Skólablaðið - 01.10.1950, Side 5
- 5 -
átt er. Slíkar "■bókmenntir” gleypir .
æakan í si^ og áhrifin eftir því, Komi
hinsvegar út, t.d. listræn, íslenzk
akáldsaga, rituð á góðu máli með athyglis-
verðu efni og menntaðir lesendur hafa
lokið lofsorði á, þá er alveg víst, að
þeir eru teljandi, sem "nenna" að lesa i
þá hók eða hafa nokkra ánægju af. Al-
menningur er yfirleitt hættur að hera
skynhragð á það sem hann les og vill
ekki þurfa að hugsa neitt út í efnið,
Aðeins taka einhvern hráan glæpareyfar-
ann, sem er lesinn af miklum ákafa - og
síðan hent.
Sæmilega skynsamir menn ættu ekki
að vera í vafa um, að þessum almenna
losarahætti þarf að útrýma skjótt,
IV.
íslendingar hafa varðveitt hina
fornu tungu sína með mikilli sæmd, enda
er íslenzkt þjóðerni á allan hátt undir
því komið, hvað lengi okkur tekst að
varna ^ví, að erlend áhrif nái sterkum
tökum a henni. Þessvegna ríður sérstak-
lega á því að vera á varðhergi. Vegna
samvinnu við erlenda herinn á stríðsár-
unum, og síðustu ár fyrir áhrif hinna
lólegu amerísku kvikmynda og ýmissa
hlaða, er hægt að heyra, hvað íslenzkt
mál er orðið spillt og útatað alls kyns
málvillum, ambögum og amerískum skríp-
yr ðum.
á allt það slúður, sem birtist í
ýmsum rusltímaritunum, - hvort sem það
eru "danslagatextar" (auðvitað á amer-
ísku), reyfarasögur eða heimskandi
kjaftæði um ameríska kvikmyndaleikara
o.s.frv. - ætti að vera óþarfi að minn- •
ast. Við þessu og öðru álíka merkilegu
gín æskan. En ef slíkt spillir ekki
íslenzku æskufólki, ef þetta á ekki þátt
í því að draga unglingana frá íslenzkri
tungu, áhuga þeirra á að tala og rita
sómasamlegt mál, frá fornum hókmenntum,
þeim dýrmæta menningararfi, sem heldur
heiðri íslands á lofti, og fslendingar
eiga að ýmsu leyti þjóðarsjálfstæði sitt
að þakka,- þá er mór gersamlega hulið
hvað það er.
Það er óhætt að fullyrða, að svo er
nú komið, að íslenzk æska sekkur ser
ekki niður í lestur íslendingasagnanna.
HÚn lætur ekki lestur þessara dýrmætu
fornbókmennta vorra tefja sig frá vafa-
sömu tómstundagamni, Unglingarnir eru,-
og verða í enn ríkara mæli með þessu
áframhaldi,- algerlega sljóir fyrir
lestri þjóðlegra hókmennta, hvort sem
það eru fornar eða samtímabókmenntir,
eða yfirleitt þeirra verka, sem göfga
og hæta einstaklinginn og vekja hann
til umhugsunar.
f íslendingasögunum skynjum við
íslenzka þjóðarsál í þúsund ár. Að
fegurð og orðauðgi eru þar svo auðugar,
að hver og einn, sem lesið hefur ein-
hverja af fornsögunum, getur tekið undir
þessar ljóðlínur skáldsins JÓns Helga-
sonar í kvæði hans "f árnasafni" j
"hvar sem óg fletti, við eyru mór
ólguðu og sungu
uppsprettulin.dir og niðandi vötn
minnar túngu".
Ljóðlínur þessar ættu raunar að nsg^-a»
þegar nefndar eru fornhókmenntir vorar
og íslenzk tunga. Svo mikið felst í
þeim,
En þegar virðing æskunnar fyrir
þessu fjöreggi okkar er á leið norður
og niður, hvers er þá að vænta?
Útlendingar, sem komið hafa hingað
til lands, hafa telcið eftir þessari
breytingu á í'^.lendingum og vakið máls
á því, hvað hugsunarhátur margra og
málfar er gognsýrt af "ameríkanismanum",
enda er auðvelt að komast um raun um
það.
Þannig hefúr mikill hluti fólksins
verið heimskaður og þannig verður þro-
unin ef ekki er spornað við x tíma.
V.
Kynslóðin, sem nú er að koipast á
1egg, er sízt verri en hinar fyrri^
en hún er á vafasamri braut, sem mer
virðist einsætt, að hún verði að snúa
af, fslendingaxhhfa átt stórum saman
að sælda við Dani. Tungan smitaðist af
dönskum orðum og orðatiltækjum, sem
ennþá eimir af eftii' allan þennan tima.
Ég tel, að "ameríkanseringin" se langt-
um hættulegri, þar sem hún hrýtur sór
braut með meiri tækjum en dön3ku áhrif-
in á sínum tíma. Smáþ3Óð getur alltaf
vænzt þess að verða snortin af erlendum
áhrifum enda hafa íslendingar elcki
farið varhluta af því. En á svörtustu
niðurlægingatímahilum þjóðarinnar varð-
veitti hún tungu sína og menningu,
þrátt fyrir kúgun á alla lund, og segja
má, að hún hafi hognað en ekki brotnað.
E. L