Litli Bergþór - 07.11.1983, Blaðsíða 15
13
Þá var undirböningur kappreiðanna allmikill 1 þetta
sinn, þvi að endurreisa þurfti dómpallinn i þriðja sinn,
en nu var hann settur á traustar undirstöður,en hingað
til hefur viljað brenna við að hann hœfi sig til flugs og
hefur lendingin ævinlega verið heldur ðmjúk,
Þá voru lagðar girðingar og hliðið sett upp. Var vel til
þess vandað, grafið niður á fast og steypt úr tiu pokum af
sementi. Verður gaman að sjá til hvort það skekkist eða ekki.
Siðan gaf Límtré hf. liprar fánastengur á það. Þess má geta
að Sigmar í Laugarási smíðaði hliðið eftir teikningu Hinriks
i Útverkum.
Kappreiðar voru haldnar i góðu veðri, sem reyndist vera
upphafið að stuttum þurrki um verslunarmannahelgina. Úrslit
hafa komið á prenti.
Hestamannafálagaútreiðin var, í þetta sinn farin kringum
Miðfell. Staðkunnugur maður var í fararstjúrn og upplýsti fúlk
um örnefni og annað sem máli skipti.
Margt fleira mætti nefna, sem snertir Loga, en þetta verður
að nægja núna.
Tilraunaframleiðsla hófst í límtrésverksmiðjunni í
Torfdal 18. júní sl., en framleiðsla hófst fyrir alvöru
1. ýúlí. Á fjórum fyrstu mánuðunum voru framleiddir um
370 rúmmetrar af burðarlímtré og mun söluverðmæti þess
vera um 6,5 milljónir króna án söluskatts. Þetta er um
50 % meiri framleiðsla, fyrstu mánuðina en gert var ráð
fyrir í rekstraráætlun. Mun ekki af veita þar sem stofn-
kostnaðujr var töluvert umfram áætlun.
Nú eru starfsmenn verksmiðjunnar 16 þar af 2 Tungna-
menn. Sumir þeirra vinna. enn við frágang á verksmiðju-
húsinu og búnaði þess. Næsta verkefni er að hefja fram-
leiðslu a ^lötulímtré, sem er m.a. notað til að smíða úr
'húsgögn, sólbekki o.fl.
Aðalfundur Límtrés h.f. verður haldinn í Félagsheimili
Hrunamanna 20. nóvember n.k. og hefst hann kl. 14. Eftir
fxmdinn verður verksmiðjan sýnd hluthöfum og öðrum, sem
.áhuga hafa.