Nýi tíminn - 30.05.1963, Blaðsíða 4

Nýi tíminn - 30.05.1963, Blaðsíða 4
£ StÐA NÝI TlMINN Fimmtudagur 30. u«sl 1963 NÝI TÍMINN Ctg. Sameiningarflokkur alliýðu — Sósialistailokkurinn. — Vikaútgája Þjóðviljans. — Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Afgreiðsla Skólavörðustíg 19. — Reykjavík. V erðkr.lOO.OOáári. Grímulausir Síðus'tu vikumar hefur grímunni verið svipt svo gersamlega frá ásjónu Framsóknarflokks- ins að svipmót leiðtoganna fær ekki dulizt nokkr- um manni. Áróðursmenn flokksins höfðu þó lagt í það þaulhugsaða vinnu að ganga frá gervi sem vel mætti duga til þess að safna vinstrafylgi í því skyni að semja við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar, eins og Bjarni Benediktsson orðaði það. En gervið er orðið að tætlum einum. Þegar Tím- inn var búinn að hrópa með stórum fyrirsögnum að stefna Framsóknarflokksins í utanríkismálum og stefna stjórnarflokkanna væru andstæður neyddist blaðið til að játa það að Framsóknar- flokkurinn væri „ekki síðri“ málsvari hernáms og Atlanzhafsbandalags en stjórnarflokkarnir. Þegar Tíminn var búinn að mæra hina skeleggu afstöðu síná í landhelgismálinu lýsti hann að lokum yfir því að - Framsóknarflokkurinn myndi standa við nauðungarsamninginn við Breta um undanþágur og afsal landgrunnsins á sama há'tt og stjórnar- flokkarnir. Öll skrif Tímans um Efnahagsbanda- lag Evrópu eru þögnuð eftir að mönnum er orðið ljóst að ábyrgð forsprakka Framsóknarflokksins er engu minni en ábyrgð stjórnarleiðtoganna, eins og Jón Árnason fyrrverandi bankastjóri orðaði það. Og hina raunverulegu afstöðu flokksforust- unnar til viðreisnarinnar má marka af þeim um- mælum Eysteins Jónssonar á síðasta flokksþingi, að Framsókn muni sætta sig við að fá smávægi- legar breytingar á viðreisninni, væntanlega til á- bata fyrir fyrirtæki Framsóknarflokksins. Viðbrögð Tímans isjóna Framsóknarleiðtoganna á ekki að þur'fa að dyljast nokkrum manni, og drættirnir eru stöðugt að skýrast. Undanfamar vikur hafa verið birfar hinar alvarlegustu staðreyndir um hernáms- stefnuna, staðreyndir sem unnar eru af íslenzkum sérfræðingum fyrir ríkisstjórnina og kippa ger- samlega öllum röksemdum undan stefnu Sjálf- stæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins í utanríkismálum. Þessi skýrsla er stór- a'tburður, sem hver einasti landsmaður þarf að í- huga af alvöru og einlægni, og hvarvetna í ná- grannalöndunum myndi skýrsla af slíku tagi hafa valdið gagngerum umræðum í öllum blöðum. En hér þegja hinir sakbitnu hernámssinnar. Ög þögn Tímans vekur sérstaka athygli vegna þess að for- ustumenn Framsóknarflokksins bera ábyrgð á her- námsstefnunni, en meginþorrinn af fylgismönnum Framsóknarflokksins hefur ævinlega verið þeirri stefnu andvígur. í engu máli hafa liðsoddar Fram- sóknar leikið fylgismenn sína jafn grátt, og það mega vera einkennilegir hernámsandstæðingar sem láta hafa sig til þess að veita Framsóknar- flokknum brautargengi eftir dauðaskýrsluna og viðbrögð Tímans. — m. m YERA ÍSLEND Góðir áheyrendur. Mér mun aldrei fymast sá atburður, þegar Gylfi Þ. Gísla- son menntamálaráðherra flutti ræðu sína á aldarafmæli Þjóð- minjasafnsins. Þama stóð hann, æðsti embættismaður mennta- mála, sjálfumglaður og pattara- legur, og við honum blöstu minjamar um lífsbaráttu Is- lendinga í meira en tíu aldir, þau eljuverk kynslóðanna sem leiddu til þess að við gátum endurreist sjálfstætt ríki á Is- landi. Og ráðherrann lýsti yfir því með sléttu og felldu orða- lagi að sjálfstæðið væri einmitt bezt geymt í Þjóðminjasafninu á- samt hverskyns öðrum amboð- um fornum, sem við heiðruðum af skyldugri ræktarsemi en þjónuðu engum tilgangi í nú- tímaþjóðfélagi. „Bezta ráðið til að efla sjálfstæði þjóðar er að fóma sjálfstæði hennar". sagði ráðherrann og hneigði sig. en viðstaddir klöppuðu honum lof í lófa. Raunverulegt vandamál Því aðeins skiljum við þessi ummæli ráðherrans á réttan hátt, að við gerum okkur grein fyrir þvi að hann er að fjalla um raunverulegt vandamál, viðfangsefni sem okkar kyn- slóðir verða að útkljá með at- höfnum sínum. Það er mikið vandamál hvemig Islendingar eiga að geta staðizt sem sjálf- stæð þjóð. Hálærðir menn hafa sagt að við búum á yztu mörkum hins byggilega heims, en hvað sem um það má segja, erum við, næsta einstætt fyrir- bæri í veröldinni; þjóðarkríli sgm gæti rúmazt yið eina götu í stórborg; og þjóðarframleiðsla okkar á ári jafngildir tekjum minniháttar atvinnufyrirtækis í nágrannalöndunum. Hvemig á svona örlítið samfélag að geta tryggt þegnum sínum þá menn- ingu og þau lífsgæði sem tækni og vísindi nútímans bjóða upp á? Þessa spurningu þurftu for- feður okkar ekki að bera upp við sig, þeir sem börðust fyrir sjálfstæðinu og endurheimtu það, því á þeirra tíð var hér á íslandi bændaþjóðfélag, þar sem hver sveitabær var heil- steypt menningarleg og efna- hagsleg eining, og heildarfjöldi þeirra þurfti ekki að ráða hein- um úrslitum. En spumingin blasir við okkur sem nú lifum, vegna þess að í nútímaþjóðfé- lagi fer hinn samfélagslegi þáttur stöðugt vaxandi. Við þurfum að halda uppi fjölþættu og flóknu atvinnulífi þar sem fjármagnið þjappast saman, við þurfum að tryggja fullkomið skólakerfi fyrir þjóðina alla, gróskufullt menningarlíf; og tii þess að geta að okkar leyti fylgzt með þróun tækni og vís- inda þurfum við ærinn auð. Get- um við þetta af eigin rammleik, eða verðum við að hætta að vera Islendingar ef við viljum vera nútímamenn? Ástæðan Gylfi Þ. Gíslason og aðrir forustumenn hemámsflokk- anna þriggja svara þeirri spumingu neitandi, hvort Is- lendingar geti staðizt sem sjálf- stætt samfélag á öld tækni og vísinda. Ástæðan þarf ekki að vera sú að þessa menn skorti í sjálfu sér skilning á gildi sögu okkar og menningar, held- ur er það lífsskoðun þeirra sem leiðir þá að þessari niður- stöðu. Þeir trúa á auðvalds- þjóðfélagið, þetta sundurvirka, stjómlausa gróðakerfi sem ver- ið er að reyna að rótfesta á ls- landi með viðreisninni. En þeir sjá jafnframt réttilega fram á það, að slíkt kerfi getur aldrei tryggt það til frambúðar að Is- lendingar standi jafnfætis öðr- um og stærri þjóðum í þróun okkar tíma. Séum við litlir sem heild, hversu aumkunarverðir eru þá ekki einkaatvinnurek- endur okkar, þótt þeir reyni að belgja sig út hver í sínu homi. Auðhringar stórveldanna geta tekið tækni og vísindi og verk- menningu í sína þjónustu, en íslenzkir einkaatvinnurekendur munu aldrei geta hagnýtt þekk- ingu og tækifæri nútímans svo sem nauðsynlegt er; og auk- þess sem getuna skortir sýnir framkoma þeirra við sérmennt- aða menn á Islandi að þeir hafa ekki einu sinni skilning til að hagnýta sér það litla sem þeir myndu þó ráða við. Engin þjóð hefur jafn lítil efni á því og við, að fjármununum sé só- Magnús Kjartausson að í skipulagslausa fjárfestingu og hverskjms vanhugsað gróða- brall, eins og Faxaverksmiðju eða glerfjall, enda hefur reynsl- an verið sú um langt skeið, að þjóðartekjur vaxa hægar hér í hlutfalli við fjárfestingu en í nokkru öðru landi í veröldinni. Eigi að vera stjórnlaust gróða- þjóðfélag á Islandi hljótum við að dragast aftur úr, eins og Gylfi Þ. Gíslason lýsti á aldar- afmæli Þjóðminjasafnsins, og þjóðfélag sem dregst aftur úr fær að sjálfsögðu ekki staðizt til lengdar. Við höfum fengið frest Lífsskoðun valdihafanna dug- ir þannig ekki til að tryggja sjálfstætt þjóðfélag á Islandi til frambúðar, og þá skal sjálf- stæðinu fómað fyrir lífsskoðun- ina. Leiðin til þess að gera okkur þátttakendur í þróun umheimsins er þá sú einfalda aðferð að láta umheiminn gleypa okkur. Að þessu hefur verið og er unnið markvisst, með inngöngunni í Atlanzhafs- bandalagið, með hemáminu, með uppivöðslu bandaríska sendiráðsins á Islandi, með undanhaldssamningunum um landhelgina, með viðreisninni sem hefur þann tilgang að samræma allt efnahagskeríi okkar hinni stóru heild. Og ef áætlun sú hefði staðizt sem Sjálfstæðisflokkurinn. Fram- sóknarflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn gerðu f ágúst 1961, þegar þeir samþykktu allir þrír að send skyldi umsókn um inn- göngu í Efnahagsbandalag Ev- rópu, yæri einmitt verið að ganga frá innlimuninni þessa dagana, þeir hefðu náð ninu langþráða takmarki sínu. At- vikin hafa hagað því svo að við höfum fengið frest, en ef innlimunarmenn halda afli sínu í kosningum þeim sem fram- undan eru mun fresturinn engu breyta um áform þeirra. Önnur lífsskoðun Það er lífsskoðun valdhaf- anna sem hefur knúið þá til þess að kveða upp dauðadóm yfir sjálfstæðu þjóðríki á Is- landi. En það er til önnur lífs- skoðun og Islendingar hafa alltaf þekkt hana. Svona lítil þjóð getur staðizt í stórum heimi með samhjálp og sam- vinnu, með því að menn leggi saman krafta sína, en reyni ekki að arðræna hver annan og hreykja sér hver uppi á öðrum. Allt það sem við höfum bezt gert og miklumst af hefur ver- ið unnið á þennan hátt á und- anfömum áratugum. Allt það stærsta í atvinnulífi okkar hef- ur verið framkvæmt með sam- eiginlegu átaki; sama er að segja um menntakerfi okkar og tryggingakerfi, rafvirkjanir, samgöngur og hverskyns aðra samfélagslega þjónustu. Þessir einkaatvinnurekendur, sem nú eru sagðir vera homsteinar þjóðfélagsins og eiga að leggja alla sameign þjóðarinnar undir sig með svokölluðum almenn- ingshlutafélögum, hafa í raun- inni alltaf verið á framfæri rík- isins og aldrei getað staðið á eigin fótum stundinni lengur nema hlaðið væri undir þá í sf- fellu; það er sannarlega ekki að furða þótt þeir telji sig þurfa miklu stærri undir- hleðslu. Hólmgöngu- áskorun Við höfum þrátt fyrir allt kunnað betur að vinna saman en flestar þjóðir aðrar í ná- grenni okkar, og þess vegna hefur þetta örsmáa samfélag getað þróazt eins og dæmin sanna. En við þurfum að læra að vinna miklu betur saman. Þau stórfelldu þáttaskil i vís- indum og tækni sem eru ein- kenni okkar tíma og valda þvi að ráðamennimir láta hug- fallast vegna lífsskoðunar sinn- ar, leggja okkur í staðinn þær skyldur á herðar að sameina orku okkar i ríkara mæli en nokkru sinni fyrr, einbeita afli okkar, læra að skipuleggja og forðast sóun hins sundurvirka gróðakerfis. Undur vísinda og tækni eru engin líkaböng yfir moldum íslenzks sjálfstæðis heldur hólmgönguáskorun sem okkur ber að mæta af fullri djörfung. Þótt þjóðfélag okkar sé lítið munum við í samein- ingu einmitt geta hagnýtt upp- götvanir okkar tíma til þess að skipuleggja fyrirmyndar- samfélag sem í fæstu þvi sem máu skiptir þarf að vera eft- irtiátur stórvelda og getur stað- ið þeim framar á mörgum svið- um. íslenzkur sósíalismi Auðvitað eru uppi margvfs- legar hugmyndir um það hvemig við eigum að haga slíkri samvinnu. Sjálfur er ég sannfærður um, að ef okkur auðnast að takast á við þetta ánægjulega verkefni muni reynslan fljótlega kenna meiri- hluta þjóðarinnar að stefna að því að framkvæma íslenzkan sósíalisma, koma hér á sósíal- istísku hagkerfi sem sé í sam- ræmi við hinar sérstöku að- stæður okkar, stjórnarkerfi sem fullnægi hugmyndum okkar sjálfra um lýðræði. mannhelgi, félagslegt réttlæti og frjálsa þróun lista, mennta og vísinda. Engin þjóð á að eiga jafn auð- velt með það og Islendingar að framkvæma sósíalisma á eðli- legan og sjálfsagðan hátt; Is- lendingum er jafnréttistilfinn- ingin í blóð borin; við erum félagshyggjumenn, þótt okkur sé einnig gefin sú óstýriláta reisn einstaklingsins sem fær- ir hverju þjóðfélagi lit og líf. Hugsjónin um sjálfstætt ís- lenzkt þjóðfélag og hugsjónin um íslenzkan sósíalisma eru að minni hyggju samofnar, og hvorug mun fá staðizt án hinn- ar. Að vera íslendingur Sumum kunna að virðast þetta næsta hátíðlegar hugléið- ingar og fjarlægar þeim nær- tæku verkefnum sem kosið verður um eftir hálfan mánuð, verðbólgu, kaupgjaldi, vinnu- þrælkun og öðrum þeim verk- efnum sem móta daglegt líf manna. En við skulum minnast þess að því aðeins mun okkur takast að leysa úr þeim við- fangsefnum sem nærtækust eru að við skiljum hvemig þjóðfé* lagið í heild þróast og hvað gera þurfi til þess að stefnt sé í rétta átt. Til þess að geta metið fyrirbæri lífsins burfa menn að hafa lífsskoðun. Ef við reynum að fást við vanda- mál hins daglega lífs án þess að hafa nauðsynlega yfirsýn hættir okkur stundum við því að draga rangar ályktanir og stefnum þá kannski í aðra átt en við vildum. Og sjálf hin stóru vandarhál eru nú komin upp i fangið á okkur öllum, hvort sem við viljum eða vilj- um ekki. Við höfum orð sjálfs Gylfa Þ. Gíslasonar • fyrir bvi hvað gerast muni ef við leyf- um valdhöfunum að rótfesta hér að fullu það þjóðfélags- kerfi sem getur ekki tryggt sjálfstæði þjöðarinnar til fram- búðar. Það hefur þannig aldrei ver- ið brýnna en nú að menn láti ekki hin nærtækustu vandamál kaffæra sig, hversu mikilvæg sem þáu kunna að vera, held- ur hugsi djúpt og horfi lárígt. Þegar lífsskoðun valdhafanna knýr þá til þess að boða bá kenningu, að bezta ráðiö til að efla sjálfstæði þjóðar sé að fóma sjálfstæði hennar. er skoðanaágreiningurinn kominn langt út fyrir allar hversdags- legar deilur um fyrirkomulags- atriði í þjóðfélaginu. Hver Is- lendingur sem lætur sig nokkru varða framtíð sína og afkom- enda sinna neyðist þá til að staldra við og skyggnast fram í tímann. 1 rauninni má segja að í kosningunum i sumar sé eitt atriði svo stórt að það feli í sér öll önnur, sú einfalda spuming sem hver einasti begn verður að gera upp við sig af alvöru og einlægni: Vil ég halda áfram að vera lslending- ur. Ræða Magnúsar Kjartanssonar á G-listafundinum í Háskólabíói

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.