Litli Bergþór - 24.02.1984, Qupperneq 4

Litli Bergþór - 24.02.1984, Qupperneq 4
-2- Með hækkandi sól vex með fólki hugur og þor, menn skríða úr híði sínu, taka að velta fyrir sór fyrirhuguðum framkvæmdum og það sem meira er ráðast til atlögu við verkin. En sumir eru latir og vilja kúra sem lengst í híði sínu og humma fram af sér fyrirhuguð verkefni. Útgáfunefnd er ein heirra sem lengi lá í híði sínu en er nú nýskriðin úr híðinu eftir væran vetrarsvefn. Af þeirri einföldu ástæðu þykir ritstjóra - og eflaust öllum öðrum líka- tími til kominn að sá hinn sami skríði varanlega í híði sitt og eftirláti öðrum ritstjórastól sinn. I stuttu og einföldu máli sagt; óg er orðin svo löt að óg ætla að hætta þessu. Það er orðin föst hefð að gera einhverjar breytingar á blaðinu í hvert sinn sem það kemur út. Að þessu sinni er það fjárhagshliðin sem hefur þröngvað okkur út í birtingu auglýsinga og að auki hækkum við áskriftargjaldið talsvert. Einnig birtast nú ljósmyndir í fyrsta sinn í blaðinu og er vonandi að þsör komi vel út. Af starfsemi annara fólaga en Umf. er lítið að þessu sinni, utan sauðfjárræktarfólagsins, en lítið eða ekkert hefur sóst frá því á síðum Litla-Bergþórs. Að öllum lík- indum birtist síðan eitthvert efni frá nautgriparræktar- fólaginu í næsta blaði. Það verður eflaust þeim til ánægju sem áhuga hafa á búfjárrækt, og hinum ekki síður. Að þessu sinni var blaðið allt vólritað á eina og sömu vólina, rafmagnsritvól sem Arnór Karlsson var svo vinsamlegur að lána okkur. Eærum við honum bestu þakkir. Einnig þökkum við þeim Daníel Hansen óg Elínborgu Sigurðardóttur fyrir þeirra tillag í blaðið, en þau eiga heiðurinn af hinum samræmdu fyrirsögnum sem einkenna það. Að svo mæltu óska'óg ykkur góðrar skemmtunar yfir lestrinum,og þakka góða samvinnu sl. 2 ár. Lifið heil.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.