Nýi tíminn - 30.05.1963, Page 5

Nýi tíminn - 30.05.1963, Page 5
Fimmtudagur 30. mai 19<63 NÝI TiMINN Viðtal við höfund tökuritsins, René Havard Engir indíánar verða í kvikntyndinni um „villta| vestrið" sem tekin verður á íslandi nú í sumar Frá því hefur verið skýrt í blöðum, að tvö kvikmynda- félög, annað franskt en hitt danskt, hafi í hyggju að gera kvikmynd á íslandi í sumar — en hún er að því leyti sérstæð, að hún er sögð dæmigerð „villta vesturs mynd” og sú fyrsta slík sem tekin verður í Evrópu. Fréttaritari norska Dagbladets, Arne Hestenes, sem ver- ið hefur á kvikmyndahátíðinni í Cannes, hitti þar höf- und tökuritsins, franska rithöfundinn og leikhúsmann- inn Réne Havard að máli og birti viðtal þeirra í blaði sínu. Blaðamaðurinn byrjar á þvi að kynna Havard og segir hann einn af fjölhæfari listamönn- um Frakklands í dag. Hann vakti fyrst á sér athygli utan Frakklands þegar kvikmyndin „Leigubíll til Tobrúk“ fór sig- urgöngu viða um heim, en Havard var höfundur bókarinn- ar sem hún var samin eftir og gerði sjálfur tökurit kvikmynd- arinnar. Aðalhiutverkið í þeirri mynd lék Charles Aznavour, hinn vinsæli franski söngvari og lagasmiður, sem nú er orð- inn einn hæstlaunaði leikari í frönskum kvikmyndum, en Aznavour hefur einmitt verið ráðin til að leika aðalihlutverkið í kvikmyndinni sem á að taka á íslandi. Það eitt ætti að tryggja henni veruiegar vin- sældir. a.m.k. í Frakklandi. Hefur leikið í fjölda kvikmynda Havard hefur einnig leikið í fjölda kvikmynda, átta ame- rískum en 42 frönskum og leik- ið m.a. á móti Femandel og Jean Gabin. Innan skamms kemur enn ein kvikmynd hans á markaðinn, „Gigo“. en i henni leikur Gene Kelly aðal- hlutverkið. En hann hefur einnig leikið mikið á leiksviði. í um sextíu leikritum. Ncfna má að hann hafði þannig á hendi aðalhlut- verkið í leikriti Tennessee Williams „Rose Tattoo“ á Thé- atre Grammont í París 1953. Þá var hann nýlega einnig einn aðalleikarinn í umtöluðu leik- riti Robert Hosseins „Six hommes en question", sem höf- undurinn setti sjálfur á svið. Havard hefur einnig samið tökurit að mörgum kvikmynd- um og hefur nýlega lokið við tökurit kvikmyndar fyrir fransk-amerískt félag. „Átta fordæmdir reiðmenn“ Af þessu má sjá að hann hef- ur mörg jám í eldinum, en ekkert verkefni er honum sem stendur hugstæðara, segir blaðamaðurinn, en tökuritið að kvikmjmd þeirri sem á að taka á Islandi og myndi heita eitt- hvað í líkingu við „Átta for- dæmdir reiðmenn". Myndin er gerð af franska félaginu Oriol og því danska Nordisk Tone- film í sameiningu og verður leikstjóri Daninn Gaþriel Ael. sem annars hefur verið með annan fótinn í Frakklandi undanfarin ár. Það er einkenni- legt við þessa mynd segir blaðamaðurinn að hún verður dæmigerð „western" og fyrsta kvikmyndin af slíku tagi sem tekin er í Evrópu. Málgagn brezkra sósíaldemókrata: Viírmnarstefnan svartasta afturhald Per Jaeobsson, hinn sænski forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins í Washington. lézt nýlega í London, þar sem hann var staddur í embættiserindum. Flest blöð á vesturlöndum hafa birt um hann eftirmæli og bor- ið á hann mikið lof fyrir hæfi- leika og dúgnað í starfi. en hann tók við framkvæmda- stjórn Gjaldeyrissjóðsins árið 1956 og lét síðan mjög að sér kveða í hjnum alþjóðl. fjár- málum auðyaldsheimsins, og mega íslendingar minnast þess. að það var að hans forsögn sem viðreisnarflokkamir tví- felldu gengi íslenzkrar krónu. Ekki ber þó öllum eftirmæla- höfundunum saman um að starf Jacobssons og fyrirmæli ; Gjaldeyrissjóðsins hafi verið j heillarík fyrir þá sem þeim j hlýddu. Einn þeirra sem er i annarar skoðunar er John Free- | mann, ritstj. vikublaðs brezkra sósíaldemókrata. „The New Statesman“. I pistlinum „London Diary” sem hann ritar undir dulnefn- inu „Flavus” segir hann svo m.a. um starf Jacobssons: „Hann endurlífgaði sjóðinn. sem var nær hættur að gefa frá sér nokkurt lífsmark, og gerði úr honum voldugt og virkt tæki í þágu hins svartasta afturhalds í efnahagsmálum. Hann neyddi skuldugar þjóðir til að lækka gengið, skera niður kaupið og félagsþjónustu, opna allar gáttir fyrir erlendri fram- leiðslu og „koma á jafnvægi”. Forsetar Argentínu og Chile guldu þess — og Menderes, forsætisráðherra Tyrklands, einnig, en á enn hryllilegri hátt. En síðarmeir fór Jacobsson að verða ljós hættan af verðhjöðn- un ef til vill vegna þess að hann hryllti við afleiðingum hinna sorglega misheppnuðu sjónarmiða sinna”. Foringja íslenzkra sósíalderr okrata hryllir hins vegar ek' við því að hlýta forsögn „hir svartasta afturhalds í efnahag' málum”, Þar kann þó að kom; að ,,þá hryilti við aflejðingun um“. I Charles Aznavour Blaðamaðurinn er meira en lítið hissa á því að nokkrum skuli koma til hugar að taka slíka kvikmynd á Islandi: Hvernig myndi nautgripaþjófn- aður, sériffi í skinnvesti og annað tilheyrandi slíkum myndum koma heim við ís- lenzkt landslag? spyr hann for- viða. — Eins og „Leigubíll til To- brúk“ verður þessi kvikmynd saga af sönnum karlmönnum. undansláttarlaus og mögnuð án nokkurrar hliðsjónar af því sem þezt gengur i fóik. I þess- ari kvikmynd um reiðmennina átta er enginn bær og heldur ekki neinir indíánar. Þessir átta menn eru ósvikin karlmenni, sem ekki láta sér neitt fyrir brjósti brenna. Hver þeirra er sjálfum sér nógur og það er að- eins glæpurinn sem tengir þá saman. Myndin gerist á gull- leitartímunum í Ameriku. I henni er sterkur söguþráður og hún veröur spennandi eins og sakamálamynd. Og ekki má greyma þvi að í henni verður engin kona. Kvikmyndin verð ur tekin upp á ensku, en text- ar á öðrum málum talaðir inn á hana siðar. Ég leitast ævinlega við að hafa hinn dramatíska söguþráð í tókuritum mínum sem ijós- | astan. I „Leigubíll til Tobrúk“ reyndi ég að sýna fram á fá- nýti stríðsins með lýsingum á mönnum, sem hver um sig eru á sína vísu góðir drengir. Eitt- hvað svipað vakir fyrir mér í þessum nýja harmleik, þar sem eina baksviðið verður hir lenzka náttúra, sagði Havarc SÍÐA g | Tvær eiginkonur á fjórum dögum Ungur maðui, Andres ‘ Mour- ray, hefur verið handtekinn f Lima í Perú, sakaður um tví- kvæni. Hann hafði alllengi verið trúlofaðnr stúlku í Lima, en átti erindi í Ayacucho. 700 km frá höfuðborginni, varð þar svo ástíanginn af annarri að hann gekk að eiga hana á stundinni, snéri síðan heim til sín eftir að hafa notið hveiti- brauðsdaganna og efndi hjú- skaparheit sitt við unnustu sína. Ör mannfjölgun íbúum jarðarinnar hefur fjölgað um 22 prósent á síðustu 10 árum, og var talin vera um 3,6 milljarðar á miðju ári 1961. Þessar upplýsingar eru að finna í hagskýrsl1'-'"bók Sameinuðu þjóðanna, s> gefin var út í New York í unnudag. Samkvæmt skýrsium þessum er Evrópa langþéttbýlasta álf- an, en að meðaltali búa 23 menn á hverjum ferkílómetra iarðarinnar. Ástralía er strjál- býlasta álfan með aðeins t.vo í- búa á hvem fcrkilómetra. Bandaríska tímaritið „US News and World Report": Hver mistökin hafa rekiÖ önrnir geimframkvæmdum Bandaríkianna í fyrirsögn í nýlegu hefti (15. apríl) af bandaríska tímaritinu US News and world Report er varpað’ fram þeirri apurningu játandi og rekur hverng hver mistökin úr í kapphlaupinu til tunglsins?” — og svarar tímaritið þeirri spurnngu játandi og rekur hvernig hver mistökin hafi orðið af öðrum í geimrannsóknum og framkvæmd- um Bandaríkjanna. Greinin er skrifuð áður en Gordon Cooper vann það afrek að fara 22 umferðir um jörðu og komast til jarðar aftur heilu og höldnu, þótt hinn sjálfvirki lendingarútbúnaður geimfars hans bilaði, en það breytir þó engu um niðurstöður hennar. Greinin hefst á því að bent er á að Sovétríkin hafi fyrir skömmu skotið á loft stærsta tuglfari sínu fram að þessu. Lúnik IV, og hafi það afrek orðið til þess að menn hafi tekið að virða fyrir sér hvern- ig Bandaríkjamenn standi sig í kapphlaupinu til tunglsins. Og niðurstaðan er að eftir „þrjú algerlega misheppnuð tunglskot á síðasta ári, séu Bandaríkin langt á eftir í hvers konar tunglrannsóknum". En þetta á einnig við um mannaðar geimferðir, enda þótt Bandaríkjamenn leggi nú höf- uðáherzlu á þær og verji tii þeirra óhemjulegu fé. ★ Fyrst er þess getið að geim- ferð Gordons Coopers hafi orð- ið að fresta um fjóra mánuði. vegna þess að engin varaeld- flaug var til þegar í ljós komu gallar á Atlas-flauginni sem bera átti geimfar hans á loft. ★ Undirbúningur að hinni svonefndu Gemini-tilraun, þeg- ar tveir geimfarar verða sendir á loft samtímis, hefur einnig gengið mjög illa og er nú fyr- irsjáanlegt að fresta verður henni í allt að einu ári og jafn- vel lengur. Ætlunin hafði verið að hún yrði gerð fyrir lok þessa árs, en nú er jafnvel talið hæp- ið, að það geti orðið á næsta ári. ★ Af þessum seinagangi hefur svo aftur leitt að Apollo-til- raunin til að senda menn til tunglsins mun heldur ekki standast áætlun. Fyrirhugað hafði verið að gera hana árið 1967, en nú er talið að ekkert verði úr henni fyrr en árið 1969 eða jafnvel enn síðar. Fjárveiting hefur áttfaldazt Þessar tilraunir eru allar á vegum bandarísku geimferða- stofnunarinnar NASA og það hefur ekki verið fyrir fjárskort sem undirbúningur þeirra hef- ur gengið svo illa. Fjárveiting- ar til geimrannsókna NASA hafa átjánfaldazt frá 1958 og stofnunin fer að þessu sinni fram á 5.7 milljarða dollara fjárveitingu. Óvíst er hvort þingið fæst til að verða við þeirri beðni eftir frammistöðu stofnunarinnar og vegna þeirra mörgu augljósu og róndýru mistaka sem orðið hafa í hin- um ýmsu greinum bandarískra geimrannsókna og eldflauga- smíði. Hver mistökin af öðrum Tímaritið nefnir nokkur þess- ara kostnaðarsömu mistaka. Bandaríkjamenn hafa unnið mörg og mikil afrek í geimvísindum, en margt hcfur þei mlíka mistekizt, eins og t.d. öll þrjú tungl- skotin á síðasta ári. Það er þess vegna að þeir eru taldir hafa dregizt aftur úr í kapphlaupinu til tunglsins. ☆ ☆ ☆ Ráðstefna Alþýðusambands Norðurlands um kaupgjalds- mál, haldin á Akureyri 20. og 21. apríl 1963, lýsir hcyggð sinni yfir hinum sviplegu sjó- slysum,- sem urðu fyrr í þess- um mánuði. Ráðstefnan leggur ríka á- crzlu á það við félögin, að au. hvert á sínum stað, semji m bað við ó* *— —^enn smá- rí.ía <' '■ ’ lestum) og opinna .fi'. slysatrygg- ing sjómanna verði ákveðin á sama hátt og um er samið fyrir sjómenn á stærri bátum, svo að allir þeir, er sjóinn sækja, verði jafnt tryggðir. Einnig verði samið við sömu útvegsmenn um framlag til sjúkrasjóða félaganna, 1% af hásetakauptryggingu, eins og er í samningum fyrir stærri báta, þannig að allir sjómenn geti notið þeirra réttinda,- er sjóð- imir veita í veikindatilfellum. Þar er fyrst nefnd Rover-eld- flaugin sem á að verða kjarn- orkuknúin. Undirbúningur að smíði hennar hefur þegar kost- að 400 milljónir dollara, en hann hefur allur farið í handa- skolum, svo að verkinu hefur seinkað um a.m.k. tvö ár. Ætl- unin hafði verið að Rover-eld- flaugin færi 'eft árið 1965. Þá er næ nefnd Centaur- aldflaugin, sem er vetniseld- flaug af nýrri gerð. Fyrstu til- rauninni með hana varð að fresta í sextán mánuði og þá mistókst hún algerlega. 450 milljónum dollara hefur verið varið til hennar. Fjarskiptatunglin Relay og Syncom hafa einnig reynzt illa og valdið vonbrigðum. öðru máli gegnir um Telstar. Fjárveitingavaldið vill gjarn- hvernig það mátti vera að meira en 400 milljónum doll- ara var varið til njósnatungls- ins Midas, áður en í ljós kom, að það var með öllu gagnslaust. Ein þeirra eldflauga sem Bandaríkjamenn tengdu hvað mestar vonir við var Nova- eldflaugin. Nú hefur af ein- hverjum ástæðum verið hætt við smíði hennar. a.m.k. i bili. Ein aðalforsenda bess að Bandaríkjamenn geti komið mönnum tii tunglsins er að beim takist að smfða sér nýian eldflaugarhreyfil og nefnist hann F-l. Komið hafa i ljós brálátir gallar á eldhóifi hreyf- ilsins og þar sem enginn annar hreyfili gæti komið í hans stað. eru horfur á að fresta verði tunglferðum fram á næsta ératug, ef ekki tekizt að laga þessa galla fljótlega.

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.