Nýi tíminn - 30.05.1963, Blaðsíða 7

Nýi tíminn - 30.05.1963, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 30. maí 1963 SlÐA 7 starfsemi verkalýöshreyfing- arinnar, svo sem verkalýðs- skóla, byggingu orlofs- ogfé- lagsheimila, hvíldarheimila húsmaeðra, reksturs Iista- og bókasafna og annarra stofn- ana, sem verkalýðsihreyfing- in vill koma á fót til auk- innar menningar. Ríkið að- stoði bæjarfélög við bygg- ingu leikskóla og dagheim- ila. 12. Tryggð verði yfirráð verka- lýðshreyfingarinnar yfir at- vinnuleysistry ggin garsj óði, sem er réttmæt eign verka- lýðsfélaganna. 13. Unnið verði, í nánu sam- starfi við verkalýðssamtök- in, að aukinni framleiðslu með stórbættu skipulagi á stjórn fyrirtækja, aukinni tækni, betri hagnýtingu véla, basttrrm aðbúnaði og auð- veldari aðstöðu verkafólks til vinnunnar, enda njóti vinn- andi fólk eðlilegs hluta af auknum afrakstri vegna virfnuhagræðingar í hækk- uðu kaupi og styttum vinnu- tíma. 14. Lagður verði grundvöllur að stofnun verkalýðsbanka, sem fær sé um að beita f jár- magni sínu til bess að bæta lífskjör alþýðu, m.a. með vaxtalágum lánum til langs tíma, til húsnæðismála o.fl. 15. Jafnhliða því sem ríkisvald- ið með samstarfi við verka- lýðssamtökin vinni að því að forðast vinnudeilur og tryggja vinnufrið, hafi rikið jafnan þá reglu að semja við verkalýðsfélögin í tæka tíð fyrir öll fyrirtæki sín. Ríkið láti fyrirtæki sín ekki aðstoða einkaatvinnurekend- ur í vinnudeilum með þátt- töku í þeim. Fyrirtæki rik- isins séu ekki meðlimir í samtökum atvinnurekenda. Húsnceðismál Gerbreytt verði um stefnu 1 húsnæðis- og húsbyggingar- málum. þannig að íbúðahúsa- byggingar og leiga íbúðarhús- riæðis lendi ekki í braski, eins og nú á sér stað, heldur séu byggingar fbúða miðaðar við þarfir almennings og gróða- sjónarmið milliliða útilokuð. a) Ríki, bæjarfélög og bygg- ingarsamtök almennings geri sameiginlegt og samræmt á- tak til að lækka byggingar- kostnaðinn og útrýma hús- næðisskortinum á sem skemmstum tíma, t.d. næstu 4 árum. b) Unnið sé að þvi að gera mönnum kleift að fá sóma- samlegar fbúðir til umráða fýrir 15% af venjulegum mánaðarlaunum. e) Óhæfu íbúðarhúsnæði við sjó og f sveitum verði út- rýmt með samstilltu átaki þjóðarinnar á sem skemmst- um tíma. d) Hækkuð séu framlög og lán til verkamannabústaða og vextir af þeim lækkaðir í 2- 3%. Verkalýðssamtökin fái meirihluta i stjóm Bygging- arsjóðs verkamanna. e) Félagsleg byggingarstarfsemi verði efld og þannig gert fært að annast meginþátt í- búðabygginga í landinu með því að efla stórlega Bygg- ingarsjóð ríkisins og Bygg- ingarsjóð verkamanna með árlegum tekjustofnum, svo sem ríflegu ríkisframlagi og eðlilegum hluta af sparifjár- mynduninni í landinu o.fl. f) Nú þegar verði gerðar ráð- stafanir til þess. að húsnæð- ismálastjóm geti lánað 3/4 af kostnaðarverði íbúða, sem falla undir útlánsreglur hennar og ekki fá önnur föst lán, og að því stefnt, að slík lán geti sem fyrst numið allt að 90% " bygg- ingarkostnaðar. Lánstími í- búðalána verði lengdur i allt að 75 ár. g) Vextir af lánum til íbúða- bygginga verði hvergi hærri en 4%. h) Gerðar verði sérstakar ráð- stafanir til að lækka vaxta- greiðslur af íbúðalánum, sem veitt hafa verið á tima- bili „viðreisnarstjómar" og vaxtaokurs. i) Yfirráð bæjar- og sveitar- félaga yfir lóðum séu tryggð og mönnum gert kleift að fá lóðir til að byggja á. Skattamól Horfið sé algjörlega frá þeirri stefnu i skattamálum, sem „viðreisnarstjómin" hefur fylgt og beinzt hefur að því að hækka sífellt óbeina neyzluskatta og tolla á nauðsynjavörur og al- menna nefskatta. Lögð sé áherzla á ef tirf arandi: a) Söluskattar og tollar á brýnum nauðsynjavörum verði af teknir en stórum lækkaðir á öðrum. Komið með framlög ykkar í kosningasjóð la—listans b) Útsvarsálagningu 'á þurftar- laun verði hætt. c) Nefskattar, svo sem iðgjöld til almannatrygginga og sjúkrasamlaga verði af- numdir. d) Komið verði á virku og raun- hæfu skattaeftirliti. e) Mikilvægir þættir innflutn- ingsverzlunarinnar séu ^ fengnir í hendur ríkinu. f) Réttlátri skattlagningu verði beitt gagnvart gróðamyndun auðfyrirtækja og milliliða. g) Hækkaðir verði skattar á ó- hófseyðslu og hátekjum. b) Spamaðar og ráðdeildar verði gætt í rekstri rikisins. Hvar verður atkvæðið þyngst? Tryggingamál Lög um almannatryggingar verði endurskoðuð vegna ým- issa augljósra ágalla, sem á þeim eru. Sérstaka áherzlu ber að leggja á eftirtalin atriði: a) Nefskattar tryggingalaganna verði afnumdir og tryggð framkvæmd skipulagðrar heilsuvemdar og aðstoðar við öryrkja. b) Dánar- og örorkubætur sjó- manna vegna slysa, svo og annarra sem stunda áhættu- sama atvinnu, verði hækk- aðar til mikilla muna. c) Stefnt sé að því. sem á að vera höfuðmarkmið trygg- inga, að öryrkjar. gamal- menni og böm, sem ekki njóta fyrirvinnu beggja for- eldra, fái lífeyri, sem nægt getur fyrir nauðsynjum þeirra. d) Dagpeningar sjúkratrygginga verði greiddir öllum. sem leggja verða niður störf vegria veikinda, og skulu bá ólaunuð húsmóðurstörf eigi greidd með lægri bótum en gert er fyrir Iaunaða vinnu. Sama gildi um námsfólk, sem komið er yfir 16 ára aldur. e) Sjúkradagpeningar verði greiddir konum í 3 mánuði vegna hverrar bamsfæðing- ar, og unnið að þvi að tryggja konum. við hvaða störf sem er. 3ja mánaða fæðingarorlof. f) Allar bætur almannatrygg- inganna verði verðtryggðar, þannig að þær hækki sjálf- krafa í samræmi við aukna dýrtfð. Menningarmál ginn er sá stjórnmálaflokkur í kosningabaráttu þessa sumars, sem þykist viss að tapa: Alþýðu- flokkurinn. Engin önnur skýring er nærtsekari á því tiltæki flokksins að þurrka nánas't út sjálf- stæða tilveru sína, áherzluleysinu á framtíð Al- þýðuflokksins sem sjálfstæðs flokks, algerum inn- limunartón Alþýðuflokksforingjanna gagnvarf í- haldinu, Sjálfstæðisflokknum. Sjálfir leggja þeir Alþýðuflokksforingjarnir mikið upp úr því að stjórnarsamvinna Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins á nýloknu kjörtímabili hafi verið með einstæðum hætfi. Sjálfir leggja þeir, leiðtogar Al- þýðuflokksins, á það megináherzlu að kosningam- ar í sumar snúist um það, hvort báðir núverandi stjórnarflokkar eigi að fara með völd áfram í landinu næstu fjögur ár, aðra framtíðarsýn og aðra fegurri framfíðarsýn telja leiðtogar Alþýðu- flokksins sér ekki fært að gefa alþýðufólki sem fylgt hefur flokknum. Unnið verði markvisst að al- hliða eílingu íslenzkrar þjóð- menningar og kostað kapps um að gera hana í reynd að sam- eign allrar þjóðarinnar. Við menntun æskufólks og uppbyggingu skólakerfis verði frá barnaskólum til há- skóla lögð sérstök rækt við þrjú meginatriði: 1. Sögu þjóðarinar, tungu og bókmenntir. 2. Tækni og verkmenntun. 3. Raunvfsindi. Séð verði fyrir sæmandi skólahúsnæði um land allt. og hæfir kennarar tryggðir til starfa með aukinni kennara- menntun. stórbættum launa- kjörum kennara og bættri kennsluaðstöðu. Stuðningur ríkisins við vís- indi og listir verði stórum aukinn, m.a. með eftirfarandi: 1. Vísindarannsóknir verði ef ld- ar og nauðsynlegt fé veitt til að stórbæta aðstöðu rann- sóknastofnana. 2. Tryggt verði með löggjöf. að opinberar byggingar verði skreyttar listaverk- um. 3. Reist verði bygging yfir Listasafn íslands, þar sem almenningur eigi aðgang að þeim listaverkum, sem þjóð- in á. 4. Heiðurslaun og starfsstyrkir til vísinda- og listamanna verði stórum auknir. 5. Hækkaðar verði fjárveiting- ar til námsstyrkja og náms- lána. 6. Stórbætt verði aðstaðaæsku- fólks til margvíslegra tóm- stundaiðkana, sem hafa upp- eldis- og menningargildi. 7. Komið verði upp starf- fræðslustofnun. sem geri á- ætlanir um þörf þjóðfé- lagsins fyrir sérmenntað fólk og veiti upplýsingar og fyr- irgreiðslu um nám og at- vinnu að því loknu. KOSNINGASKRIFSTOFUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS V estur landsk jör- dæmi Rosningaskrifstofan er að félagsheimilinn RETN Á AKRANESI. opið frá kl. 2 til 11 — SÍMI 630. Reykjaneskjördæmi Kosningaskrifstofan er i ÞINGHÓL. KÓPAVOGl. opið frá 4—10. SÍMI 36746. Kosningaskrifstofan f HAFN- ARFIRÐI er I GÖÐTEMPL- ARAHÚSINU nppi. sfmi 50273 Norðurlandskjör- dæmi vestra Kosningaskrifstofa sllti URGÖTU 10. SIGLUFIRÐl. opið frá kl. 10 til 7. — StMl 194. Norðurlandskjör- dæmi eystra Kosningaskrifstofan á AK UREYRI ER AÐ STRAND- GOTU 7. opið allan daginn. - SÍMI 2965. Austurlandskjör dæmi Kosningaskrifstofan í NES- KAUPSTAÐ ER AÐ M3D- STRÆTI 22. opið allan dag- inn. Suðurlandskjör- dæmi Á SELFOSSI er kosninga- skrifstofan að AUSTURVEGI 10. — SÍMI 253. Kosnlngaskrifst i VEST- MANNAEYJUM ER AÐ BÁRUGÖTU 9 (Hólshúsi), opið frá kl 5 til 7 og 8 til 10. — SÍMI 570. Vestfjarða- kjördæmi Kosningaskrifstofa er í GÓÐTMPLARAHÚSINU Á ÍSAFIRÐI og er opin alla daga. — SÍMI 52«. Jjetta er samvinna flokka sem ekki á sér fordæmi í stjórnmálasögu á fslandi frá því núverandi flokkar hófust og núverandi flokkaskipun í aðal- drátfum. Flokkarnir eru beinlínis að renna sam- an, verða að einum. í þessum kosningum hlýtur það að verða nánast formsatriði hvort kjósandi greiðir Sjálfstæðisflokknum eða Alþýðuflokknum atkvæði. Hvorn veginn sem afkvæðið fer, er kjós- andinn að kjósa yfir sig íhaldss’tjórn, stjórn sem miðar stjórnarathafnir sínar við hagsmuni auð- valds og arðránslýðs, stjórn sem ræðst gegn verkalýðssamfökunum með misbeitingu Alþingis og ríkisstjórnar, stjóm sem lætur sfela hverri kauphækkun af alþýðu með tile’fnislausum geng- islækkunum, ríkissfjórn sem skipuleggur óðadýr- tíð handa bröskurunum að græða á og leggur jafn- framt launafólk í linnulausa vinnuþrælkun ef það vill hafa sæmilegar tekjur, stjórn sem liggur hundflöt fyrir erlendri ásælni. Báðir 'flokkarn- ir ha’fa lýs’t ýfir að þeir æfla að fylgja sömu stjórnarstefnu og hingað til, svo landsmenn vita hvað þeir eiga í vændum, ef þessi þokkalega flokkasamsteypa fer áfram með völd eftir Alþing- iskosningamar 9. júní. Jþess vegna eru raunar aðeins þrír möguleikar í kosningunum. Kjósandinn gefur valið Fram- sókn, með öllu og móti öllu, með hernámi og móti því, með Efnahagsbandalagi og móti því, með verkalýðshreyfingunni og móti henni, svo fram- arlega sem hann vill henda atkvæði sínu í þá hverfikvörn áróðurs og valdastreitu sem sfjórn Framsóknarflokksins snýr nú hvað ákafast og enginn veit hvar stöðvast. Og hann getur kosið lisfa Alþýðubandalagsins og Þjóðvarnarflokksins, og stuðlað með því að einbeitingu rót+ækustu og þjóðræknustu afla þjóðfélagsins til að breyta um stjómarstefnu á íslandi. Ekki mun fært með öðr- um hætti fremur að knýja á aðra flokka eða hlufa þeirra til þess að taka upp samvinnu um alþýðu- stefnu og íslenzkan máls’tað. — s.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.