði hækka aðrir útgjalda- iiðir verulega, einkum félags- málaliðurinn, sem hækkar um 55.6 milljónir króna, mest vegna aukinna útgjalda vegna fjöl- skyldubóta, sem nú verða í gildi allt árið. Kaupia Nýja tíirann npswmsat ioki Sýningarsal Náttúrugripa- safnslns í Landsbókasafns- húsinu við Ilverfisgötu hef- ur nú verið lokað, þar sem Landsbókasafnið þarf nauð- synlega á öllu húsrými sínu að lialda. Þeim sýningargrip- um, sem enn eru nýtilegir, verður til bráðabirgða kom- ið fyrir í geymslu, en jafn- framt er unnið að uppsetn- ingu nýs sýningarsafns í húskynnum Náttúrugripa- safnsins að Hverfisgötu 11S. Samkvæmt upplýsingum f«'á starfsmönnum Náttúru- gripasafnsins þarf að safna fleslum sýningargripum úr dýraríkinu að nýju og seija þa upp og verður hið nýja sýningarsafn af þeim sökum vart opnað almenningi fyrr en eftir tvö ár. Myndin var tekin í liin- um gamla sýningarsal Nátt- urugripasafnshis í gær, er s*arísmenn safnsins voru önnum kafnlr við að undir- búa flutninginn, dus'a ryk af safngripum c," flokka o.s.frv. Á myndinni sést Kristján Geirmundsson liand- leika myndarlega skjald- böku. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). H H IH ia B H m a a H a K M M M M ra K H M

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.