Nýi tíminn - 14.12.1961, Page 8

Nýi tíminn - 14.12.1961, Page 8
Hafið er í öllu okkar verki TILRÆDI VIÐ ISLENZKA MENNINCU Þrír menn: póst- og síma- málastjóri, útvarpsstjóri og ut- anríkismálaráðherra, hafa tekið á sig þá ábyrgð að leyfa banda- rísku sjónvarpsstöðinni á Kefla- vikurvelli að fimmfalda orku sína. Þar með hafa þeir upp á sitt eindæmi veitt er- lendum her einokunaraðstöðu til að beita 60níO íslendinga skæðasta áróðursvopni nútím- ans — á sjálfum heimilunum. Hvernig geta þrír menn tek- ið á sig slíka ábyrgð? Tveir þeirra hafa þegar reynt að komast undan ábyrgðinni, beinlínis eða óbeinlínis. Fyrir sitt leyti, fyrir hönd stofnana sinna veittu þeir samþykki sitt, segja þeir, en ábyrgðin er ut- anríkismálaráðherrans, Guð- mundar í. Hann einn gat full- gilt leyfið. Enda gerði hann það. Stendur Guðmundur í. þá einn undir ábyrgðinni? NeL- Málgögn stj órnarinnar styðjatí'éinhuga við bak hans. Þau .gerra málstað bandaríska hernámsliðsins að sínum mál- stað og styðja hann eindregið. Hvei-nig er hægt að fjölyrða um slíkan málstað án þess að ljósta þvl upp um leið hvað hannjrér slæmur? Það er hægt með því að tala almennt um hlutina en forðast að minnast á kjarna málsins. Dæmi: Sjónvarp — er það ekki dásamleg uppgötvun? Geta nokkfir'verlð á móti siónvarpi nema afturhaldssamir og þröng- sýnir útkjálkamenn sem eru hræddir við allar nýjungar? Menn á borð við þá sem voru hræddir við símann og útvarp- ið á sínum tíma? Benedikt Gröndal skrifar í Alþýðublaðið í gær undir því yfirskini, að íslenzkt sjónvarp sé á dagskrá, og segir: „Sjónvarp er aðeins tæki, sem er hvorki vont né gott frekar en t.d. síminn. Eigum við að banna símann.... Eigum við að ■ banna prentlistina með öllu á íslandi og kalla hana plágu, af því sumir menn misnota hana til að gefa út æsirit?“ Þarna er Benedikt farinn að spyrja dálítið ógætilega, því beint liggur við að spyrja hann á móti: Hver yrði afstaða þín ef prentlistin væri nýuppfund- in og utanríkismálaráðherra heimilaði erlendum mönnum að reka jiér einum prentsmiðju til að svala lestrarfýsn þjóðar- innar — með æsiritum á er- lendi'. máli? Væri það tilræði við íslenzka menningu eða fram- farir? Eða segjum að Ríkisút- varpið hefði ekki verið til þeg- ar Keflavíkurstöðin tók til starfa og hún hefði síðan orðið einkaútvarp íslendinga um ára- bil? Hefði slíkt verið æskilegt? Þessi dæmi eru hliðstæður, nema hvað erJ.ent hermanna- sjónvarp á íslandi er miklu al- varlegra mál. Bóka gætu menn aflað sér erlendis frá ef þeirra væri ekki völ í íslenzkum út- gáfum, og á erlendar útvarps- stöðvar væri hægt að hlusta Iþótt íslenzkt ríkisútvarp væri ekki til. En bandaríska sjón- varpsstöðin á Islandi hefur einokunaraðstöðu. Og nú á að fimmfalda styrkleika hennar! Hver er afstaða þín til þess máls, Benedikt? Allir sem til þekkja vita að sjónvarpið er skæðasta áróðurs- tæki nútímans. I höndum stór- veldis sem hersitur lítið land og hefur þar einokun á sjón- varpi gætu áhrifin orðið geig- vænleg. „Víðsýnir menn.......“, segir Benedikt Gröndal, „taka tækni hverrar kynslóðar og blása í hana lífi, láta hana 'þjóna æðri hlutverkum. Ef postularnir væru í dag að út- breiða frumkristni, mundu þeir örugglega gera það í sjónvarpi. Ef Lúther væri í dag að negla mótmæli á kirkjudyr, mundi því sjónvarpað og hann yrði síðastur manna til að amast við því. Vildi hann ekki ein- mitt koma boðskap sínum á framfæri sem víðast?.... Sjón- varpið er einn bezti prédikun- arstóll nútímans. Páfinn í Róm skilur það — Og það skilja raunar fleiri. Bandaríkjamenn skilja það — einnig þeir eru „víðsýnir“ og taka tæknina í þjónustu sína og láta hana þjóna „æðri hlut- verkum“ hér á Islandi. Hannes Sigfússon Hver eru hin „æðri hlutverk11 sem bandarískt sjónvarp þjónar hér á íslandi? Fyrst og fremst að hafa ofan af fyrir heimfúsum hermanna- lýð með ýmiskonar léttmeti, trúðleikum, striplingadönsum, kúrekamyndum og glæpareyfur- um, — allt miðað við hinn lægsta smekk svo að engum leiðist. Og jafnframt að koma áróðri sínum á framfæri, vís- indalega tilreiddum af sérfræð- ingum, í því skyni að hervæða hugi dátanna gegn hverskonar efasemdum um óskeikulleik bandarískra stjórnmálamanna, og búa þá undir manndrápin ef til styrjaldar drægi. — F.n jafnskjótt og orka stöðvarinnar verður fimmfölduð, þannig að tryggt sé að hún nái einnig til helmings allra Islendinga, bæt- ist hinu bandaríska sjónvarpi enn „æðra hlutverk": Að gera þessa helft að hugmyndalegum þrælum sér-bandarískra sjónar- miða, svo að síður þurfi að ótt- ast bjóðlega endurvakningu sem ef ti.1 vi.ll myndi leiða af sér af- nám hinnar bandarísku her- stöðvar! Enginn þarf að lá Banda- ríkjamönnum þótt þeir hugsi fyrst og frerpst um eigin hags- muni, og enginn þarf að efast um að þeir beiti þeirri tækni sem þeir hafa yfir að ráða til að tryggja þá. „Þeir (munu) ör- ugglega gera það í sjónvarpi“, eins og Benedikt segir. En hvað gengur íslenzkum mönnum til að opna heimili landa sinna fyrir þessari her- mannaléttúð og einlita hervæð- ingaráróðri? Það eitt, að „koma boðskap sínum á framfæri sem víðast", svo aftur sé vitnað í Benedikt. Boðskap sínum um nauðsyn herstöðva, um vestræna sam- vinnu, um Nató. Hvað annað? Standa hernáms- og Nató- sinnar þá svona tæpt eftir öll þessi ár glórulauss og þindar- lauss áróðurs? Nægir þeim ekki að hafa þrjá af fimm stjórn- málaflökkum landsins að baki sér, yfirgnæfandi meirihluta á þingi, svotil allan blaðakostinn, erlendar fréttir útvarpsins og nú um sinn þáttinn um daginn og veginn og Efst á baugi? Nægir þeim ekki að hafa farg- að „hlutleysi“ útvarpsins, þurfa þeir nú einnig bandarískt sjón- varp til að ráða niðurlögum hinna þjóðlegu afla? Sem betur fer heyrast nú raddir manna úr öllum stjórn- málaflokkum að þetta séóhæfa. Manna sem ofstækið hefur enn ekki blindað að því marki, að þeir sjái ekki hvenær berlega er gengið of langt í óþjóðlegri starfsemi. Manna sem ekki geta sætt sig við að sorpritin sem allir eru einhuga um að for- dæma séu flutt inn á heimil- in í formi lifandi mynda og erlendra texta og flett þar dag eftir dag fyrir augum bama og unglinga; manna sem ekki geta sætt sig við að kvikmynd- irnar sem bannaðar eru böm- um innan 16 ára aldurs séu hömlulaust sýndar á sjálfum heimllunum og misvitrir ior- eldarar taki við því gæzlustarfi sem valin nefnd á vegum barna- vernarráðs hefur hingað til annazt; manna sem ekki geta sætt sig við að brugðið sé fæti fyrir þá þjóðhollu starfsemi sem æskulýðsráð hefur nýlega hafið svo myndarlega með starfrækslu tómstundaklúbb- anna — því hermannasjónvarp- ið hefur að sjálfsögðu betur í s'i*nkeppninni um áhuga ung- Ung.anna, það er vitað mál; manna sem ekki geta sætt sig við að einn skammsýnn ráð- herra geri það lýðum ljóst með einu pennastriki að allar há- tíðarræður um varðveizlu fs- lenzkrar æsku og íslenzkrar menningar hafi verið felldar úr gildi sem marklaust hjal! Já, ýmsir hafa mótmælt. En mótmælin þurfa að verða öfl- usri. Þau verða að vera þess megnug að riðla fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar, ógilda leyf- ishréf ráðherrans og sópa hinni erlendu siónvarpsstöð út í hafsauea. Fyrr er ekki nægilega mótmælt, Ég skora á ábyrga mennta- menn, hvar í flokki sem þeir standa. að þegja ekki um þetta mál. Og ég skora á samtök menntamanna, rithöfunda, kenn- ara og æskulýðsleiðtoga að kalla saman fundi í félögum sínum hið bráðasta og gera samþykktir, safna undirskrift- um undir mótmælin. Raddir okkar verða að heyrast! Þetta mál er að vísu pólitískt að uppruna. en í framkvæmd er að það einfaldlega tilræði við íslenzka menningu og varðar okkur alla án tillits til stjórn- málaskoðana. Þessvegna hljót- um við að sameinast um að hindra framgang þess í eitt skipti fyrir öll. 4. des. 1961 Hannes Sigfússon. Framhald af 7. síðu. kennari við Stýrimannaskólann, hann er nú að þýða Heims- kringlu Snorra og var fyrsta bindið að koma út dagana, sem við dvöldum í Þórshöfn. Bjarni afhenti okkur gestunum bókina að gjöf, með áritun. — Að. síðustu var svo kveðj-u- gildi á Flótel Flafnía kl. 5, segir Hannibal. Þar voru sam- an komnir stjórnarmeðlimir Fiskimannafélagsins ásamt eig- inkonum þeirra svo sem verið hafði, þegar tekið var á móti okkur. Það var skipzt á fáorð- um en hlýjum kveð.ium og síð- an var okkur fylgt til skips og þar með er í raun og veru lokið þessari nýju Færeyinga- sögu. ® Hin mikla ráðgáta — Hvað er álit ykkar um gagnsemi og framhald þessarar viðkynningar íslenzkra og fær- eyzkra verklýðssamtaka? — Það hefur um alllangt skeið, — segir Hannibal, verið gott samstarf milli Alþýðu- sambands Islands og Fiski- mannafélags Færeyja, en ég veit, að það muni eflast í fram- tíðinni, einnig vegna þeirrar á- nægjulegu kynningar sem nú átti sé stað. — Við áttum þess kost, segir Eðvarð, þrátt fyrfr veizlur og gleði, að eiga nytsamlegar við- ræður við marga af leiðtogum færeyskra launþegasamtaka, sem vissulega munu efla gagn- kvæman skilning og styrkja samstarfið í- framtíðinni. Auk þess, sem fulltrúinn frá Norges Fiskerlag reyndist hinn ágæt- asti félagi í alla staði, höfðum við einnig frá honum mikinn fróðleik um málefni norskra fiskimanna, sem orðið gæti að liði hér á landi. — Já, — segir Hannibal, þetta var ágætur félagi og gaf okkur margvíslegar bendingar ekki hvað sízt um fiskverðsmálin í Noregi og samstarf fiski- manna og útgerðarmanna þar gagnvart kaupendum. Enda hefur maður það alltaf á til- finningunni að Norðmenn séu miklu nær réttmætu fisk- verði til handa sjómönnum, en bæði færeyskir og íslenzkir sjó- menn. Þetta er hin mikla ráð- gáta. —• Færeyingar spyrja alveg einsog við, segir Eðvarð: — Hvernig stendur á því að við fáum ekki sama verð fyrir fisk- inn og Norðmenn? — Þeir spyrja segir Hanni- bal: Fiskurinn, sem við lögðum upp í Færeyingahöfn og Norð- menn við hliðina á okkur, — sem svo er seldur til sömu staða, af hverju er hann borgað- ur miklu lægra verði til okkar? Hvemig stendur á þessu. Hvern- ig stendur á því að við fáum miklu lægra verð fyrir fiskinn, en Norðmenn? Svona spyrja þeir alveg einsog menn hér á landi. ® Svarið er: Milli- liðagróði — Og hver eru svörin, sem Færeyingar hafa fundið? — Þeir hafa ekki ennþá svar- að því frekar en við, — segir Eðvarð, — ekki í raun og,veru. En það er enginn efi á því, að þetta liggur að mestu í milli- liðunum, — frá því að sjómað- urinn afhendir útgerðarmannin- um fiskinn og þangað til hann kemst á endanlegan ákvörðun- arstað. • Lög til verndar fiskimanninum — En Norges Fiskarlag hefur aðstöðu til að fylgjast með þessu öllu saman, alveg frá upphafi til enda, meira að segja með eigin þátttöku að mjög miklu leyti. — — Og síðan lögboðna aðstöðu, — segir Hannibal, — til að hafa eiginlega síðasta orðið um verðákvörðunina. Fræðilega séð getur ráðherra að vísu fellt úr- skurð, en til þess hefur aldrei komið. — Og hafa þeir sjálfir með verðuppbætur að gera? — Já, þeim uppbótum sem ríkisstjórnin ákveður, deila síð- an samtökin. Og hafa þær að lang-mestu leyti farið til byggðanna í Norður- Noregi, til að jafna aðstöðuna. — Sem sagt, þama er ekkert á huldu um verðmætið sem fæst fyrir aflann? — Það er rakið alveg frá fyrstu til síðustu stundar, segir Hannibal. Við munum nú fá öll gögn þessu viðvíkjandi, ein- mitt um skipulagið og þá laga- legu aðstöðu, sem Norðmenn hafa í þessum málum gegnum Norges Fiskerlag. Það eru lög, sem almennt ganga undir nafn- inu Fiskerens Grundlov, og eru lög um þessa aðstöðu fiski- mannasamtakanna. — Að síðustu báðu þeir fé- lagar, Hannibal og Eðvarð, fyr- ir beztu kveðjur til Fiski- mannafélags Færeyja og allra, sem með gestrisni, fróðleik og skemmtan, gerðu þeim Fær- eyjaför eftirminnilega — að öllu góðu. St. 8) — NÝI TlMINN — Fimmtudagur 14. desember 1961 » Allsherjarþingið felldi Hllðgu um aðild Kina N.Y. — Allsherjarþingið felldi til lögu frá SovéiríkjuEium um að Formósustjórnin yrði látin víkja úr samtökunum, en kín- verska alþýðustjórnin tekin í stað hennar. Atkvæði íéllu þannig að 37 ríki greiddu tillögunni atkvæði, en 48 gegn henni. 19 ríki sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Það voru Bandaríkin og tryggustu fylgiríki þeirra sem greiddu at- kvæði gegn tillögunni, en Asíu- ríkin flest voru með henni, þ.á. m. Indland, Pakistan og Burma. Bretar greiddu tillögunni einnig atkvæði, einnig Svíþjóð, Dan- mörk og Noregur, en ísland mun hafa setið hjá eða greitt atkvæði á móti. Áður hafði verið samþykkt (með 61 gegn 34) tillaga þess efnis að þar sem hér væri um svo mikilvægt mál að ræða, þyrftu tveir þriðju greiddra at- kvæða að vera með tillögunni til þess að hún öðlaðist gildi. Sovétríkin höfðu lagzt gegn þeirri tillögu. Fulltrúi Sovétríkjanna, Valerí- an Sorin, sagði eftir atkvæða- greiðsluna að hún sýndi að þeim ríkjum fjölgaði stöðugt sem styddu aðild Kína að SÞ og myndi þetta mál verða ráðið til lykta á næsta allsherjarþingi. Bandaríska blaðið New York Times kemst að sömu niðurstöðu í forustugrein í dag. Það segir að þótt syona hafi farið að þessu sinni, verði menn að gera sér ljóst að það býði aðeins gálga- frest, málið verði tekið upp aft- ur á næsta allsherjarþingi og ekki þýði að loka augunum fyr- ir því að aðild Kína aukist stöð- ugt fylgi.

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.