Nýi tíminn - 30.05.1963, Blaðsíða 1

Nýi tíminn - 30.05.1963, Blaðsíða 1
NÝÍ ÍÍMÍNN Fimmtudagur 30. maí 1963 — 22. árgangur — 13. tölublað. ! Vinirnir hittast í dag í dag kl. 5 býður Emil Jónsson, félagsmálaráðherra, fulltrúum á aðalfundi Vinnu- veitendasaanbands íslands í ráðherrabústaðinn í Tjarnar- götu og tekur þar án efa við heillaóskum frá atvinnurek endum yfir viðgangi viðreisn- arinnar þcim í hag. Emil Jónsson treystir sér hinsvegar ekki til þess að umgangast fulltrúa verka- lýðsins og braut þá hefð síð- astliðið haust að bjóða full- trúum af þingi A.S.Í. og sýna þeim sjálfsagða kurteisi eins og undanfarandi félags-n málaráðherrar hafa gert MáJ af litlu marka hugarfar nú-1 tima krataforingja til verka-k lýðsins. Hver sína? þekkir ekki vinil ! TRÚNADARSKÝRSLA UM AFLEIDINGAR HERNÁMSSTEFNUNNAR ÞETTA HEFDIGETAD GERZT 24. OKTÓBER í FYRRAHAUST Brœðslu- \ síldarverð J œtti að | stórhœkka I Morgunblaðið reynir i ^ gser að afsaka þá ætlun k ríkisstjómarinnar að knýja 1 fram lækkun bræðslusíld- k arverðsins í sumar með ® gerðardómi. og fullyrðir að h engin slík „tillaga" hafi i komið fram. Hvað sá orð- ■ hengilsháttur á að þýða J skal ósagt látið. en ekki I breytir sú fullyrðing stað- ? reyndum málsins og þær I eru ekkert leyndarmál með- k al útvegsmanna og annarra B hlutaðeigandi. Morgunblað k ið segir einnig tvær aðrar I upplýsingar Þjóðviljans k rangar, en rangfærir orð ^ Þjóðviljans til að fá það k út! Morgunblaðið treystir 1 sér þó ekki til að neita k þeirri staðreynd að lýsis- ™ verð hefur hækkað ört h undanfarið og þvf fáránlegt J að bera einmitt nú fram ■ kröfu um lækkun bræðslu- J síldarverðsins, öll sann- girni mælir með því að það B hækki verulega. - Sá stórfelldi háski sem dr. Ágúst Valfells lýsir í trúnaðar- skýrslu sinni um afleiðingar her- námsstefnunnar er ekki fjarlæg- ur heldur ákaflega nálægur. Það má m.a. marka af því að í skýrsl- unni er reiknað nákvæmlega út hvað gerzt hefði ef kjarnorku- sprenging hefði orðið á Keflavík- urflugvelli 24. október 1962 og sérstaklega hvernig helrykið hefði lagzt yfir landið. Hvers vegna 24. óktób'er 1962? Vegna þess að þann dag hófu Bandarikin ofbeldi sitt við Kúbu, umkringdu eyjuna með herskip-' um sínum og bjuggu sig undir, vopnaða innrás. Það var mat æðsta manns Almannavama að þetta ofbeldi Bandaríkjanna gœti bitnað á okkur vegna þess að hér eru bandarískar h'erstöðvar. Þann- ig getur háskinn vofað yfir okk- ur vegna atburða á fjarlægustu stöðum á hn'ettinum og vegna of- beldis „verndara“ okkar. ir Sjómcnn svara Málflutningur Morgun- blaðsins ber það hins veg- ^ ar með sér. að einmitt I vegna þess að Þjóðviljinn J varaði við fyrirætlun B stjómarinnar um lækkun J bræðslusíldarverðsins virð- fl ist stjómin nú smeyk við w framhaldið vegna nálægð- fl ar kosninganna og reynir k sjálfsagt að fresta úrskurði gerðardómsins fram yfir k kosningar. Þjóðviljinn hefur flutt k staðreyndir einar um þetta ® mál. Og sjómenn munu m ekki taka því þegjandi eða J með þakklæti að fá annan ■ gerðardóm nú í sumar til J að rýra síldveiðikjörin. Þeir ■ geta látið ríkisstjómina og J flokka hennar fá svar sitt fl 9. júní, á máli sem skilst, i5 máli kjörseðilsins. Verði I það svar nógu eindregið k mun ríkisstjórnin og einka- I braskararnir ekki þora að k láta gerðardóminn fram- ^ fylgja þessari nýju árás á k sjómannakjörin. Ástæða er til að vekja atlhygli á þessari staðreynd vegna þess að hemámsblöðin reyna nú að lýsa hinum raunsæju niðurstöð- um Ágústs Valfells og annarra sérfræðinga sem einhverjum fjarlægum og óraunverul. bolla- leggingum. Hafa skrif þernáms- blaðanna og ejnkanlega Alþýðu- blaðsins, verið svo lágkúruleg og viðurstyggileg að hliðstæður yrði naumast fundnar í nokkru nálægu landi. Þannig segir mál- gagn utanríkisráðherra í gær: Kort það scm Ágúst Valfells Iét gera og sýnir hvernig helryk hefði dreifzt um landið 24. október í fyrra. Kortið er byggt á vindmælingum sem Veðurstofan var látin gera fyrir öll loftlög upp i 60.000 feta hæð með 5.000 feta millibilii kl. 12 á hádegi — þcgar yfirmcnn Almannavarna óttuðust að Banda ríkin myndu hrinda af stað heimsstyrjöld með árás á Kúbu. „Og hver er svo tilgangurinn með þessum þjóðhættulega áróðri og þessum staðlausu fullyrðing- um? Svarið við þeirri spurningu Iiggur sannarlega í augum uppi: Kommúnistar vilja gefa í skyn, að Rússar kunni hæglega að gera út af við islenzku þjóðina, ef Framhald á 11 síðu. Lagaprófessor beitir fölsunum Aðalfundur Sjálfsbjargar Fimmti aðalfundur Sjálfsbjarg- ar, landssambands fatlaðra, verð- ur settur í Skátaheimilinu í Rvík í dag klukkan 1.30. Fundinn sitja um 40 fulltrúar frá 10 félags- deildum. 1 dag verða fluttar skýrslur stjómar, framkvæmdastjórasam- bandsfélaga og fleira. Ólafur Jóhannesson prófessor á í vök að verjast á framboðs- fundunum í Norðurlandskjör- dæmi vestra. Heift hans birtist m.a. í því að á Sauðárkróks- fundinum, sem var útvarpað, notaði hann tækifærið í síðustu ræðu sinni — eftir að Ragnar Arnalds hafði lokið ræðutíma sínum — til þess að bera sið- lausar falsanir í trausti þess að Ragnar átti þess ekki kost að svara. Prófessorinn tók upp föls- un sem kom í Tímanum 16. maí sl. en þar var því haldið fram að í ályktun síðasta þings Sósí- alistaflokksins um „Leið Islands til sósíalismans" væri sagt að andstöðuflokkar alþýðunnar á þingi muni njóta fullra lýðrétt- inda „meðan Sósíalistaflokkurinn vill viðhalda frelsi þeirra"! Eins og Þjóðviljinn skýrði frá næsta dag var fölsunin framkvæmd með því að búa til eina setn- ingu úr tveimur hliðstæðum, og voru þá aðgreindar með kommu. I fyrri setningunni Framhald á 11 síðu. Á að fresta Milwoodmálinu fram yfir kosningar? í gær barst Þ'jóðviljanum eftirfarandi fréttatilkynning frá skrifstofu Hæstaréttar: „Eftir athugun á sakargögn- um í sambandi við kæru á úr- skurði sakadóms Reykjavíkur um hald á togaranum Milwood frá Aberdeen, hefur Hæstirétt- ur í dag ákveðið, að frekari málsgögn skuli lögð fyrir dóm- inn og kærumálið síðan flutt munnlega fyrir Hæstarétti sam- kvæmt ákvæðum 2. mgr. 31. gr. laga nr 57/1962.“ Þjóðviljinn sneri sér til Hákons Guðmundssonar hæstaréttarritara og spurðist fyrir um það, hvenær mál- ið yrði væntanlega tekið fyr- ir. Svaraði hann því til, að ómögulegt væri að segja neitt ákveðið um það. Und- irbúningur undir munnleg- an málflutning tæki alltaf nokkra daga. Þessi ákvörðun Hæsta- réttar um munnlegan mál- flutning mun því væntan- Framhald á 11 síðu. Togliatti rœðir við K. S. Karol Hvers vegna ítalskir kommúnistar sigruSu og hvaS af þvi leiSir Viðtal sem franski blaðamaðurinn K. S. Karol hcfur átt við Palmiro Togliatti, Ieiðtoga ítalskra kommún- ista, um hinn miikla kosningasigur þeirra, orsakir hans og afleiðingar, hefur vakið mikla athygli, en Togliatti telur þcnnan sigur upphaf nýrrar sóknar verkalýðsins i Vestur-Evrópu. Viðtalið birtist í heild á 10. síðu blaðsins í dag.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.