Skólablaðið - 01.10.1950, Page 3
Her birtist fyrsta tölublað Skólablaðsins í vetur, Mjög er jþað með
sama sniði og undanfarin ár, enda hafa sömu erfiðleikar gert vart við sig,
Ma í jþví sambandi helzt geta þess, að öflun efnis hefur gengið heldur þung-
Ekki stafar þetta þo af fæð ritfærra manna £ skolanum, heldur eru
þeir óskiljanlega tregir til að fá oss ritsmíðar sínar til birtingar. Slíkt
er óviðunandi, ÞÓtt menn jafnist ef til vill ekki á við mestu snillinga bók-
menntanna, er engin ástæoa til að liggja á þessu eins og ormur á gulli,
Skólablaðið er blað allra nemenda. Það er því,skylda hvers og eins
að hlynna að því sem mest hann má, Verður það bezt gert með því áð senda
blaðinu efni. Er slíkt vel þegið, hvort sem það er alvarlegs eðlis eða gaman
eitt. Serstaklega eru menn beðnir að lúra ekki á bröndurunum, hinu ómetanlega
kryddi kennslustundanna. Brandaraekla hefur gert okicur lífið leitt við út-
gáfu þessa blaðs, og er leitt til £ess að vita, að menn skuli vera svo and-
lega uppþornaðir, að ekki hrekkur út úr neinum eitt einasta hnyttiyrði.
Þá skal og bent á þáttinn Blekslettur sem vettvang umræðna um
skólamal. En þeir nemendur, sem eitthvað liggur á hjarta hvattir til að senda
þættinum bréf um áhugamál sín,
Skólablaðið hefur nú £ aldarfjórðung endurspeglað andlega menningu
£ skólanum. SÚ mynd, sem það gefur, hefur verið mi'sjafnlega skýr, en þá
fyrst, er allir leggja eitthvað af mörkum, kemur hún greinilega fram.
Okkur ber þvi að halda hátt þvi merki, sem okkur hefur verið fengið £ hendur
og veita blaðinu liðsinni, sem beit við megum.
G.P.