Skólablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 10
- 10
gnabhksmy nc
FRÁ 7 NOV. 155 0
Syrtir á lofti og sortnar í huga,
svik eru mögnuð vort land til að buga,
kalt er í sinni hjá konungsins mönnum,
kaldara en úti í nepju og fönnum,
ljósið það dvínar og líður að kveldi
landið er myrkvað af konungsirB veldi.
Skálholt er sveipað í skugganna Jclæði,
skapanorn spinnur þar örlaga þræði
varðandi ísland á ókomnum öldum
orsök til sor^ar á skammdegiskvöldum,
hollvættir frónsins með áhyggju eygja
úrslitastundina nálgast - og þreyja.
Frelsisins hetjurnar fallnar í dróma
feðgar, sem þorðu að gæta vors sóma.
óskelfdir börðust gegn erlendu valdi,
ógnandi hættu, sem þjóðina kvaldi,
notuðu lögin sem skjöld móti skjóma
skeyttu ei minnsta um erlenda dóma.
Hugdjarfir ennþá í heldimmum klefa
harmanna ásókn með lofkvæðum sefa
syn^ja til heiðurs síns himneska föðui-
hljomurinn fellur sem ólgandi löður
nístandi steypist um föðurlands fjendu£,
fulltrua konungs með saurgaðar hendur.
Öryggið, tryggðina, íslenzka þorið
ómurinn bergmálar - frelsið og vorið
þjóðar,sem stöðugt { vök á að verjast
viljug að neyta síns kraftar og berjast,
hafi hún foringja vakandi á verði
veitir hún bæði með orði og sverði.
Jón M, Samsonar,