Nýi tíminn - 14.12.1961, Blaðsíða 5

Nýi tíminn - 14.12.1961, Blaðsíða 5
Togarar með rafeindaheila - Sjálfvirkar veiðar hinar sjálfvirku vélar hana inn og' losa fiskinn úr. En rafeindaheilinn reiknar strax út hvort það svarar kostnaði að kasta aftur á sama stað, og vélarnar hlýða niðurstqð- um hans. & & Líkan af sjálfvirka 5000 lesta togaranum sem unnið er að í Sovétríkjunum. Undraskip framtíðarinnar Fiskimálastjóri Sovétríkj- anna Av. A. Júdintséff skrif- ar grein í Fiskaren, norska fiskveiðablaðið- 8. nóv. s.l., þar sem hann iýsir þróun iiskveiðanna í Sovétríkjunum og framtiðarverkefnum. Hann segir, að fiskifloti Sovétrikj- anna hafi á síðustu árum fengið mörg fullkomin verk- smiðjuskip. Á næstunni segir hann að koma muni fram nýjar teg- undir fiskiskipa, þar á meðal sjálfvirkir togarar. Þá upplýsir hann að unnið sé að slíkum togara við Hafrannsókna- stofnunina í Leníngrad. Þetta er verksmiðjutogari 5000 lest- ir. Á skipi af þessari stærð segir hann að nú starfi ekki minna en 100 manns, en á hinum nýja togara er gert ráð fyrir að skipshöfnin nái ekki 20 manns, en það verða allt þjálfaðir íagmenn. Allri skipsstjórn, ásamt fiskileit og veiðum verður stjórnað frá rafpindaheila skipsins. Þegar lagt verður í veiðiferð á slíku skipi, til- kynnir skipstjórinn rafeinda- heilanum á hvaða mið skuli halda og síðan tekur vélin á móti upplýsingum um vind- hraða, strauma, hugsanlega afdrift og útreiknaða stefnu. Þessar upplýsingar k.oma frá tækjum sem standa í sam- bandi við rafeindaheilann. Að fengnum þessum upplýs- ingum, þá fara ýmsar hinna sjálfvirku véla skipsins í gang og togarinn lætur úr höfn og tekur strax rétta stefnu. Av. A. Júdintséff segir: — Vanaleg veiðiferð byrjar þannið að menn leita uppi fiskitorfurnar í djúpinu, í þessu tilfelli, þ.e.a.s. á tog- ara með rafeindaheila, ganga tilkynningamar frá tækjunum sem leita uppi fiskinn beint til rafeindaheilans, sem reikn- ar strax út í hvaða átt og með hve miklum hraða fiski- torfan fer. Síðan ákveður reikniheilinn á hvaða hátt sé haganlegast að taka torfuna, og samkvæmt því sendir hann fyrirskipun sína til hinnar sjálfvirku stýrisvélar sem á andartaki breytir stefnu eftir þörf. Á hinu rétta andartaki rennur svp varpan sjálfvirkt fyrir borð, en um leið skipta .aflvélar skipsins yfir á heppi- legasta toghraða. Á vörpunni eru nokkur ör- smá, sjálfvirk tæki sem senda strax upplýsingar þegar varp- an nálgast fiskitorfuna. Þessi tæki segja nákvæmlega hvern- ig fiskitorfan hagar sér og hve djúpt hún er. Þegar þess- ar upplýsingar koma til raf- eindaheilans, þá reiknar hann strax hve langir vírar skuli notaðir til bess að varp- an hremmi fiskitorfuna þar sem hún er þéttust. Vitneskja berst stöðugt frá vörpunni um hvernig veiðin gengur, og þegar varpan fyliist þá draga* Vinnsla aflans Þá segir fiskimálastjórinn að við vinnslu á aflanum þurfi í þessu tilfe’li mjög litla líkamlega vinnu. Sjálf- virkar vélar taka að sér flokkun, slægingu, þvo.tt og vinnslu. Þetta gildir lika jafnt um pökkun og fr.vst- Framhaid á 11. síðu. EfnaftagsbaMdagf Framhald af 12. síðu. Margfalda má út- flirtnmgsverðmætið Sósíalistaflokkurinn varar við þessum háskalega áróðri. Flokk- urinn bendir á þá staðreynd, að íslendingar hafa sérstöðu meðal allra Evrópuþjóða um að geta verið stórframleiðendur á sviði matvæla úr sjávarafurðum. Flokkurinn vill ítreka þá skoð- un sína, að íslendingar geti auð- veldlega tvöfaldað . til þrefaldað. heildarverðmæti útfluttra sjáv- arafurða árlega, án þess þó að auka að nokkru ráði heildarafla- magnið. Möguleikar þjóðarinnar á þessu sviði liggja í því að skipuleggja og byggja upp í landinu sjálfu fiskiðnað og mat- vælagerð úr fiskafurðum. Stefna þarf að því að hætta út- flutningi á lítt unnum og ó- unnum sjávarafla, en fullvinna þess í stað vöruna í íslenzkum vinnslustöðvum. Framkvæmdaáætlun, markaðsöflun Sósíalistafloldiurinn Igggur til að gerð verði skipuleg áætlun um uppbyggingu íslenzkra at- vinnuvega. 1 sjávarútvegi verði fyrst og fremst byggt á fúll- vinnslu aflans. f landbúnaði verði byggt á því, að fullnægja sí- vaxandi innanlandsþörfum, en einnig á útflutningi fullunninna landbúnaðarafurða. í iðnaði verði jöfnum höndum byggt á smáiðn- aði til innanlandsþarfa og stór- iðnaði til útflutnings á vegum fslendinga sjálfra. Jafnframt vill flokkurinn vekja athygli á því, að víðtæk markaðsöflun fyrir fullunnar ís- lenzkar afurðir er eitt af' mikil- vægustu verkefnum þjóðarinnar, og að brýna nauðsyn ber til að fullnægjandi ráðstafanir séu gerðar til að tryggja örugga sölu framleiðsluvara fslendinga á mörkuðum í sem flestum lönd- um. Efla þarf vísindi og- fækni Flokkurinn telur, að uppbygg- ing atvinnulíf-sins og stóraukinn iðnaðar í landinu þurfi að byggj- ast á traustri tæknimenntun og v’ísindalegum rannsóknum og af þeim ástæðum þurfi að stórauka .menntun og bæta starfsskilyrði á þessum sviðum. Flokkurinn leggur á.herzlu á það grundvallaratriði, að upp- bygging íslenzkra atvinnuvega verði á vegum íslendinga sjálfra og erlent fjármagn, sem fengið' er til uppbyggingarinnar, sé tek- ið að láni án allra pólitískra skuldbindinga. Skstter og tcllar Framhald af 1. síðu. þingi í gær, er afgreiddur var á tveim fundum í neðri deild „bandormur“ ríkisstjórnarinnar, jUm bráðabirgðabreytingu og? framlengingu nokkurra laga. Talsmenn Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins, Lúðvik Jósepsson og Gísli Guðmundsson. lýstu yfir andstöðu flokka sinna við framlengingu 8.8% „bráða- birðasöluskattsins", og Lúðvík lýsti yfir andstöðu við frum- Framh. á 4. síðu. varpið í heild. Stjórnarflokkarnir felldu með 18 atkv. gegn 13 atkv. stjórnar- andstæðinga að fella niður frum- varpsliðina um framlengingu viðbótarsöluskattsins og á nýjum fundi í nd. var frumvarpið af- greitt úr deildinni með 20:5 atkv., 10 geiddu ekki atkv. Það fer aftur til efrideildar vegna smábreytingar í neðrideild. A AÐ FELLA ÞÝZKA SAMNINGINN Alþýðubandalagið og Framsókn leggja til að landhelgissamningurinn við Vestur-Þýzkaland verði ekki staðfestur FuIItrúar stjórnarandstöðuflokk- anna í utanríkismálanefnd, Finn- bogi R. Valdimarsson, Hermann Jónasson og Þórarinn Þórarins- son, leggja til í sameiginlegu nefndaráliti að þingsályktunartil- lagan um staðfesting á landhelg- issamningnum við VesturÞýzka- land verði felld. Málið var tekið fyrir á fundi sameinaðs þings í gær og flutti framsögumaður meirihlutans, Gísli Jónsson, framsögu og lýsti velþóknun stjórnarflokkanna á þessum nýja undanhaldssamningi um íslenzka landhelgi. Var um- ræðu frestað og málið tekið aí dagskrá þegar eftir ræðu Gísla. Minnihluti utanríkismálanefnd- ar, Finnbogi, Hermann og Þórar- inn, gera þessa grein fyrir afstöðu sinni í nefndaráliti: „íslendingar færðu út fiskveiði- landhelgi með reglugerð 1. sept. 1958. Sama daginn hættu togarar allra erlendra þjóða fiskveiðum innan hinnar nýju landhelgislínu — nema togarar Hreta. Landhelgin var því í verki viðurkennd þegar af öllum þjóð- um nema Bretum. Þjóðverjar voru meðal þeirra, sem viður- kenndu landhelgina í fram- kvæmd, og það ber sannarlega að þakka. Það hefur oft verið sýnt og sannað með rökum, að Bretum var það ófært til lengdar einum þjóða að fiska undir herskipa- vernd í íslenzkri landhelgi, sem allar aðrar þjóðir höfðu óbeint viðurkennt. Sigur var því unn- inn í landhelgismálinu, þegar nú- verandi ríkisstjórn þvert ofan í gefin loforð færði inn landhelg-! ina u.m þriggja ára skeið og valdi í samráði við Breta veiðisvæði, sem hún afhenti þeim til afnota. Það er mál út af fyrir sig. að margir óttast, að veiðiréttirrdi Breta verði framlengd, ef núver- andi ríkisstjórn verður við völd, þegar þriggja ára fresturinn er útrunninn. En það er þó atriði, sem þjóðin getur komið í ”eg fyrir í kosningum ef hún vill. Það, sem er hættulegast í samningnum við Breta, er það, að með honum afsala Islendingar sér um aldur og ævi frekari út- færslu landhelginnar nema hafa samráð um þá útfærslu við Breta — og þeim hefur tekizt að binda okkur þeim böndum, að þeir geta, ef þeir óska, skotið hinnit fvrirhuguðu útfærslu undir Haag- dómstólinn. Hér er því um að ræða þýðingarmikið afsal á réttind- um, sem jafngilda því. að kvöð sé lögð á réttindi okkar yfir landinu. Það hefur verið föst meginregla í allri okkar sjálf- stæðisbaráttu að semja aldrei af okkur rétt, afsala honum aldrei sjálfir með samningi. Frá þess- ari meginreglu. er vikið í samn- in.gnum við Breta, ,og markar það tímamót. Við undirritaðir vorum af þeim ástæðum, er nú hafa verið greindar, andstæðir samningnum við Breta. Þrátt fyrir það, þótt Vestur-Þjóðverjar hafi komið drengilega fram í landhelglsmáli okkar, erum ”ið því mótfallnir, að sams konar samningur verði við þá gerður og samningurinn við Breta. Því fleiri þjóðum sem við afsölum sjálfsákvörðunarrétti okkar um útfærslu landhelginn- ar, því verra. Það er nóg komið. Þess vegna álítum við, að fella beri þingsályktunartillöguna.“ Fimmtudagur 14. desember 1961 — NÝI TÍMINN — (3>

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.