Litli Bergþór - 07.11.1983, Blaðsíða 5
®«J0ftN ©.«JéJíSS0Jl
formanns-
spjall
Agætu sveitungar.
Þá er nú kominn vetur haustönnum að mestu lokið
og vonandi að allir séu hunir að búa sig sem best
undir veturinn.
Hjá Ungmennafelaginu er vetrastarfið að fara x full-
an gang þessa dagana og verður það með líkum hætti
og undanfa.rin ár.
íþróttaæfingar eru nú hafnar og eru á þriðjudags-
kvöldum æfin;r:ar fyrir þá eldri en á fimmtudagskvöldum
fyrir yngra fólkið. Iiópur ungs fólks æfir nú reglu-
lega sund og verða æfingar á mánudögum slrstaklega
fyrir þennan hóp.
Á f jmmtudagskvöldum verður "Opið hús" að vahda og
bókasafnið verður einnig opið á sama tíma. Vonandi
verða jafn margir, og undanfarin ár, til að notfæra
sér þetta fyrirkomulag til a.ð hressa upp á líkama
og saL. - Rétt er að brýna það fyrir umsjónarmönnum
"Ó^ins húss" að ganga vel frá öllu og þrífa drykkjar-
ílatin samviskusamlega. Eirmig er rétt að árétta það
að "Opið hús" er ætlað eldra fólki þ.e.a. s. öllum
þeim sem eru yfir þeim aldri sem íþróttaæfingar þess
kvölds segja til um. Eru umsjónamenn því beðnir um
að sjá til þess að smákrakkar séu ekki að drekka kaffi
og bryðja sykurmola í tíma og ótíma.
Leiklistarnámskeið stendur nú yfir ( trúlega búið
þegar L.B. kemur út ) og er það mjög vel sótt eða
um 18 manns. Leiðbeinandi er Pétur Éinarsson leikari
og fyrrverandi skólastjóri Leiklistarskóla ríkisins.
Reynt verður að hafa fleiri námskeið í vetur og í
því sambandi haf^.* dansnámskeið og félagsmálanémskeið
verið nefnd. Félagsvist, árshátíð, skákkeppni og
miðsvetrarvakan verða vonandi á sínum stað.
Að lokum óska ég öllum góðs vetrar.