Nýi tíminn - 30.05.1963, Blaðsíða 10

Nýi tíminn - 30.05.1963, Blaðsíða 10
1# síða------—-------------NÝI TlMINN -------— Fimmtudagur 30. maí 1963 Sigur Kommúnistafíokks Ítalíu og afleiðingar hans fyrir verkalýðshreyfingu Vestur-Evrópu ■ Hinn víðkunni franski blaðamaður K. S. Karol hefur átt viðtal við Palmiro Togliatti, leiðtoga ítalskra kommúnista, um hinn mikla sigur þeirra í síðustu þingkosningum, orsakir hans og afleiðingar. Viðtalið birtist í „The New Statesman“ og „L’Express“, en er hér þýtt úr málgagni Togliattis, ,,l’Unitá“. Milli fyrirsagnir og feitletranir eru Þjóðviljans. " Flokkur yðar vann mikinn sigur í þingkosning- unum 28. apríl, enda þótt flestir erlendir fréttaskýr- endur hefðu haldið því fram, að stjórnarflokkarnir myndu hagnast á hinni öru efnahagsþróun á Italíu síð- ustu árin — hinu margum- rædda ítalska efnahagsundri. Hvernig skýrið þér þessi ó- væntu kosningaútslit? — Þessi úrslit komu aðeins þeim á óvart, sem ekki höfðu krufið til mergjar hið raun- verulega þjóðfélagsástand á Italíu og ekki kynnzt hvað ít- ölskum almenningi býr í brjósti. Ör þróun A ítalíu á sér nú stað ör þróun sem er að gerbreyta efnahags- og félagskerfi lands- ins. En þessi þróun verður tví- þætt, vegna þess að hún fer fram i þjóðfélagi, sem auð- hringavaldið og íhaldsöfl drottna yfir. Á annan bóginn búa nú hundruð þúsunda kvenna og karla við nýjar að- stæður og eru ekki lengur háð þeim tengslum og höftum sem bundu þau áður við gamalt skipulag og þau taka nú að hugsa ráð sitt að nýju. 1 þessu fólki vaknar þrá eftir betra lífi og réttlátara þjóðfélagi. . Leið þess liggur þannig til vinstri. Á hinn bóginn hefur efnahagsþróunin einmitt magn- að vandamálin, misskiptinguna, andstæðumar, hið augljósa ranglæti, sem kemur þyngst niður á verkalýðnum. Hin gömlu þjóðfélagsform eiga ekki lengur við þetta nýja ástand. Það verður þannig til voldug- ur aflvaki til endumýjunar á þessum þjóðfélagsformum. Þessi aflvaki á rætur sínar í verka- lýðnum, í öllum þorra bænda, miðstéttunum í borgunum, menntamönnum, þeim verka- mönnum sem neyðast til að flýja átthagana í atvinnuleit. í- búum suðurhéraðanna og eyj- anna. Þessi þróun stefnir jöfn- um höndum að umbótum og byltingu. Hún er umbótakennd af því að hún felur í sér á- kveðnar kröfur, lýðræðislegar að eðli og félagslegar að inni- haldi; hún er byltingarkennd af því að hún rekst á andstöðu ráðandi stéttar, sem er ramm- íhaldssöm. Þessi þróun leiðir þannig af sér kröfu um að nýrri stétt verði falin forráð fyrir landinu. Hinn mikli sigur flokks okk- ar er augljós afleiðing af þessu ástandi. Flokkur okkar hefur það markmið að koma á þjóð- félagi sósfalismans, en við höf- um gengið fyrir fólkið með þá stefnuskrá að við ætlum að ryðja því þjóðfélagi braut með því að fullnægja kröfum þess um aukið lýðræði og þær fé- lagslegu umbætur sem velferð verkalýðsins er komin undir í dag og eru einnig forsenda þess að hann taki stjóm þjóð- félagsins í sfnar hendur. Stjórnmálakreppa Sigur okkar getur talizt upp- haf harðrar stjómmálakreppu sem á vafalaust eftir að verða afdrifarík. — Þér hafið nýlega lýst yfir að flokkur yðar sé fús til þátttöku í nýrri meiri- hlutastjórn. Hvaða skil- yrði mynduð þér setja fyrir stuðningi við slíka stjórn? Að hvaða Ieyti eru kröfur yðar frábrugðnar þeim kröfum sem Pietro Nenni hefur sett fram fyrir hönd sósíalistanna? — Til þess að við veitum ríkisstjóm beinan stuðning (greiðum henni atkvæði) eða ó- beinan (sitjum hjá) munum við krefjast fyrst og fremst, að hún fylgi friðarstefnu. Sú stefna gæti, eins og nú horfir, verið fólgin í því, að hafnað sé kjamorkuvígbúnaði á Italíu, að fallizt sé á hugmyndina um stórt kjamavopnalaust svæði í Evrópu og á tillöguna um griðasáttmála milli Atlanzhafs- bandalagsins og Varsjárbanda- lagsins. Hér væri einnig um að ræða kröfu um viðurkenn- ingu á Alþýðu-Kína og Þýzka alþýðulýðveldinu. Hvað viðvíkur stefnunni í innanlandsmálum og félagsleg- um umbótum eru kröfur okkar og sósialista að mörgu leyti þær sömu. Sósíalistar krefjast þess t.d. eins og við að þau á- kvæði stjómarskrárinnar séu loks framkvæmd sem gera ráð fyrir sjálfstjóm einstakra hér- aða. Þeir krefjast eins og við að stjómin láti semja og fram- kvæmi lýðræðislega efnahagsá- ætlun, að gerðar séu ráðstafan- ir til að leysa hin miklu vanda- mál sem skólamir eiga við að stríða, húsnæðismálin, vandann sem stafar af mannflóttanum úr sveitunum; þeir vilja eins og við að bætt séu lífskjör verkamanna og heilsufar þjóð- arinnar og þar fram eftir göt- unum. A mörgum þessum svið- um stendur Italía skör lægra en samboðið er siðmenntuðu þjóðfélagi. Félagar okkar, sós- íalistamir, féllust fyrir kosn- ingamar á áætlun um ráðstaf- anir í landbúnaðarmálum, sem við höfnuðum, vegna þess að í henni var ekki gert ráð fyrir lausn alvarlegasta vandamáls- ins, afnámi leiguliðaþrælkunar- innar sem öllu máli skiptir. En nú hafa öll bændasamtökin hafnað þessari áætlun og sós- íalistamir lýsa líka yfir stuðn- ingi stnum við stefnuskrá þess- ara samtaka, sem við styðjum heils hugar. Þegar allt kemur til alls miða kröfur okkar og sósíalista um efnahags- og félagsumbætur í sömu átt og eru oft samhljóða. En auk þess er það á allra vit- orði að í sjálfu forystuliði vinstrimanna í kaþólska flokknum gætir svipaðra við- horfa. Ef sigrazt verður á hin- um andkommúnistísku fordóm- um, en það er einmitt megin- hugsunin að baki tilboði okk- ar um aðild að ríkisstjóm, leiddi það af sér myndun öfl- ugrar fylkingar sem hlynnt væri djúptækri endumýjun alls þjóðlífsins og opna myndi leiðir til að tryggja fram- kvæmd þeirrar endumýjunar. En því miður virðist sem nú- verandi ráðamenn Kristilegra demókrata stefni í gagnstæða átt. Þeir gera sér tálvonir um, að þeir geti fundið leið út úr ógöngunum með íhaldsþrjózku og ofsafengnum andkommún- isma. Það er verst fyrir þá sjálfa. Þegar öllu verður á botninn hvolft munum við verða þeir sem högnumst á því sem hinir ætlast nú fyrir. Sókn verklýðsins — Teljið þér að áhrifa af sigri ykkar muni einnig gæta í öðrum löndum? Og hvert ætti að vera hlutskipti kommúnistaflokka á vestur- löndum, í rikisstjórn eða utan? — Ég er þeirrar skoðunar að kosningasigur okkar hafi mikla alþjóðlega þýðingu sem liður í nýrri sókn vcrkalýðsins og allra Iýðræðisafla í lðndum Vestur-Evrópu. Það eru miklar blikur á lofti i þessum löndum og jafnvel geigvænlegar hættur á ferð- inni. Lýðræðisstjórnarfari þeirra er ógnað bæði vegna þess að ódulbúnar afturhalds- stjómir sitja sem fastast að völdum (eins og á Spáni og í Portúgal) og hins að stjómar- far valdboðsins færist annars staðar í aukana svo að lýðræð- ið er smám saman takmarkað og fótum troðið. Á alþjóðavett- vangi er stefnt að því að gera öll lönd Vestur-Evrópu að skotmörkum í ragnarökum kjamorkustríðs. Þjóðir þessara landa eiga þannig bæði á hættu að glata sjálfstæði sínu og lýð- ræðisréttindum og verða svipt- ar þeim áhrifum sem þær hafa haft á alþjóðastjómmál. Á vettvangi kjarabaráttunnar hafa hinar miklu vinnudeilur að undanfömu sýnt mjög glögglega hln harðnandi átök stéttanna. Ég tel það vera verkalýðs- hreyfingarinnar, Iýðræðisafl- anna og þá fjrst og fremst kommúnistaflokkanna að beita sér fyrir því að þcssu ástandi sé gerbrcytt. Það er okkar hlutverk að benda þjóðinni á ný stefnumið stjórnmála- og efnahagsþróun- ar í því ákveðna skyni að hefja nýtt þróunarskeið og endur- nýjun lýðræðisins í óhultum heimi og friði. Nýju lífi á að blása í hinar gömlu stofnanir lýðræðisins og þær vemdaðar fyrir hvers konar ágengni. En þær eiga að öðlast nýtt inni- hald með ákveðnum ráðstöf- unum sem takmarki og brjóti niður vald hinna miklu einok- unarhringa auðvaldsins og greiði fyrir því að öllu efna- hagslífinu sé stjómað í þágu þjóðarheildarinnar. Þetta merk- ir að sjálfsögðu spor í áttina til sósíalismans, en það spor verður að stíga þaðan sem við emm nú staddir og með hlið- sjón af öllum aðstæðum, sem ríkja í hverju landi. Til þess að verkalýðshreyf- ingunni sé fært að Ieysa af hendi það verkefni sem henni ber, verður hún að treysta eininguna í röðum sinum, bæði á vettvangi stjórnmálanna og kjarabaráttunnar. Það er hlut- verk kommúnista að gera allt sem nauðsyn krefur til þess að þessi eining eflist svo fljótt sem auðið er i öllum löndum. Það er mín skoðun varðandi þetta atriði að við eigum jafnan að vera reiðubúnir til viðræðna við þá sem aðhyllast aðrar stjórnmálaskoðanir, einnig um hvernig endurvekja mcgi póli- tíska einingu verklýðshreyfing- arinnar á grundvelli Iýðræðis- legrar baráttu og framsóknar í átt til sósíalismans. Þegar fasismanum og þeim valdboðs- og afturhaldsstjóm- um sem nú sitja að völdum i Vestur-Evrópu hefur verið út- rýmt fyrir fullt og allt. þegar verkalýðsstéttin í samvinnu við öll lýðræðisöfl tekur við stjóm- artaumunum, munu lönd álf- unnar geta fengið úrslitaáhrif til að tryggja varanlegan frið í öllum heiminum og flýta fyrir endumýjun allra þjóðfélaga hans. Sköpunarfrelsi — 1 kosningabaráttunni skýrðuð þér oft viðhorf yð- ar í menningarmálum, sem eru frábrugðin sjónarmiðum hinna sovézku íélaga yðar. Forsíða „rUnitá“ eftir sigurinn mikla, Palmiro Togliatti Palmiro Togliatti, formaður Kommúnistaflokks Italiu, varð sjötugur fyrir nokkrum vikum. Hann er þannig af þeirri kynslóð sem hóf á loft merki hinnar róttæku verka- lýðshreyfingar eftir gjaldþrot sósíaldemókratismans í fyrri heimsstyrjöldinni. Að loknu laganámi varð hann ásamt Antonio Gramsci frumkvöðull að stofnun kommúnistaflokks- ins eftir hið sögufræga þing í Livomo 1921 og frá þeim tíma hefur hann verið í for- ystu flokksins og arftaki Gramscis eftir fangelsun hans. Hann flýði land þegar fasistar tóku völdin, hafði fast aðsetur í Moskvu þar sem hann gegndi mikilvægum störfum í Alþjóðasambandi kommúnista (Komintem), en var stöðugt á ferðinni og stjómaði leynibaráttu ítalskra kommúnista gegn fasismanum frá Sviss og Frakklandi og gekk þá jafnan undir dui- nefninu Ercoli (Herakles). 1 borgarastríðinu á Spáni kom hann einnig mjög við sögu. 1 Komintem var hann hægri hönd Dimitroffs og þeir tveir fluttu framsöguerindin á sjö- unda og síðasta þingi þess 1937. Leynistarf ítalskra komm- únista undir forystu Togliattis bar ríkulegan ávöxt, hin sigur- sæla andspymuhreyfing gegn fasismanum á Italíu var þeirra verk og þegar stríði lauk og ævinlega síðan hafa komm- únistar verið óumdeilanleg forystusveit ítalsks verkalýðs. Enginn núlifandi maður hef- ur mótað sögu hinnar al- þjóðlegu verkalýðshreyfingar meira en Palmiro Togliatti. En hann er ekki aðeins frá- bærlega ötull og kænn stjóm- málamaður, sem andstæðing- amir óttast og bera virðingu fyrir í senn. Hann er orator í landi mælskulistarinnar, penni hans getur verið beitt- ur, háð hans napurt, en hann heldur sér jafnan við efhið. Umfram allt er hann rökfast- ur, einstakur dialektiker. sém alltaf er reiðubúinn að vega og meta aðstæður og kryfja til mergjar af þekkingu og rökfimi. Hann er einkar ljóst dæmi um, að marxismi. hin marxistíska aðferð að taka á vandamálunum verður aldrei lærð að gagni við heimspeki- deild neins háskóla, heldur aðeins í reynsluskóla hinnar daglegu baráttu. ás. Þetta hefur vafalaust í för með sér viðræður milli flokka ykkar beggja? — Það er rétt, viðhorf okkar til menningarmála eru önnur en okkar sovézku félaga. Við getum ekki skilið vissar árásir sem gerðar hafa verið á sov- ézka menntamenn eins og Nekrassoff, Vosnesénskí og Évtúsénko. Það hefði glatt okkur mikið, ef Évtúsénko hefði getað komið til Italíu í marzmánuði, eins og fyrirhug- að hafði verið. Sköpunarfrelsi Iistamanns- Ins er geysimikilvægt mál og við væntum þess að það verði rætt í þaula á næstu alþjóða- mótum kommúnista. Við höfum þegar birt all- margar greinar þessu viðkom- andi, einkum í tímaritinu „Rinascita", sem ég er ritstjóri fyrir, einmitt sem upphaf slíkra túðræðna. Sjálfræði flokka — Leiðir ekki af þessu að enn augljósari verður nauð- synin á auknu sjálfræði hvers kommúnistaflokks? — Kommúnistaflokkarnir eiga að vera og eru i dag al- gerlega sjálfráðir hvernig þeir móta stefnu sína, birta hana alþýðunni i hverju landi, hverja þeir gera bandalag við o.s.frv. Þetta er nauðsynleg forsenda þess að hreyfing okk- ar sæki fram. Við höfum mikil sameiginleg markmið og fræði- kenningar. Við viljum skapa heim án stríðs og sósíalistísk þjóðfélög. En það cr verkefni hvers flokks að móta með hlið- sjón af þcim markmiðum og fræðikenningum stcfnuna sem þjóð hans hentar, sem sam- svarl fyllilega aðstæðum i hverju Iandi, pólitísku og efnahagslegu þróunarstigi þess, Iýðræðisþróun, mcnningu þess og þjóðlegri hefð, skipulags- formum bæði ríkisvaldsins og vericalýðshreyfingarinnar. 'AHt þetta getur haft og hefur í för með sér að leiðiinar verða ýmsar og ólíkar að því marki sem við höfum sett okkur. um- sköpun þjóðfélagsins. Og það væri miður ef þessi marg- breytni leiddi af sér illdeilur, sem aðeins mjmdu rugla mehn í ríminu. Sem dæmi má nefna að þeg- ar hinir kínversku félagar okk- ar tóku að setja sveitakomm- únur sínar á laggimar, þá virt- ist okkur þar vera um að ræða nýmæli, sem styngi í stúf við uppbyggingu sósíalismans í öðr- um löndum. Við kynntum okk- ur því mjög náið þetta frum- kvæði, en við töldum ævinlega. að það væri ekki okkar, heldur kínversku félaganna að taka á- kvörðun um það og framfylgja þeirri þróun sem af því leiddi. Alveg á sama hátt teljum við að okkar kínversku félagar hafi ekki heimild til að kveða uþp sleggjudóma um einstök atriði í stefnuskrá okkar eða póli- tísk frumkvæði okkar. En þótt hver flokkur sé sjálf- ráður, eiga þeir auðvitað að hafa með sér náin og tið sam- skipti, læra hver af reynslu annars og gera með sér samn- inga, þegar um er að ræða áð stefna að ákveðnum sameigin- legum markmiðum, sem náiæg eru. Það er á grundvelli þessa sjálfræðis, þessarar sameigin- legu reynslu og sameiginlegu baráttu fyrir ákveðnum stefnu- málum, sem við byggjum og eflum alþjóðahyggju okkar. en sjálf fræðikenning okkar getur tekið stöðugum breytingum með hliðsjón af þeirri öru þró- un sem í dag á sér stað bæði á ytri aðstæðum og innan hreyfingarinnar, á skipulags- háttum hennar og viðhorfum hins vinnandi fjölda. — Teljið þér að þessar mismunandi leiðir til sósi- alismans muni hafa i för með sér að hln ýmsu sósíal- istísku þjóðfélðg muni einn- ig verða frábrugðin hvert öðru? — Ég er alveg sannfærður um það. En það er einnig sann- færing min að ekld sé tíma- bært að ætla sér nú að segja fyrir nnt f einstökum atriðum hvaði teiða mun af þróun hreyf- ingarinnar og baráttu verka- lýðsstéttarinnar. Sagan er æv- Inlega margslungnari og hug- kvæmari í sköpunarstarfi sínn en okkur er auðið að sjá fyrir.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.