Litli Bergþór - 07.11.1983, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 07.11.1983, Blaðsíða 19
17 vandamáli þarf að finna lausn sem fyrst. Illa horfir hér í þeim málum, því kynslóðaskipti eru óhjákvaamileg. í því skyni vil ég minna á óðalslögin sem að mörgu leyti leysa þetta vandamál a.m.k. ef einhver ættingi fyrrverandi ábúa vill háa-á viðkomandi óðali. Á vegum Bunaðarsambands Suðurlands er nú starfandi nefnd raðunauta sem vinnur að tillögum um afleysingaþjón- ustu x landbúnaði. Hefur nefndin óskað eftir að athugað verði nú í haust í fjórum hreppum í Árnessýslu hvort áhugi er hjá bændum að koma þessari þjónustu á í þessum sveitum. Reiknað er með að þessi þjónusta yrði í svipuðu formi og afleysingar vegna veikinda og slysa hafa verið, en á meðan sá háttur er á að bssndur fa greitt sitt orlof í afurðaverðinu, verða þeir að greiða þessa þjónustu að mestu leyti s^álfir. Bendir nefndin á að einn afleysinga- maður geti þjonað 10-15 búum og miða við t.d. að unnið sá í 10 daga á hverju búi í einu. Þessi starfskraftur er ekki síður hugsaður til að hjálpa bændum við að koma ýmsum verkum áfram sem menn hafa ekki komist yfir sökum mannfæðar sem víða er. Bru þeir sem áhuga hafa^á þessu máli beðnir að hafa samband við stjórnarmenn felagsins sem fyrst. Það er von mín nú er þessi vetur er genginn í garð, að hann verði mildur svo sem oft hefur verið um vetur eftir óþixrrkasumur og einnig að næsta sumar verði okkur gjöfult því fjórða árið á hverjum áratug hefur nú um hálfrar aldar skeið verið það besta á hverjum tug. Með félagskveðju Björn Sigurðsson. W(D ©íMília mw 17. nóv. '85 Sigríður J. Sigurfinnsd. Hrosshaga 24. ii tt Sigurður Þorsteinsson Heiði 1. des. ii Guðmundur óskarsson Brú 8. n tt Björn Sigixrðsson Úthlíð 15. n ti Sveinn Skúlason Bræðrat. 22. n ti Friðrik Sigurjónsson Vegatungu 5. jan. '84 Þráinn Jónsson Aratungu 12. II •t Sveinn Sæland Espiflöt 19. n tt Oddný Jósepsdóttir Brautarhóli 26. n it Róbert Róbertsson Brún

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.