Litli Bergþór - 24.02.1984, Qupperneq 13

Litli Bergþór - 24.02.1984, Qupperneq 13
-11' Svo flyt.jið ]3ið að Torfastöðum« Já;Smáratún vorum við með á leigu og að því kom að okkur var sagt upp ábúðinni. Þá vorum p.ð búin að búa í 4 ár og við t.d. hjðn með 1 barn í 9 rn herbergi og þar að auki undir súð og við langþreytt á þrengslum, svo það var um annaðhvort að ræða að hætta eðá fá stærra húsnæði. Nú við höfum að undanförnu notið heilmikils velvilja og virðumst hafa traust og vilji var fyrir því að stækka husnæðið hér. Hér á ríkið jörð og hús og þar með upptalið, t.d. er allt hðr inni okkar, gagnstætt því sem er á stofnunum svo sem Breiðuvík. En viðbyggingjn, hvernig vgrður hún? Hvor fjölskylda fær þar 50^ fyrir sig, að auki kemur borðstofa niðri ásamt nýjum inngangi og uppi verður sam- eiginlegt herbergi, sjónvarps- eða föndurherbergi. I eldri hlutanum verður áfram sameiginleg stofa og skólinn í fremri stofunni en uppi eru herbergi krakkanna. Nýjan góðan fjósainngang höfum við útbúið í kjallara ásamt annari þjónustuaðstöðu. Hvernig liður dagurinn h.já ykkur? Skólinn er náttúrlega megin hluta dagsins, frá kl. 9-4. Við tökum hádegishló hálf 12 til l..Þá taka allir til hendinni, þrífa, taka þátt í eldamennsku og krakkarnir skiptast á um uppvask og annan frágang. Svo er misjafnt hvað við gerum eftir það en það fara alltaf einhverjir krakkanna í gegningar á kvöldin og einn á morgnana. Um helgar er svo frí frá skóla. A sumrin taka þau svo þátt í störfunum eftir því sem til fellur. Hvernig er meðferðinni háttað? Krakkarnir sem koma eru af einhverjum ástæðum úr jafnvægi. Oft eiga þau í erfiðleikum í skóla, en ofta: eru líka einhverjir tilfinningalegir erfiðleikar sem ] leitt af sér hegðun sem þykir ekki hagstæð og við vini sem sagt á þessum punktum. 1 fyrsta lagi getum við verið nánast með einstak; kennslu, en þau eru oft mikið á eftir í skóla og við skiptumst á 2 og 2 með kennsluna, með allt að 6 nemendur. Við höfum því tækifæri til að stilla námskröfurnar eftir fólkinu, en ekki eftir stórum hóp eins og gerist almennt í skólum. 1 öðru lagi er það tilfinningalegi eðá felagslegi þátturinn. Við höfum heilmikið samstarf við fjölskyldur krakkanna, þ.e. svokölluð fjölskyldumeðferð. Við hittum fjölskylduna með börnunum mánaðarlega og förum í gegn um vandamálin og reynum að laga barnið aö því að flytjast aftur heim til fjölskyldunnar og fjölskylduna að því aö laga sín samskipti, svo að hlut- irnir verði vandræðaminni heldur en áöur var. Eins er það hÓr innanhúss, að við notum okkur að búa þátt og erum fljót að rekast á hornin hvert á öðru. Það reynum við síðan að taka upp, bæði í hversdagslega^lffinu og eins á sameiginlegum fundum, þar sem við förum í gegn um árekstrana 0£ ástæður fvrir þeim. Við vinnum mikið með ábyrgð og traust, reynum að styrkja sjálfsmynd barnanna. Yfirleitt það að vera treyst fyrir störfum er mikið atriði.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.