Litli Bergþór - 24.02.1984, Side 25

Litli Bergþór - 24.02.1984, Side 25
-23' Arni G. Eylands kvað um þingmannl Leysti um ævi enga þraut aldrei herti á taumi, löngum eins og froða flaut fram á tímans straumi. Legar aðrir áttu stríð eða beittu páli, loforð hans og brosin blíð brugðust hverju máli. Um foringjaefnið kvað hann: Hvar sem þínar leiðir lágu lést þú rök og stefnu falt. Þú varst ótrúr yfir smáu yfir stærra settur skalt. Fyrir nokkrum árum hélt Sighvatur Björgvinsson því fram í ræðu að grænlenskt sauðfé skilaði betri fallþunga og meiri afuröum en það íslenska. Þetta stéðst að sjálf- sögðu ekki, en af þessu tilefni kvað Hermann Jéhannesson þingfréttamaður útvarpsins þessa limru: Hér er sægur af sællegum föllum Sighvatur ber af þeim öllum. Mér sýnist ei vafi að sauðurinn hafi gengið á grænlenskum fjöllum. Isleifur Gíslason kvað um afturför sína í ellinni: Hrakar bæði heyrn og sjén, sem hafa starfi skilað. Heilsu minni tel ég tjén að toppstykkið er bilað. Og þessa vísu orti Þérður daginn eftir þorrablétið: I nétt ég fékkst við flöskustútinn fylltist gleðibrag. Andlit grett og augu þrútin angra mig í dag. SKURÐLISTARSKÓLI HANNESAR FLOSASONAR heldur námskeið í tréskurði á Selfossi í feb. — mars nk. Leiðbeinandi verður Þuríður Gísladóttir, sími 2287, sem innritar og gefur nánari upplýsingar.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.