Litli Bergþór - 01.06.1988, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.06.1988, Blaðsíða 20
20 aldur, og segist vilja kjósa sér legstað, þar sem heyrist klukknahljóð og árniður, og biður hann því að flytja sig dauðan að Haukadal, en fyrir það ómak skuli hann eiga það, sem sé í katlinum hjá rúmi sínu ; en þegar hann sé dauður, skuli bóndi hafa það til merkis, að þá muni göngustafur sinn vera við bæjardyrnar í Haukadal. Bóndi lofar þessu og skilja þeir að því. Nú líður og bíður, að ekki fara neinar sögur af Bergþóri, þangað til einn morgun, að fólk kemur ofan í Haukadal, er þar var ákaf- lega mikill göngustafúr við bæjardyrnar. Heimamenn hafa orð á þessu við bónda ; bóndi talar fátt um, en gengur út og sér, að það er stafúr Bergþórs. Lætur hann þegar smíða líkkistu mikla og býst til ferðar norður í Blá- fell við nokkra menn. Er ekki sagt af ferðum þeirra, fyrr en þeir koma norður í Bergþórshelli; sjá þeir Bergþór þar dauðan í rúmi sínu, láta hann í kistuna, og þykir þeim hann fúrðu léttur eftir stærðinni. Nú sér bóndi, að stór ketill er við rúmið. Litast hann nú um, hvað í honum muni vera, og sér ekki í honum annað en viðarlauf, og þykir Bergþór hafa gabbað sig og hirðir ekki. Einn af fylgdarmönnum hans fyllir báða vettlinga sína af lauf- unum. Síðan fara þeir með lík Bergþórs úr hellinum niður fjallið. En þegar þeir eru komnir ofaná jafnsléttu, fer maðurinn að gá í vettlinga sína, og eru þeir fullir af pen- ingum. Sneri bóndi og menn hans þá aftur og vildu sækja ketilinn, en fúndu hvergi hellinn, og aldrei hefúr hann fundizt síðan. Urðu þeir því að snúa aftur við svo búið, og fluttu lík Bergþórs niður að Haukadal, og lét bóndi jarða það þar fyrir norðan kirkjuna. Heitir þar síðan Bergþórsleiði. Hringurinn úr broddstaf Bergþórs kvað vera í kirkjuhurðinni í Haukadal, en broddurinn er sagt að lengi hafi verið hafður þar fyrir kirkjujárn ; og endar hér sagan af Bergþóri í Bláfelli. Sýrukerið á Bergstöðum Sýrukerið á Bergstöðum. Lýsing: Þetta er hola í bergið suðvestur frá bænum, höggvin í móklöpp, stærð 1,5 m í þvermál að ofan, 55 cm á dýpt. Hún er öll í höggförum að innan eins og eftir stafsbrodd, sem höggvið er í klaka. Þau ummæli fylgja að alltaf skuli geyma sýru í kerinu og skal hún endurnýjuð árlega. Annars verði bóndinn fýrir tjóni, einkum á búfé. Ég undirritaður ólst upp á Bergstöðum, var þar heim- ilismaður ffá 1915-1941 að ég fór að búa á næsta bæ, Drumboddsstöðum. Þessi ár og nokkru lengur bjuggu á Bergstöðum hjónin Guðrún Þorsteinsdóttir og Sigurfinn- ur Sveinsson. Alltaf þótti nauðsynlegt að setja árlega sýru í kerið. Var það oft mitt verk, oftast gert að hausti. Fór ég þá með 2 fúllar fótur þ.e. um 20 lítra. Jós ég fýrst úr kerinu og hreinsaði alveg botninn. Fyrst var vatnið sem ég jós alveg tært, en þegar kom niður í það fór að koma sérstök lykt af því og gráleitur litur á það. Sagt var að sýran og vatnið blönduðust ekki saman í því, sýran væri alltaf undir. Ég hellti svo sýrunni í tómt kerið. Þegar rigndi seytlaði vatn ofan af klöppinni í það svo að það var alltaf fúllt og rann aðeins úr því í rigningum. Þessi 26 ár sem ég var á Bergstöðum kom það tvisvar fyrir að ekki hafði verið sett sýra í kerið. Annað árið drapst ein kýr af þremur og góð hryssa sem drapst ofan í feni. Hitt árið drápust um 20 sauðir úr einhverri lungnaveiki og þótti miídll skaði að. Þessar búsifjar voru í bæði skiptin settar í samband við að gleymst hafði að setja sýru íker- ið, því yfirleitt voru skepnuhöld góð og búskapur gekk heldur vel hjá þessum hjónum. Á síðustu búskaparárum þessara umgetnu hjóna á Bergstöðum, þegar þau voru orðin þar ein og farin að heilsu og skepnur orðnar fáar, áttu þó 2 kýr sem drápust báðar síðasta vorið sem þau bjuggu á Bergstöðum. Farið var þá að athuga að ekki hafði verið sett sýra í kerið í eitt og hálft ár, og var þá kúa- dauðinn settur í samband við það. Árið 1965 urðu eig- endaskipti á jörðinni Bergstöðum. Þá keyptu hana hestamenn úr Reykjavík. Einn af þeim var Einar G.E. Sæmundsen, skógfræðingur, sem nú er fýrir nokkru lát- inn. Hann var mjög ákveðinn í því að árlega skyldi sett sýra í kerið og ekld breytt þeirri gömlu venju. Nú er þetta verk búið að vera í föstum skorðum í nokkur ár. Eigend- urnir kaupa sýru í M.B.F. og setja hana í kerið um versl- unarmannahelgina ár hvert. Alltaf hefúr sama yfirgerðin verið á sýrukerinu síðan ég man fýrst eftir og sjálfsagt gæti hún verið nokkurra alda gömul. Hún er hlaðin úr hellusteinum í hring sem látinn er ganga að sér og hella lögð yfir þegar opið er orðið lítið. Dyrnar eru hlaðnar upp úr kampsteinum, og eru þær farnar að síga saman svo ekki verður um þær komist nema fyrir mjög granna. Týrft hefúr verið yfir hleðsluna, svo þetta er lágur hóll til að sjá. Á árunum milli 1920 og 1930 kom stundum fólk að Bergstöðum sem vildi sjá sýrukerið, einkum útlend- ingar sem ferðuðust eftir korti, því sýrukerið var merkt á kortinu sem það ferðaðist eftir. Einu sinni kom danskur maður seint um kvöld. Honum var boðið að nátta sig. Hann sagðist þá ætla að gista í sýrukeri og benti á það á kortinu. Gekk ég þá með honum að því og fannst hon- um þá ekki fýsilegur gististaðurinn og var feginn að koma með mér heim aftur. Mér er ekki kunnugt um að slíkt sýruker sé til annarsstaðar á landinu. Mér finnst saga Bergþórs í Bláfelli mjög merkileg og býst við að ekkert tröll eða afkomandi trölla eigi sér merktan legstað nema hann því á leiði hans er áletraður myndarlegur leg- steinn með nafni hans, norðan við kirkjugarðinn í Haukadal. Sögu Bergþórs í Bláfelli er að finna á Þjóð- sögum Jóns Arnasonar og er hún þar eftir sögn Egils hreppsstjóra í Múla Pálssonar og talin munnmælasaga í Biskupstungum. Einnig er hún endurprentuð í bóJdnni ,,lnn til fjalla I.bindi eftir Guðríði Þórarinsdóttur frá Drumboddsstöðum, útgefin 1949. Skráð hefurSveinn Kristjánsson 1987, fceddur 20.12. 1912, nú í Bergho/ti, Biskupstungum.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.