Litli Bergþór - 07.11.1983, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - 07.11.1983, Blaðsíða 14
12 jr'n ítjífn-- ÞííTTtfl cce» Síðan Logi gaf síðast frá sér hljóð hér i Litla Bergþór hefur ýmislegt frásagnarvert gerst. Má þar nefna reiðnámskeið sem haldið var á Torfastöðum undir leiðsögn Eyjólfs Isólfssonar, sem talinn er einn besti reiðkennari landslns, og er þá mikið sagt. Félagið festi kaup á allri aðstöðu á Torfastöðum, bœði reið- gerði og rétt, en nýtur sem fyrr góðs af liðlegheitum bænda þar hvað snertir beit fyrir reiðnamskeiðshross. Réttin og gerðið var lagfært áður en byrjað var og allt gert í sjálf- boðavinnu, enda hefur aldrei staðið á því að fólk legði hönd á plóginn, ef á þarf að halda. 30 manns tóku þátt 1 námskeiðinu, sem stóð frá 14.-19.jání. Þar af voru 10 krakkar, en félagið leggur fram námskeiðsgjald þeirra að hálfu. 3. júlí var siöan haldin firmakeppni í fyrsta sinn á skeiövellinum við Hrísholt, og hafði Þráinn forystu um hana. Þátttaka var góð, bæöi hvað firmu snerti og hesta. Helstu úrslit: Unglingar innan við 13 ára: 1. Helena Traustadóttir & Torfa 7v. Keppti fyrir Tmi hf. 2. Elsa Fjóla Þráinsdóttir á Blesa 17v. Keppti fyrir Vélaverkstæði Guömundar og Lofts. 3. Albert Sveinsson á Rauðku 6v. Keppti fyrir Baldur hf. Eldri flokkur: 1. Egill Geirsson á Brúnstjörnu 9v. Keppti fyrir Urð og Grjót hf. 2. Haraldur Kristjánsson á Hörpu 7v. Keppti fyrir Grétar og Grím Þór. 3. Valur Lýðsson á Fjöður 6v. Keppti fyrir Félagsbúið Spóastöðum. Námskeiðahald og firmakeppni er orðin fastur liður i félagsetarfinu. Er fagnaðarefni, ef unglingar taka þátt i - reiðnám8keiðum, þvi að hestar eru ekki það mikið notaðir á heimilum almennt, að þau fái i gegnumþað verulega leikni i hestamennsku, sem verður þó að teljast holl og saklaus tómstundaiðja. Ekki skaðar það heldur hrossin, sem annars standa meira og minna óhreyfð i haganum allt sumarið, enda þótt undantekningar séu frá þvi, og margur leggur sig fram með að þjálfa fjallhesta, að minnsta kosti.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.