Nýi tíminn - 18.10.1960, Page 5

Nýi tíminn - 18.10.1960, Page 5
Danskur rithöfundur krefst að íslendingar fái handrit sín Það hefuf Vakið umtal og blaðaskrif í Banmörku að for- ráðamenn danska þjóðminja- safnsins hafa sent ýmsa mestu dýrgripi safnsins til Bandaríkj- anna þar sem halda á sýningu á þeim. Ýmsir þessir gripir eru svo ihrörlegir orðnir að gæta hefur orðið ýtrustu varúðar þegar Hans Sherfig. þeir ihafa verið fluttir til í eafnhúsinu í Kaupmannahöfn og það hefur því vakið furðu þeirra sem til þekkja að for- ráðamenn safnsins skyldu fall- ast á að lána þá til Bandaríkj- anna. Verðmæti þessara muna er ómetanlegt. ÍÞegar þeir voru fluttir yfir Atlanzhaf þótti því sjálfsagt að herskip væri lát- ið fylgja kaupfarinu sem þeir voru fluttir með, en e'kki tókst betur til en svo að herskipið, sem «r orðið gamalt og varla sjófært, missti af kaupfarinu á miðju Atlanzhafi, enda hafði ekki verið talið óhætt að láta nema aðra vél þess ganga. Danski rithöfundurinn Hans Seherfig ræðir þetta mál í blaði kommúnista Land og Folk og það verður honum tilefni þess- ara hugleiðinga: „Engar fréttir hafa borizt af því hvort handrit þau sem ís- lenzka þjóðin á siðferðilega kröfu til verði send í auglýs- ingaferð um Bandaríkin. En léttúðug og smekklaus ráð- stöfun danska prangararíkis- ins á menningarfjársjóði döns'ku þjóðarinnar en enn ein rök- semd fyrir hinni sanngjömu kröfu Islands til hinna íslenzku handrita. Með réttu verður spurt hvort ríki sem kann svo illa að fara með sína eigin hluti geti talizt réttur hand- hafi hinna íslenzku dýrgripa. Hvert sem verðmæti þessara handrita kann að vera í doll- urum á að senda þau án tafar til þess lands' þar sem þau eiga heima og þar sem menn- ingunni er ekki stjórnað af heildsölum og pröngurum.“ Byltingarstjórnin á Kúbu gafnýl. út tilskipun um þjóð- nýtingu ailra meiri háttar fyr- irtækja í landinu. Þessi tilskip- un markar tímamót í þróun Kúbu til sósíalisma að því leyti að í þetta sinn voru einnig þjóðnýtt fyrirtæki sem höfðu verið í eign kúbanskra auðfé- Jaga 'og manna. Þau fyrirtæki sem þjóðnýtt eru samkvæmt þessari tilskip- un eru tæplega 400 talsins og eru þ.á.m. öll stórfyrirtæki landsins. Fiest, eða 105 að tölu, eru fjrrirtæki sem átt hafa sykur- þreinsunarstöðvar og höfðu þau öll ver'.ð í eigu Kúbumanna •áður. Byltingarstjórnin hafði áður þjóðnýtt þær sykurhreins- unarstöðvar sem erlendir, nær eingöngu bandarískir, aðilar áttu. Byltingarstjórnin hefur með þessu tryggt sér alger yfirráð yfir mikilvægustu atvinnugrein Kúbu, sykuriðnaðinum. Áður hafð hún tryggt sér full yfir- 1-áð yfir tóbaksiðnaðinum. Þjóðnýtingin nær til allra tnikilvægustu greina atvinnu- lífsins. Þannig eru þjóðnýtt átta járnbrautarfélög og höfðu tvö af þeim verið áður í hönd- um Bandaríkjamanna. Þá eru þjóðnýttar vefnaðarverksmiðj- ur, hrísgrjónahreinsunarstöðv- ar, allar stórverzlanir, einnig matvælaverzlanir, líka kvik- myndahús, kaffibrennslur og brugghús, þ.á.m. hið kunna Baccafdi-brugghús sem býr til samnefnt romm. Allir bankar, erlendir sem innlendir, að undanskyld- um tveimur kanadískum bönk- um, Royal Bank of Canada og Nova Scotia Bank, sem fá að starfa áfram. Fyrir skömmu hafði byltingarstjórnin þjóð- nýtt alla bandaríska banka í landinu. 1 tilkynningu stjórnarinnar var ekkert tekið fram um greiðslur til fyrri e:genda vegna skaðabótanna. Stjórn Kúbu hefur áður þjóðnýtt flestar eignir Bandaríkjamanna í landinu og hafa þær verið taldar nema að verðmæti rúm- lega 40 milljörðum íslenzkra króna. Lofað hafði verið að eigendum þeirra væru greiddar skaðabætur, en þegar Banda- ríkjastjórn hóf viðskiptastríð sitt á hendur Kúbu í því skyni að kúga landsmenn til undir- gefni lýsti byltingarstjórnin því yfir að hún teidi sig ekki bundna af því loforði. Framhald á 1Ú. siðu Þriðjudagur . október 1960 — NÝI TÍMINN — (5 © Rauf !s!and samsföSu NorÖurlanda þegar atkvœSi voru greidd um hana á þingi SÞ Sovézki kjarnorkuísbrjcturinn Lenín liefur nú í marga mánuði rutt skipum braut um ® ísbreiðuna fyrir ncrðan Clberíu og hefur skipið að öllu leyti reynzt eins og til var ® ætiazt. Þótt útliaidið sé langt hafa skipverjar ekki yfir neinu að kvarta. 1 fáum skip- Jj um mun aðbúðln vcra jal:i góð. Mikill hluti skipshafnarinnar eru ungir viísindamenn g sem þjálfaðir eru í í.itíðferð allra hinna margbroínu véla og tækja sem í skipinu eru. g Á myndinni liér aó ofan sjást nokkrir skipverjar fara á skíðum á ísnum. Á neðri § H myndinni til vinstri sést stýrimaðurinn Alexander Tjúpíra við áttavitann, en á þeirri h til hægrj eru tveir skipver jar í læknisskoðun. p Bandaríkjunum tókst enn einu sinni að koma í veg fyrir j að rætt yrð] á allherjarþingi | SÞ um að veita Iíína aðiid j að samtökunum, en mönnum ber saman um að þeim muni ekki heppnast það oftar. Fulltrúi Nepals hafði lagt til að málið yrði tekið á dag- skrá allsherjarþingsins, en til- laga hans var felld með 38 atkvæðum gegn 34, en 26 full- trúar sátu hjá. Tillaga Banda- ríkjanna um að vísa málinu frá enn einu sinni var sam- ^ þykkt með sama atkvæðamun. j Meðal þeirra sem greiddu at- kvæði gegn bandarísku tillög- unni voru fulltrúar fjögurra Norðurlanda, allra nema ís- lands, en ekki er þess getið í fréttum hvaða afstöðu fulltrúi Islands tók, en af þeim virð- ist þó mega ráða að hann hafi ekki fylgt fulltrúum hinna Norðurlandanna að máli, enda þótt fundir utanrikisráðherra Norðurlanda hafi hvað efíir annað samþykkt að þau skuli styðja aðild Kína að SÞ. Sem áður segir eru menn þeirrar skoðunar að þetta sé í síðasta skipti sem Bandaríkj- unum tekst að koma í veg fyr- ir að aðild Kína verði tekin fyr- ir á allsherjarþinginu, Það er m.a.s. haft eftir bandarískum embættismönnum að ek'ki verði lengur hægt að komast hjá því að veita Kína aðild að sam- tökunum. Bandar'iski öldungadeildar- maðurinn Wayne Morse, sem bæði á sæti í utanríkismála- nefnd öldungadeildarinnar og bandarisku sendinefndinni á allsherjarþinginu sagði á mánu- daginn: „Eg tel að við mun- um næsta ár neyðast til að fallast á að allsherjarþingið ræði um upptöku Kína og skil- yrði fyrir henni.“

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.