Nýi tíminn - 30.05.1963, Blaðsíða 11

Nýi tíminn - 30.05.1963, Blaðsíða 11
Fjmmtudagur 30. maí 1963 NÝI TlMINN SlÐA J J Bágt eiga þeir... Þetta hefði getað gerzt í fyrra Framhald aí 7. siðu. og leitaði leyfis ráðuneytis- ins til þess að fá reglugerðar- breytingu er heimilaði þeim þessar veiðar inn að gömlu fjögurra mílna mörkunum. Öll svör sem þeir fengu, hnigu í þá átt að slíkt leyfi væri eðlilegt, en því miður, það var ár eftir af brezka samningnum. Og við það sat. Landhelgisgæzlan var önn- um kafin viku eftir viku að færa að landi íslenzka vélbáta, sem freistazt höfðu til að fara inji á grynnra vatn en góðu hófi þótti gegna. Skipstjórar . bátanna voru svo dæmdir í sektir og fangelsi, þótt verkn- að þeirra teldu flestir eðlilegt að leyfa. — Þeir voru fórnar- lömb leynisamningsins við Breta. 2. leyniákvæði Brezkir þjófar frið- helgir fyrir skotum gæzluskipanna I ÖÐRU LAGI verður ekki anmað séð, en að það sé eitt áf ákvæðum leynisamningsins, að óheimilt skuli íslenzku landhelgisgæzlunni að skjóta föstu skoti að brezkum tog- ara, hvemig sem hann hagar sér, og skuli skotbann þetta ■ taka jafnt til viðvörunar- skota fyrir stafn í sjóinn sem og til skota á skipið eða bún- að þess. Landhelgisgæzlan beitti oft föstum skotum til viðvörunar og eir.mig á skipin sjálf, ef með þurfti til að koma lögum fram gagnvart framferði land- helgisbrjóta. Eftir samninginn bregður svo við, að föstu skoti er aldrei hleypt af í átt að brezkum veiðiþjóf, og gildir einu hvernig hann hagar sér. Hann er heldur látinn sleppa undan en að hann sé þannig yfirbugaður. 3. leyniákvæði Brezka flotanum falin htutdeild í gæzlu ís- lenzku landhelginnar. I ÞRIÐJA LAGI er fullljóst að leynisamningurinn hefur að geyma ákvæði um það að Bretar og Islendingar gæti sameiginlega íslenzku land- helginnar gagnvart togurum hennar hátignar. Aldrei síðan samningurinn var gerður hefur landhelgis- gæzlan á eigin spýtur tekið brezkan togara, að minnsta kosti á skipstjóri hans ævin- lega kost á að kalla herskip Breta á vettvang áður en haldið er til íslenzkrar hafnar. Landhelgiskontórinn íslenzki : virðist meira að segja að hálfu aðsetur brezka flotans. Þannig sátu þeir sinn hvom megin forstjóraskrifborðsins þar, Hunt skipherra á Palliser og Pétur Sigurðsson forstjóri íslenzku landhelgisgæzlunnar, þegar skeyti kom frá Óðni um að togarinn Milwood væri að ólöglegum veiðum í landhelgi en þverskallaðist við að hlýða stöðvunarmerkjum varðskips- ins. Þaðan lagði Hunt skipherra svo í frægðarför sína til að skjóta þjófnum undan. I koinandi kosning- um þurfa Islendingar að vernda sig gegn fleiri slikum „stórsigr- um“ „Stórsigurinn í landhelgis- málinu“ eins og íhaldið og kratarnir kalla svikasamning sinn við erkifjendur okkar í veiðiþjófnaði, er því byggður á: 1. Veiðirétti Breta innan ís- lenzkrar landhelgi. 2. Loforði íslenzkra stjórnar- valda um að færa aldrei framar út landhelgina nema með samþykki Breta. 3. Engri hagnýtingu landhelg- innar til togveiða af hálfu Islendinga umfram það sem Bretar hafa. 4. Friðhelgi brezkra veiði- þjófa fyrir föstum skotum landhelgisgæzlunnar. 5. Sameiginlegri vörzlu brezka flotans og íslenzku land- helgisgæzlunnar hér við land, að því er brezka veiði- þjófa varðar. Þeir sem stæra sig af slík- um samningi sem stórsigri, hafa sannarlega ekki af miklu að státa. En það væri þjóðinni dýrt ef sömu aðilum yrði gefinn kostur á að vinna marga slíka „stórsigra", dýrara en íslenzk þjóð hefur efni á. Þess vegna ber þjóðinini að taka landstjórnarumboðið af núverandi stjórnarflokkum í kosningunum 9. júní. Karl Guðjónsson. Milwoodmálið Framhald af 1. síðu. lega hafa það í för með sér að málið verður ekki tekið fyrir eða a.m.k. ekki felldur dómur í því fyrr en eftir kosningar. Framhaíd af 1. siðu. hún meti ekki Alþýðubandalagið nógsamlega, stefnu þess og for- ingja . . . Hættan mikla sem blasir við mannkyninu stafar cinmitt af rússnesku útibúunum víðs vegar um heim. Þau cru öll eins og Alþýðubandalagið hér, föðurlandsást þeirra er fyrir austan járntjald og cilifðarvon þeirra bundin við tilhlökkun þess að Rússar verði fyrri til að skjóta". Það er vert að ítreka: Þetta er málgagn utanríkisráðherrans að ræða um skýrslu þá sem dr. Ágúst Valfells hefur samið með aðstoð færustu sérfræðinga um STAÐREYNDIR EINAR handa ríkisstjórninni. Aðrar athuga- semdir getur hver lesandi látið í té. 1 athugun Ágústs Valfells á því sem hefði getað gerzt 24. október í fyrra vegna framferðis Bandaríkjanna á Karíbahafi er Emil og verka- mannabústaðirnir öll kosningaskrif Alþýðu- blaðsins fjalla um atburði sem gerðust fyrir 5—7 árum í tíð vinstristjómarinnar — þeirrar voðalegu ríkisstjórnar sem Guð- mundur 1. Guðmundsson og Gylfi Þ. Gíslason tóku þátt í! Hefur naumast sézt önnur eins sjálfs- hirting á prenti, og má það furðulegt heita að ráðherrarnir skuli þannig enn neyðast til að játa syndir sínar fyrir íhaldinu. I þessum sjálfspyndingarskrif- um skákar Alþýðublaðið í því skjólinu að menn hafi gleymt atburðum sem gerðust fyrir meira en hálfum áratug. Þannig hamaot blaðið gegn vinstristjóm- ir.ni í gær fyrir þá ósvinnu að hún hafi komið í veg fyrir kaup- hækkun haustið 1956. Eíáðmýridi um það mál var sú að haustið 1853 stóð til veru- lag hækkun á landbúnaðarvörum. Ríkisctjómiri tók þá upp samn- ir.ga um það að faílið yrðti frá verðbækkunlnni gegn því að af- salað yrði sambærilegri kaup- uppbót. Samningurinn um þetta atriði tókust við verkaiýðssam- tökin.vegna þccs að augljist var að hækkunin á landbúnaðarvör- um he'fði ctið upp kauphækk- uniua samstundis. Þetta var þannig aðgerð til að halda verð- bólgunni í skefjun, án þess að í þcim fælust nýjar þyrðar á almenning. Það er von að Alþýðuflokkn- um — sem hefur hækkað allt verðlag í landinu um 49% — þyki lítið til þess koma að vinstristjórnin reyndi að hafa hemil á dýrtíðinni. Og nú hefur Alþýðuflokkurinn sem kunnugt er tekið upp þá stefnu að banna með iögum, hversu mjög sem landbúnaðarvörur hækka. einkum rætt um áhrif helryksins. Þjóðviljinn hefur áður rakið sumar þær staðreyndir. sem bera með sér að allt að tveir þriðju þjóðarinnar gætu farizt. En hvernig lítur landið út á eftir og hver verða örlög þeirra sem eftir lifa. Ágúst Valfells segir: „Bráðasta hættan er Ijðin hjá, þcgar geislavirknin er komin niður fyrir 0.15 röntgen/klst. Hinsvcgar gætir strontium-90 og ccsium-137 Iengi cftir í jarðveg- inum og berast þau í fæðu manna. 1 iíkamanum gcta þessi efni valdið bæði bein- og blóð- krabba (aðallcga strontium-90), sem Ieiða til arfgengra breytinga, oftast til hins verra. Hversu mik- il þessi álirif eru, fer eftir því, hversu mikið magn af strontium- 90 og ccsium-137 bcrst í Iíkama manna, en það vcltur aftur á móti á innihaldi fæðunnar af þessum cfnum. Þannig gætu sum svæöi, þar scm mest lírfall hefði komið niður, orðið ónýt, bæði til ræktunar á afurðum, scm menn neyta beint, svo og til beitar. önnur svæði gcta orðið ónýt til ræktunar á slíkum afurðum en ekki til bcitar, þvi aðeins hluti af strontium-90 og cesium-137 í fæðu dýra, sem beitt yrði á svæðið, færi út í kjötið. Þvi þarf að gera athugun á áhrifum lang- varandi geislunar í mögulegum úrfallssvæðum með tilliti til aukningar á beinkrabba. blóð- krabba og erfðagöllum, og hvað gera má, tii að draga sem mest úr þessum áhrifum". Framhald af 1. síðu. stóð: „Pólitískir andstöðuflokkar alþýðunnar á þingi eða utan þess munu að sjálfsögöu njóta fullra lýðræðisréttinda meðan þeir fylgja leikreglum og starí- semi þeirra brýtur ekki í bága við starfsemi og lög landsins". I síðari setningunni var bætt við til enn frekari áherzlu: „Og Sósíalistaflokkurinn vill viðhalda frelsi þeirra til félagslegrar starfsemi“. Með öðrum orðum: Það er stcfna Sósíalistaflokksins að tryggja fclagslcgt frelsi and- stæðinga sinna, cinnig eftir að flokkurinn hefði náð hreinum mcirihluta. Með fölsun Tímans var stað- reyndum þannig algerlega snúið Við. Eftir að Þjóðviljinn vakti athygli á henni, hefur Tíminn haft þá sómatilfinningu að stein- þegja. En Ólafur Jóhannesson — prófessor í lögum við Háskóla Islands, maður sem vill láta líta á sig sem grandvaran borgara — lýtur svo lágt að gripa upp úr ræsinu fölsun sem Tíminn treyst- ir sér ekki einu sinni að nota lengur. Svona birtist hið raun- verulega innræti manna, begar að þeim er sorfið. Hraklet útreið íhaldsins Framhald af 12. siðu. Hægri — vinstri — hopp Á; framboðsfundinum. sem haldinn var í félagsheimilinu að Kolbeinsstöðum í Hnappadals- sýslu um helgina mætti Pétur Geirsson af hálfu frambjóðenda Alþýðubandalagsins auk beirra Iuga og Jenna og fengu ræðu- menn frábærar undirtektir á fundinum. Fulltrúar rikisstjóm- arinnar áttu í vök að verjast nteð ..viðreisnina" og ósköp þótti Framsókn loðin í EBE- málinu og ekki fékkst hún til þess að ræða hernámsmálin. Sr, Árni Pálsson í Söðulholti kvartaði undán vegamálum sýsl- ur.nar og hyatti til skjótra úr- bóta. Taldi' hann þungavinnu- v'élar hafa ‘eyðilagt vegina. en þessi miklú' farartæki eru á ferðinni í sámbandi við Lóran- stöðina á Gufuskálum. Tóku þeir sneið sem áttu þar frá presti. Þá tók til máls Guðmundut Bentaminssori. bóndi á Grund Er hann þjóðvarnarmaður og sagðist styðja heils hugar Al- þýðubandalagið í þessum kosn- ingum og hvatti alla vinstri menn að sameinast. Þá sagðist. hann vilja benda Benedikt Gröndal á þá staðreynd, að nú þyrfti kr. 8000.00 umfram elli- lífeyri til þess að dveljast á Elliheimilinu Grund og hefði þessi ríkisstjóm leikið gamla fólkið illa. Guðmundur er faðir Alexanders. sem var einn af stofnendum Lýðveldisflokksins á sínum tíma. Þá stóð upp Benjamín Mark- ússon, bóndi í Ytri-Görðum og kvað viðreisnina hafa leikið bændur grátt. Hann sagðist bó treysta illa Framsókn sem vinstri reaður og sagðist hafa bann flokk i huga, jafnan þegar hann hiustaði á danskennslu Heiðars Ástvaldssonar í útvarpinu er hljóðaði upp á hægri. vinstri — hopp. hægri. vinstri. — hopp. Einnig töluðu beir Jörundur bóndi á Ingjaldshóli. Stefán bóndi í Stóru Þúfu og Guð- 1 brandur Magnússon. BANDAIAGIÐ Ábyrgl jyjálgögn „viðreisnarinnar“ eru heldur rislág, þegar þau eru með tilburði í þá átt að reyna að verja þá óðaverðbólgu og versnandi kjör laun- þega, sem ríkisstjórnin hefur leitt yfir þjóðina. Þegar þau mál ber á góma, gleymast skyndilega þær staðreyndir, að undanfarin ár hefur þjóðar- framleiðslan aukizt jafnt og þétt vegna aflasæld- ar og góðæris, og vinnandi fólk hefur lagt á sig margfalt erfiði til þess að skapa þjóðarbúinu sem mest verðmæti. Eina ,,vörnin“, sem stjórnarblöð- in hafa fram að færa fyrir öfugþróun „viðreisn- arinnar“ er að hverfa aftur til fyrri ára og hrópa: Þetta er allt vinstri stjórninni að kenna; við ber- um ekki ábyrgð á því sem við höfum gert. • JJJn hvernig standast svo upphrópanirnar um vinstri stjórnina samanburð við þau loforð, sem stjórnarflokkarnir gáfu kjósendum fyrir síð- ustu kosningar? Þá voru þeir búnir að fara með stjóm landsins um nærfellí eins árs skeið, þótt íhaldið léti kratana vera eina í forsvari fyrir þá stjórn að nafninu til. Þá lýsti Alþýðuflokkurinn því yfir, að hann væri búinn að stöðva verðbólg- una, og helzfa baráttumál hans væri að tryggja stöðugt verðlag og verðgildi peninganna. Og í- haldið lofaði einni allsherjar sókn til bættra lífs- kjara, ef það fengi aðstöðu til að móía stjórnar- sfefnuna. Um efndir þessara loforða þarf ekki að fjölyrða. Forsætisráðherrann hefur marglýst því yfir, að „verðbólgan sé enn sem fyrr höfuðvanda- málið“, enda var hún mögnuð með tvennum gengisfellingum, stórfelldum neyzlusköttum og okurvöxtum. Þannig var leið Sjálfstæðisflokksins til bættra lífskjara, og ráðstafanir Alþýðuflokks- ins 'til þess að tryggja stöðugt verðlag og verðgildi peninganna. J^aunastéttirnar í landinu hafa fengið dýrkéyþta reynslu af framkvæmd þeirra loforða, sém núverandi stjórnarflokkar gáfu fyrir síðustu kosn- ingar. Þess vegna óttast þessir flokkar þann dóm, sem kjósendur munu kveða upp yfir þeim í kosn- ingunum 9. júní næstkomandi. En flótti þeirra til fortíðarinnar frá „viðreisnarafrekunum“ nægir þeim ekki til að skýla nekt sinni í þessum efnum. Launastéftirnar gera sér ljóst, að baráttan fyrir bættum kjörum verður ekki háð með árangri, þeg- ar ríkisvaldinu er beitt skefjalaust gegn hagsmun- um þeirra, eins og núverandi stjórnarflokkar hafa gert. Á kjördaginn bera kjósendur ábyrgð á því, hvort sfjórnarflokkunum verður gefið áframhald- andi umboð til slíkra verka. Þann dag geta laun- þegar því unnið sinn stærsta hagsmunasigur með því einu að nota kjörseðilinn á réftan hátt; með því að kjósa Alþýðubandalagið. — b. Staðarfú Qmsóknir um skólavist í HúsmæSraskólanum að Staðarfelli skulu sendar sem fyrst til for- stöðukonunnax frú Ingigerðar Guðlónsdóttur Staðarfelli, sem veitir allar frekari vitneskju um nám og starf skólans.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.