Nýi tíminn - 14.12.1961, Blaðsíða 1

Nýi tíminn - 14.12.1961, Blaðsíða 1
Kaupið NÝJA TÍMANN Nyitim HAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS Fimmtudagur 14. descmber 1961 ¦<-? 9. tölublað »111 ' óna útflutninaur ti ríkjanna á Sfjórnin reynir að gera íslendinga sem háðasta Vesfur-Evrópu Fyrstu sex mánuði þessa árs nam útflutningur ís- lendinga til Sovétríkj- anna að verðmæti 6,9 milliónum króna! Á sama tímabili ársins í íyrra narn útilutningurinn þangað að verðmæti 2.50,6 milljónum króna — hann heíur þannig minnkað á íyrri hluta þessa ars niður í einn þrítuaastaogsjötta hluta!! Ekki stafar þessi feiknarlegi samdráttur af því Islendingar eigi erfitt með að kaupa nauð- Menntaskólanentar skora á stjórnarvöldin að afturkalla nú þegar stækkunarleyí'ið Á afarfjölmennum. fundi í Framtíðinni, málfundafélagi nemenda í Menntaskólanum, var samþykkt með öllum greiddum atkv. gegn 6 áskorun um að afturkallað verði þegar í stað leyfið sem íslenzk stjórnarvöld hafa veitt til stækkunar sjónvarpsstöðvar hersins á Keflavíkurflugvelli. Blaðinu barst i gær svo- hl.ióðandi fréttatilkynning um fundinn frá stjórn Framtíð- arinnar; Á almennum félagsfundi, sem haldinn var í Framtíð- inni, málfundafélagi Mennta- skólans í Reykjavík, mánu- daginn 4. des. 1961, var sam- þykkt eftirfarandi tillaga: ,.Fundur haldinn í Framtíð- inni mánudaginn 4. desember 1961 skorar á viðkomandi stjórnarvöld að afturkalla nú þegar leyfi til stækkunar sjónvarpsstöðvar Bandaríkja- hers á Keflavíkurflugvelli. Skorar fundurinn á alla fs- lendinga að sameinast um þetta þjóðþrifamál". Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn sex. Fundurinn var sá fjölmennasti, sem haldinn hefur verið í félaginu í vet- ur. Fundarsalur nemenda í hinu nýja félagsheimili var troðfullur. Hátt á þriðja hundrað manns sóttu fund- inn og ríkti mikill einhugur meðal fundarmanna. I synjar í Sovétríkjunum, þvert á I móti kaupum við þar ýmsan brýnasta neyzluvarning okkar. I Enda var innflutningur okkar frá Sovétríkjunum 165 milljón- ir krcna að verðmæti fyrstu sex mánuði þessa árs, og mun nú vera svo komið að við skuldum Sovétríkjunum um 200 milljónir króna. Ástæðan til þess að útflutn- ingurinn til Sovétríkjanna og annarra sósíalistískra landa er látinn dragast svo stórlega sam- an er sú að ríkisstjórnin er að gera Islendinga sem háðasta mörkuðunum í Vestur-Evrópu. Síðan ætlar hún að „sanna" að Islendingar séu svo háðir afurða- sölunni í Vestur-Evrópu að þeir séu nauðbeygðir til að gerast aðilar að Efnahagsbandalagimi. Og ríkisstjórninni hefur orð- ið mikið ágengt með þessari stefnu. Hér fara á eftir tölur sem sýna hversu mikill hundr- aðshluti af útfluíningi okkar hef- ur farið til ; vöruskiptalandanna á undanförnum árum: Árið 1957 .............. 43,8% Árið 1958 .............. 42,7% Árið 1959 .............. 39,6% Árið 1960 .............. 25,7% Janúar—júní 1961 ...... 13,8% Á fyrri helmingi þessa árs hefur útflutningur okkar til þess- ara landa þannig verið tæpur þriöjungur þess sem hann var fyrir fjórum árum. Aukið um rúm 50% Þveröfug hefur þróunin orðið að því er varðar Vestur-Evrópu og lönd sem henni eru háð. Út- flutningurinn til þeirra landa hefur breytzt sem hér segir á sama tímabili: Arið 1957 .............. 46,1% Arið 1958 .............. 44,1% Arið 1959 .............. 42,3% Árið 1960 .............. 58,4% Janúa'r—aúní 1961 ...... 66,4% Útflutningurinn þangað hefur þennig veriö aukinn hlutfallslega um rúm 50% á síðustu tveimur árum og nam á fyrra hluta þessa árs nærfellt tveimur þriðju af öilum útflutningi okkar. Ekki viðskiptalcg nauðsyn Þessi þróun stafar ekki af neinni óhjákvæmilegri við- skiptanauðsyn; allir vita t.d. að markaðirnir í sósíalistísku lönd- unum voru okkur mjög hag- stæðir og að ýmsar greinar sjávarútvegsins hafa lent í erfið- leikum vegna þess að þeir mark- aðir eru nú ekki hagnýttir nema að takmörkuðu ley'ti. Þessi þró- un er aðeins afleiðing af við- skiptastefnu íslenzku ríkisstjórn- arinnar; hún er vitandi vits að reyna að gera Islendinga svo háða Vestur-Evrópu að þeir geti ekki tekið sjálfstæða af- stöðu til Efnahagsbandalagsins. Kveíkt á jóle- trénu á Aysf úr- velli 17. des. n.k. Sunnudaginn 17. des. verður kveikt á jólatré því, sem Osló- borg hefur sent Reykvíkingum að gjef og reist hefur verið á Austurvelli. Lúðrasveit Reykja- víkur mun leika" á Austurvelli stundarfiórðung áður, ef veður leyfir. Sendifulltrúi Norðmanna, Bjarne Solheim, mun afhenda tréð í fjarveru ambassadors þeirra, en Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, veita því viðtðku fyrir hönd bæjarbúa. Ungfrú Solheim kveikir á trénu, og dóm- kirkjukórinn syngur undir stjórn Páls Isólfssonar, tónskálds. Fólk er hvatt til að gæta þess, að börnin komist sem næst girð- , ingunni, en fari þó ekki inn fyr- ir hana. ðladraifmur við korkgrindina Það er vandi'að velja jólakortin, sérstaklega þegar mað- ur er ungur og jólahugurinn gæðir lífi marglitt glans- myndaskraut og galsafengnir jólasveinar bregða á leik í kringum jólabarnið og móður þess. En hiamma er vís til að vekja unga manninn af tlraumunum, erindinu verður að Ijúka því mörg önnur kalla að. Ari Kárason tók myndina í hinni nýju bókabúð Máls og menningar við Laugaveg. 6. desember ÁRFLOKKA FRAMLENGJA SKAHA- TOLLABYRÐARHAR ÖHum sköttum og tollum, líka hinum alræmdu „bráðabirgða- söluskatti" Gunnars Thoroddsens frá 1960, skal viðhaldið árið 1962, enda þótt ríkissjóður hafi raun- verulega stóraukið skatta- ogr tolltekjur sínar með hinum tveimur gengislækkunum. Þetta kom skýrt fram á Al^ Framhald á 5. síðu. 3. desember Ræðismaður Islands i Svlss sagiur helzti íall Tshombe í Evrápu • Franska vikublaðið L'EXPRESS skýrir frá því að ræðismaður íslands í Genf, Olivier de Ferron greifi, sé nú orðinn helzti bakhjall Tshombes, sjálfskipaðs „for- seta" Katangafylkis í Kongó, í Evrópu. 0 I grein sem birtist í blaðinu 23. nóvember skýrir blaðamað- urinn Pierre Vincent, sem mun fléstum kunnugri því sem gerist bak við tjöldin í Kongó, m. a. frá ferðalagi Tshombes nýlega til Sviss, en þangað fór hann a. m. k. í orði kveðnu til að leita sér ''ækninga. ^ Vincent segir að hann hafi komið galvaskur úr þeirri ferð: „Hann kom frá Genf þar sem svissneskir sérfræðingar höfðu hresst vel upp á hjarta hans og viðskiptaáhyggjur hans læknað- ar af manni af frönskurn astíum, de Ferron greifa, bankaeiganda, væðismanni íslands og fjármálamanni með mörg járn í eldinum ?em héðan í frá verður að sögn helzti bakhjall („l'éminence grise") hins blakka forseta." (^ Olivier de Ferron greifi hefur verið ræðismaður Islands f Genf síðan árið 1951 og er hann eini fulltrúi íslenzku utanríkis- þjónustunnar sem búsettur.er í Sviss, en sendiherrann í~Bonnt er/jafnframt sendiherra'þar 'í landi. Að sögn kunnugra er það' ekki ofmælt að de Ferron „hafi mörg járn í eldinum" og þekki vel refilstigu hinna.alþjóðlegu fjármála og víðar mun hann hafa komið við sögu. Þannig' er ságt að hann hafi gert tíðreist til Parísar í maímánuði J958, ,þegar uppreisnin var gerð sem ruddi de Gaulle brautina'í valdástól á-ný,"

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.