Litli Bergþór - 24.02.1984, Qupperneq 8

Litli Bergþór - 24.02.1984, Qupperneq 8
Fleiri taka ekki til máls um þetta, og er samþykkt með 10 atkvæðum gegn 2 að kjðsa mállýtanefnd. Hún er kosin leynilegri kosningu og Hljðta eftirtaldir félagar sæti í henni: Þorfinnur Þðrarinsson með 15 atkvæðum, Bergur Jðnsson með 12 og Viktoría Guðmundsdðttir með 10. Ekki er getiðjum. störf. mállýfane.fndár:_ á'næstu fundum, en í fundargerð frá fundi í júlí 1909 segir eftir að greint hefur verið frá fundarsetningu: "Lesin voru nokkur mállýti frá síðasta fundi." Og í fundargerð aðalfundar um haustið er greint frá að nokkur mállýti hafi verið lesin. Hvergi kemur fram hver þessi mállýti voru né heldur hverjir létu þau sér um munn fara. Á aðalfundi haustið 1910 tekur Viktoría Guðmundsdðttir þetta mál upp aftur og var^ar fram þeirri spurningu, hvort ekki sé rétt að kjðsa mállytanefnd eins og gert hafi verið undanfarin ár. "Taldi hana að sjálfsögðu geta unnið gagn,' þðtt lítið hefði hún starfað hingað til." Pormaður, Þorsteinn Þðrarinsson, styður þetta með "alllangri ræðu", eins og segir í fundargerð. Viktoría flytur svo eftirfarandi tillögu, sem var sam- þykkt samhljðða: "Fundurinn er því samþykkur að kosin sé nefnd þriggja manna til þess að athuga mállýti þau er fyrir kunna að koma á fundum félagsins." I fundarlok er stjðrn félagsins kosin í nefndina. A fundi tæpu ári síðar, 10.9.1911, er lesið hréf frá Ungmennafélagi Reykjavíkur um "verndan mððurmálsins" "Var heðið um að safna mállýtum þeim er finnast kynnu í daglegu tali og senda safn það til Ungmennaf. Reykjavíkur, er síðar myndi láta hirta á prenti mállýti þau er væntanlega yrði safnað víðsvegar úm land." Sagt er að hréfinu hafi verið vel tekið, en það fær ekki frekari umfjöllun. Á næsta fundi' sem var aðalfundur, var enn að tillögu Viktoríu kosin mál- lýtanefnd, og hlutu kosningu formaður, ritari og Guðríður Þðrarinsdðttir. Ekkert er getið um störf þessarar nefndar eða annarra næstu árin. Málið er þð ekki algerlega fallið niður enn, því á fundi 24. janúar 1915 segir formaður frá því að hann eigi "uppskrifuð ýmis mállýti og sagðist fús til að lesa þau upp einhverntíma á fundi ef félagar ðskuðu." Þessu hafði verið "tekið þakksamlega". Á næsta fundi getur for- maður þess að ekki verði lesin upp mállýti á þessum fundi eins og gert hafi verið ráð fyrir á síðasta.fuhdi ^enda ágæt grein í "Baldri"' um sama efni". Baldur þessi hefur ekki fundist og eru því engar tiltækar heimildir um hver þessi mállýti voru. Ritstjðra vantar að Litla-Bergþór um ðkomna framtíð. Vinna hálfan eða allan daginn. Laun í samræmi við getu. Þeir sem áhuga hafa á starfinu, hafi samhand við stjórn U.M.P.B.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.