Litli Bergþór - 24.02.1984, Page 17
-15-
VéíttV SlavpljéSt
aísott
-^Heilsufar hefur verið þokkalegt,engar meiriháttar pestir
gengið a.m.k. frá því að undirritaður hóf störf hér þann 1.
júli 1985. Nokkuð bar á gigtarstingjum eftir miðjan september
eftir heyskaparskorpu en annars var furðulegt hve vel fólk tók
ótíðinni í sumar.
Starfsemi stöðvarinnar er með óbreyttu sniði frá fyrra ári.
Starfsfólk hið sama nema hvað læknaskipti hafa verið nokkuð
tíð en nú fer að sjá fyrir endann á því. Undirritaður var
settur hór frá júlí 1983 og nýjustu fráttir herma að Gylfi Har-
aldsson læknir í Svíþjóð só settur hór frá l.júlí 1984. Guð-
mundur Jóhannsson lót af störfum hór í ágúst eftir 10 ára þjón-
ustu og er honum hór með þakkað gott starf.
Röntgentæki hafa verið keypt á árinu og er unnið að uppsetningu
þeirra. Væntanlega lýkur því verki á næstu mánuðum.
Samstaöa hefur náðst í hóraði um að standa að byggingu nýrrar
heilsugæslu stöðvar og var sótt um fjárveitingu til alþingis í
haust en engir peningar fengust til framkvæmda. Reynt verður að
fara aftur á flot næsta haust og vonandi gengur betur þá. Það
er augljóst mál öllum er um vilja hugsa að bygging þessi er
nauðsynleg enda margrætt mál bæði heima í hóraði og af ráðu-
neyti. Búið er að byggja nýjar stöðvar í öllum læknishéruðum á
Suðurlandi nema hór og er þetta því að vissu marki .jafnróttis
mál. Til frekari rökstuðnings má benda á að stöðin hór er llönr
og er upphaflega hönnuð fyrir einn lækni án aðstoðarfólks en nú
starfa 8 manns við stöðina sem þrátt fyrir viðbyggingu upp á
40mZ er alltof lítil. Til samanburðar má geta þess að staðall
fyrir H2 stöð eins og hór er, er 400m^.
Mór þykir ljóst að stærsta vandamálið á sviði heilsugæslunnar
næstu ár verði vistunarmál aldraðra. Hór í héraði eru nú 250
ellilífeyrisþegar og heimahjúkrunar njóta 10 og fer sá fjöldi
vaxandi. Sá sem gerist ellimóður og ekki fær um að vera lengur
heima á ekki um marga kosti að velja. Þrátt fyrir byggingu a
Selfossi er ljóst að þörfin er langt umfram framboð á plassum þar.
Það1 virðist því vera næsta augljóst, að hór þurfi að byggja elli-
og hjúkrunarheimili og það sem fyrst. Heppileg stærð gæti verið
20 til 25 rúm og væri þannig hægt að bjóða flestum er þyrftu
og vildu pláss í heimasveit eða sem næst því. Pyrir utan mann-
úðar sjónarmið má bæta við, að við slíka stofnun myndi skapast
atvinna, sórstaklega fyrir konur. Bið hór með alla, er vilja
þessu máli vel að reyna að hafa áhrif á sveitarstjórnarmenn
og hvetja þá til dáða. ,
Ef til vill er þetta bara draumórar á krepputimum en sá sem
ekki hefur neitt takmark kemst aldrei langt.
LIFIÐ HEIL.
Ritað á þorra 1984