Nýi tíminn - 14.12.1961, Blaðsíða 9

Nýi tíminn - 14.12.1961, Blaðsíða 9
«) — ÓSKASTUNDIN ★ ★ ★ ★ \ Myndasaga yngstu barnanna i ★ ★ ★ ★ ¥-¥•¥-¥• Það var yndislegur vormorgunn, og Gústi greifingi fór í gönguför um skóginn. Allstaðar voru litlir dýraungar að leika sér. Smámýs og agnarlitlar kanínur léku sér í sólskininu, í hreiðr- Unum kvökuðu fuglarnir og tveir kátir íkorna- krakkar klifruðu upp og niður tré. — Þetta er alveg dásamlegt, hugsaði greifinginn með sér. Hon- um þótti svo vænt um lítil börn. Þegar hann kom heim, festi hann skilti á útidyrahurðina sína. Hvað er nú þetta? sagði Matti Héri, hérna stendur: Fegdrðarsam- keppni fyrir börn. Gústi greifingi sagði honum að hann hefði hugsað sér að veita fallegasta barn- inu í skóginum verðlaun. — Ég ætla að biðja íkornamömmu að baka eina af ístertunum sín- um góðu, og svo á Uglan að vera dómari, hún er svo vitur. Einhver sem stóð á gægjum bak við tré, andvarpaði, sleikti út um og muldraði fyrir munni sér; Æ, bara að ég ætti nú krakka, mér þykir svo góðar ístertur. — Röddin var grunsam- lega lík Rebba gamla. Svo rann upp dagur- inn, sem keppnin átti að fara fram. Það var mik- ið um að vera í eldhús- inu hjá frú Kanínu. Aumingja Pétur kanína grét hástöfum, af því það fór sápa í augun á hon- um, en kanínumamma þurrkaði honum í fram- an með handklæði, og sagði að nú yrði hann að vera stór strákur. Ef þið hagið ykkur vel vinnið þið áreiðanlega verðlaun- in, sagði hún og horfði hreykin á kanínubörnin sín fimm. Langt, langt inni í skóginum var frú Dádýr að enda við að sleikja litla kálfinn sinn svo hann var tandurhreinn og gljáandi. — Vertu stilltur og prúður, litli dádýrskálfurinn minn, sagði hún. Hún horfði á hann með aðdáun og hvíslaði: Þú ert falleg- asta barn, sem ég hef séð. Gullna skipið Framhald af 3. síðu. kné við fætur hennar og spurði: Hvert vilt þú að við förum, göfuga prins- essa? Út á mitt úthafið. Þar er eyja, og á henni vaxa runnar, sem eru hlaðn- ir rauðum berjum, og fuglamir syngja þar all- an sólarhringinn. Toivo lyfti sveifinni og þrýsti með fætinum á hina sveifina. Gullna skipið hófst á loft og þaut yf- ir láð og lög. Brátt lækkaði það flug- ið og lenti á miðri eyj- unni. Toivo stökk niður á jörðina og hljóp til að leita að rauðu berjun- um. (Fratnhald). RITSTJÓRI: UNNUR EIRÍKSDÓTTIR — ÚTG.: Stúlkan frá Snjólandinu Eftir Sidonie M. Gruenberg Fyrir langalöngu bjuggu í Rússlandi bændahjón, sem hétu Ivan og María. Þau unnu hvort öðru mikið og þau áttu marga góða vini meðal nágrann- anna, en það var eitt sem skyggði á hamingju þeirra. Þau áttu ekkert litla snjótelpu, af Því við gluggann og horfðu á börnin nágrannanna leika sér fyrir utan. Vetrardag nokkurn stóðu þau við gluggann á litla húsinu sínu og horfðu á börnin sem voru að leika sér i snjónum. Þau veltust þarna, köstuðu . hvort í annað snjóboltum, og sum voru að búa til snjó- karla. Þá sneri Ivan sér allt í einu að konu sinni og sagði: Sjáðu hvað bömin skemmta sér vel við að búa til snjókarla. Eigum við ekki að koma út og búa til einn að gamni okkar. María svaraði: Ég hef verið að velta þvi fyrir mér, hvort við ættum ekki heldur að búa til litla snjótelpu, af því við eigum nú engin börn. Það er ágæt hugmynd, sagði Ivan, og síðan tóku þau að velta snjóboltum og móta úr þeim stúlku- líkan. Þau hafði svo lengi dreymt um að eiga litla telpu að þau lögðu alla ástúð sína í þessa snjó- ÞJÓÐVILJINN mynd. Ivan bjó til dó- litlar hendur og fætur, og María mótaði undur fal- legt barnshöfuð, augu, nef, munn og hár úr snjó. Síðan festu þau höfuðið varlega ofan á snjólík- anið og horfðu með að- dáun á fallegu snjótelp- una sína. Ekkert höfðu þau augum litið svo fag- urt, og aldrei höfðu þau óskað eins heitt að eiga dóttur. Snjóstúlka litla, talaðu við mig, sagði Ivan. Já, talaðu, leiktu, Framhald á 2. síðu. 4) — ÓSKASTUND ★ ★ ★ ★ ¥■¥■¥■¥■ Myndasaga yngstu barnanna ¥•¥■¥■¥• ★ ★ ★ ★ 1) Herra Fasan varð að halda sig utanhúss, á meðan konan hans þvoði og greiddi börnunum þeirra sjö. — Þið eruð yndisleg, sagði hún. Eng- inn í öllum skóginum á svona falleg börn, það er áreiðanlegt. 2) Einhver sást á sundi úti á vatninu. Það var Oturinn, með son sinn á bakinu. — Haltu þér fast, og vertu prúður og góður drengur sagði Oturinn. Þá færðu áreiðanlega verðlaunin, það máttu vera viss um. Ég veit að þú ert langfallegasta barnið. 3) Enheima ábóndabæn- um var Kisa, og hún hafði ekki hugmynd um hvað var um að vera. Þessvegna kvaddi hún litla kettlinginn sinn LITLA KISA OG REBBI GAMLI 3) eins og venjulega, og fór að kaupa í matinn. Um leið og hún var farin læddist Rebbi gamli inn til Litlu-Kisu. — Þykja þér góðar rjómakara- mellur? spurði hann og tók upp lítinn bréfpoka. — Mjá, mjá, það þykir mér sannarlega, sagði Litla-Kisa og eftir dálitla stund hafði Rebba gamla tekizt að lokka hana með sér inn í skóginn. 4) Og nú hófst samkeppn- in. Nákvæmiega klukkan ellefu settíst Uglan í dómarasætið, lét á sig gleraugun og leit yfir dýrin og fuglana sem stóðu fyrir framan hana. Uglan hafði íkorna- mömmu sér til hægri handar og Gústa greif- ingja á vinstri hönd. Stóra ístertan stóð fyrir framan þau svo allir gætu dáðst að henni; Þegar allt var tilbúið leiddu hinir stoltu for- eldrar börnin sín fram. 4) Fimmtudagur 16. desember 1961 —' 7. árgangur — 43. tölublað — RITSTJÓRI UNNUR EIRÍKSDÓTTIR — ÚTG.: ÞJÓÐVILJINN RJUPAN Einu sinni boðaði Mar- ia mey alla fuglana á sinn fund. Þegar þeir komu þangað, skipaði hún þeim ,að vaða bál. Fuglarnir vissu að hún var himnadrottning og mikils megnandi. Þeii þorðu því ekki annað en hlýða boði hennar og' banni, og stukku þegar út í eldinn og gegnum hann, nema rjúpan. En er þeir komu í gegnum eldinn, voru fæturnir á þeim öllum fiðurlausir og sviðnir inn að skinni, og svo hafa þeir verið síð- an, allt til þefesa dags, og hlutu þeir það af því að vaða bálið fvrir Maríu. En ekki fór betur fyrir rjúpunni, sem var sú eina fuglategund, sem þrjózkaðist við að vaða eldinn, því Maria reidd- ist henni og lagði það á hana, að hún skyldi verða allra fugla mein- lausust og varnarlausust, en undir eins svo ofsótt, að hún ætti sér ávallt óttavonir nema á hvíta- sunnu, og skyldi fálkinn, sem fyrir öndverðu átti að hafa verið bróðir henn- ar, æfinlega að ofsækja hana og drepa og lifa ai holdi hennar. En þó lagði María mey rjúpunni þá likn, að hún skyldi mega skipta litum og verða al- hvít á vetrum en mógrá á sumrum svo fálkinn gæti þá frekar deilt hana frá snjónum á veturna og frá lyngmóunum á sumrum. Þetta hefur ekki úr skorðum skeikað né heldur hitt, að fálkinn ofsæki hana, drepi og éti, og kennir hann þess ekki, fyrr en hann kemur acf hjartanu í rjúpunni, aS hún er systir hans, enda setur þá að honum sva mikla sorg í hvert sinn, er hann hefur drepið rjúpu og étið hana til hjartans, að hann vælir ámáttlega lengi á eftir. (Úr ísl. þjóðsögum.)! Vísan hans Nonna Kraftalítill enn þá er ég, unnið get ég varla neitt; pabbi minn er alltaf úti, oft ég sé hún mamma’ er þreytt; ég er enn þá ósköp stuttur eins og kútur — rengla mjór; einhvern tíma, ef ég lifi, ætla ég samt að verða stór. i Sig. Júl. Jóhannesson. Fimmtudagur 14. desember 1961 — NÝI TÍMlNN —$£

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.