Litli Bergþór - 01.06.1988, Qupperneq 16

Litli Bergþór - 01.06.1988, Qupperneq 16
16 ATVINNUMAL: Nautgriparækt í Biskupstungum Ekki ætla ég í þessari grein að gera sögulega úttekt á nautgriparækt hér í sveit eða félagsmálum mjólkurffam- leiðenda. Heldur ætla ég öllu heldur að fjalla um stöðu nautgriparæktar og mjólkurffamleiðslu nú um þessar mundir og þróun undanfarinna ára. Ennffemur ætla ég að leika mér dálítið að tölum. Sú breyting hefur orðið hér í sveit sem og víða annars staðar að mjólkurffamleiðend- um hefur fækkað og fækkar þeim enn meir næstu árin ef fer sem horfir. Þessi fækkun hefúr orðið að miklu leyti síðurstu 20 árin og er nú svo komið að einungis er seld mjólk úr 31 fjósi hér í sveit, en eitthvað fleiri fjölskyldur hafa tekjur af þessum búum. Samkvæmt forðagæslu- skýrslum 1987 voru 1.567 nautgripir á fóðrum í sveitinni þar af 805 mjólkurkýr og hefúr kúm farið fækkandi s.l. ár en kálfúm og geldneyti fjölgað. Eins og flestir vita er mjólkurffamleiðsla bundin framleiðslurétti og ffam- leiðsluréttur okkar til sölu mjólkur er u.þ.b. 2.7 millj. lítra. Áætluð ffamleiðsluverðmæti kúabúa árið 1988 gætu verið sem hér segir: Mjólk 91 millj. kr. ; nautakjöt og fl. 7-9 millj. kr. Eins og fyrr greinir erum við bundnir kvótakerfi og því er nokkuð auðvelt að gefa sér tölur. Biskupstungur ásamt Hrunamannahrepp og Skeiða- hrepp eru langstærstu ffamleiðslusvæði á Suðurlandi. Úr Biskupstungum koma 7.2% af allri mjólk sem berst til Mjólkurbús Flóamanna og 2.7% af landsframleiðslunni. Ljóst er að kúabúskapur er ein meginstoðin í atvinnulífi þessarar sveitar og verðum við að gæta okkar mjög að halda okkar hlut í þeirri heildarköku sem mjólkurfram- leiðendum er skammtað af. Nautgriparæktarfélag Bisk- upstungna verður 80 ára á næsta ári og hefur starfsemi þess lengst af snúið að kynbótum. En síðari árin hefur einnig verið lögð mikil áhersla á önnur atriði í rekstri bú- anna. Meirihluti kúabænda tekur þátt í skýrsluhaldi nautgriparæktar Búnaðarfélags íslands og á hverju ári er fúndað hér í sveitinni þar sem niðurstöður eru lagðar ffam og ráðunautar ræða um kynbótanaut o.fl. Árið 1987 voru meðalafúrðir reiknaðra árskúa hér í félaginu 4012 kg. af mjólk með 3.98% fitu og er það dálítið yfir landsmeðaltali. Afúrðahæstu kýrnar á hverju ári ná u.þ.b. 7000 kg. í nyt. Óhætt er að fúllyrða að við höfum notað minna aðkeypt fóður til mjólkurffamleiðslu síð- ustu 2 árin en oftast áður. Nú á dögum kvóta er það ein- mitt mjög brýnt ásamt því að bæta kúastofninn enn meir í þá veru að nýta vel heyfóður. Að lokum vona ég að ein- hverjir hafi orðið einhverju ffóðari við lestur þessarar greinar þótt sundurlaus sé. Gunnar Sverrisson ]s[ÝLAGN1^- teikningak VIÐHALD jENS péturjóhannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI SÍMI 98-68845 - LAUGARÁSI BISKUPSTUNGUM

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.