Nýi tíminn - 14.12.1961, Qupperneq 12
Ýl TIMINN
Fimmtudagur 14. desember 1961 — 9. tölublað
Hér sést bvernig kranarair Iyfta þakplötunum á bílinn milli
boganna og mannshöndin fellir þá í sitt rétta gróp. Hæðiri
undir bogarjáfur, er lö'/a mctri, enda eru notaðir við verkið
stærstu bílkranar landsins.
• Ódýrasta híisið
Miðað við önnur sambæri-
leg hús verður þetta eitt al-
ódýrasta hús landsins, kostn-
aðurinn innan við 200 krónur
á hvern rúmmetra. Má þakka
þetta ýmsum nýjungum, sem
nýttar eru við framkvæmd
verksins. Sérstaklega má
nefna það, að mótauppsláttur
í>jééaré§æfa að pnp í ffnahaasbndaL
Islenzkir atvinnuvegir eiga glœsilega
tramflS sé landinu skynsamlega stjórnaS
® Sósíalistaflokkurinn lýsir afdráttarlausri andstöou við þátttöku ís-
lands í Efnahagsbandalaginu, og telur þjóðina hafa öll skilyrði til að tryggja
stöðugar framfarir á grundvelli íslenzkia atvinnuvega ef rétt er á haldið.
• Þessi sjónarmið eru sett fram í ályktun nýafstaðins flokksstjórnar-
fúndar um afstöðu flokksins til Efnahagsbandalags Evrópu og um uppbygg-
ingu íslenzkra atvinnuvega. Ályktunin er svohljóðandi:
Ný geigvænleg hætta steðjar
nú að íslenzku sjálfstæði. Á
þessu ári hafa forystumenn ís-
lenzku ríkisstjórnarinar tekið
upp áróður fyrir því, að ísland
gangi í Efnahagsbandalag
Evrópu. Þátttaka Islands í því
bandalagi mundi þó leiða til
þess, að þjóðin glataði sjálf-
stjórnarrétti sínum í mikilvæg-
tim atriðum.
Sjálfsforræði væri úr
sögunni
Þannig mundi íslenzka þjóðin,
eftir inngöngu í Efnahagsbanda-
lagið, ekki ráða lengur stefnunni
í efnahagsmálum sínum. Islenzk
stjórnarvöld réðu þá ekki lengur
yíir viðskiptamálum þjóðarinnar,
og erlent peningavald fengi
sama rétt til atvinnureksturs í
landinu og landsmenn sjálfir.
Eftir þátttöku Islands í Efna-
hagsbandalaginu yrði ekki um
neina íslenzka fiskveiðilandhelgi
að ræða, þar sem allar þjóðir
Efnahagsbandalagsins hefðu
sama rétt til fiskveiða við land-
ið og íslendingar sjálfir.
Sósíalistaflokkurinn lýsir yfir
afdráttarlausri andstöðu sinni
gegn þátttöku Islands í Efna-
hagsbandalagi Evrópu. Flokkur-'
in skorar á alla Islendinga að
gera-sér grein fyrir þeim hætt-,
um, sem sjálfstæði þjóðarinnar
mundu staía af þátttöku í banda-
laginu.
Snúumst gegn voðanum
Flokkurinn beinir áskorun
sinni til sjómanna og útgerðar-
manna og allra, sem við sjávar- j
útveg vinna, að standa vörð um
það, að fiskveiðilandhelgin verði
ekki eyðilögð og að íslenzkur
sjávarútvegur lendi ekki í greip-
um erlendra auðfélaga með þátt-
töku íslands í Efnahagsbanda-
Iaginu.
Flokkurinn skorar á bændur
landsins' að snúast til varnar
þeim voða, sem íslenzkum land-
búnaði mundi stafa af óhindruðu
erlendu peningavaldi og því, að
erlendir aðilar fengju í sínar
hendur úrslitavald um stefnu í
landbúnaðarmálum Islendinga.
Flokkurinn beinir athygli iðn-
aðarmanna að því, að þátttaka
Islands í Efnahagsbandalagi Ev-
rópu mundi svipta grundvellin-
um undan flestum greinum ís-
lenzks iðnaðar og fljótlega leiða
til þess, að einu iðnrekendurnir
í landinu yrðu nokkri'r erlendir
auðhringar með stóriðjufyrirtæki
sín.
Flokkurinn skorar á mennta-
menn landsins að snúast gegn
þeirri hættu, sem íslenzkri menn-
ingu stafar af vaxandi áhrifum
erlendra aðila á málefni lands-!
„Undanþágur^ aðeins
gálgafrestur
Sósíalistaflokkurinn varar ein-
dregið við hinum hættulega á-
róðri, sem haldið er uppi fyrir
þátttöku íslands í Efnahags-
bandalagi Evrópu. Flokkurinn
varar við þeirri hugsun, að Is-
land gerist þátttakandi með
„vissum undanþágum", eða sem
„aukaaðili". Slíkar undanþágur
yrðu aðeins fyrsta skrefið, en
það næsta yrði fullkomin inn-
limun í hið erlenda valdakerfi.
Jafnhliða áróðrinum fyrir inn-
göngu Islands í Efnahagsbanda-
lag Evrópu hafa forystumenn
ríkisstjórnarinnar og efnahags-
ráðunautar hennar reynt með
ýmsu móti að grafa undan trú
þjóðarinnar á atvinnuvegum
lanc’oins og íslenzkum atvinnu-
rek-stri. Þannig hefur verið klif-
að á því, að þjóðin þurfi nýja
og traustari atvinnuvegi, erlent
fjármagn og þátttöku útlendinga
atvinnurekstri í landinu.
Sjávarútvegurinn er af þessum
aðilum talinn ótraustur atvinnu-
vegur, sem ekki dugi íslending-
um til frambúðar, og landbúnað-
ur og íslenzkur iðnaður eru lítils
metnir. Heimalilbúnir, -erfiðleik-
ar sjávarútvegsins, sem m.a. or-
sakast af okurvöxtum, háum út-
flutningssköttum, miklum milli-
liðagróða, stjórnleysi og rangri
stefnu í afurðasölu eru notaðir
til þess að veikja trú þjóðarinn-
ar á undirstöðuatvinnuvegi lands-
ins, og til þess að ryðja braut-
ina fyrir erlent fjármagn inn í
landið.
Framhald á 5. siðu.
Á þessari mynd sést greinilega hve stórt húsið er, en hún er tekin úr nýrri viðbyggingu
Áburðarverksmiðjunnar. 3 bogar eru þegar reistir í þakið, en alls verða þeir 17. (Ljósm. Þjóðv.)
Uppi í Gufunesi er nú ver-
ið að reisa eitt stærsta stein-
steypuhús landsins op jafn-
framt hið ódýrasta, en það er
nýtt áburðargeymsluhús.
Húsið er tæpir 3000 m2 og
35000 m3. Það er 90 metra
langt og 31 metri á breidd.
Þakið er börið uppi af stein-
steyptum bogum, sem eru tví-
skiptir og settir saman í
rj'áfri, með stálbolta. Hvor
bogahelmingur er 18 metra
langur og 11 tonn á þyngd.
Undir bogaendunum eru 5
metra háir lóðréttir veggir,
steyptir. en hæð upp í boga-
rjáfur, er 15V2 metri. Milli
boga er raðað 33 stevptum
plöfum, sem eru samtals um
50 tonn á bvngd, en allt verð-
ur þakið 1200 tonn. Húsið er
al't einn geimur og verða þar
engar borðastoðir, brátt fyr-
ir hina gífurlegu þyngd þaks-
ins.
Til stendur að auka véla-
kost Áburðarverksmiðjunnar,
svo hæ.gt sé að auka korna-
stærð áburðarins. Þegar því
er lokið, verður áburðinum
blásið út í hið nýja geymslu-
hús og verður hann geymdur
þar laus.
er með nýjum hætti, notuð
svonefnd Breiðfjörðsmót, sem
Agnar Breiðfjörð hefur fund-
ið upp. Þau eru stáluppistöð-
ur með sérstökum tengingum,
sem mótatimbrinu er raðað í
og þarf þá hvorki nagla né
mótavír. Við smíði hússins
hefur verið horfið frá gömlu
vinnupallaaðferðinni, en
ste.ypunni er lyft uppyfir
mótin í þar til gerðri tunnu,
sem opnuð er í botninn og
Framhald á 4. síðu.
rennur steypan þá niður í
mótin.
Samkvæmt upplýsinguin
Birgis Frímannssonar verk-
fræðings, sem hefur yfirum-
sjón með framkvæmdum þar
efra ásamt Jóni Bergssyni
bæjarverkfræðingi Hafnfirð-
inga. eru Breiðfjörðsmótin
einhver merkasta nýjung í
byggingariðnaði hérlendis.
Þau endast von úr viti og
vegna þess að naglar eru £••
þarfir. er mun betri nýting
í timbrinu, auk þess sem
vinnuhraði er mun meiri,
heldur en með gömlu aðferð-
inni.
Við smiðina eru notaðir
tveir stærstu bilkranar lands-
ins, sá stærri er með 70
feta bómn ns ]5 feta fram-
lengingu. Hann getur lyft 25
tonnum.
• Mikill hraði
Byrjað var á verkinu í
ágúst sl. og er nú þegar lokið
við 80% þess. Áætlað er að
verkinu Ijúki uppúr áramót-
um.
Bogarnir eru steyptir á
staðnúm og þrátt fyrir frost
og fár hefur ekkert lát verið
á þeim framkvæmdum. Þeir
eru steyptir í grunni hússins,
breitt yfir þá segl og hertir
við gufu.
Framkvæmdirnar eru á
vegum Verks hf., sem er nýtt
verktakafélag, stofnað af
tveim ungum verkfræðingum,
þeim Birgi Frímannssyni og
Kjartani Blöndal.
Útreikninga og teikningar
gerðu þeir Stefán Ólafsson og
Gunnar Guðmundsson verk-
fræðingar.
Verkstjóri er Hinrik Guð-
mundsson.