Litli Bergþór - 01.06.1988, Side 18
18
iVÍSNAÞÁTTUR
Ef ég reyni léttan leik,
liðið mitt að kæta,
er það mein að andans kveik,
engin hitti væta.
Ferskeytlan í formi sterk,
fátt ég dái meira.
Hún er lítið listaverk,
lætur vel í eyra.
Þættir Ómars Ragnarssonar ,,Hvað heldurðu"
hafa orðið kveikja að nokkrum vísxun.“
Sigurinn til sóma telst,
sigraðir eru smáðir.
Ég er að vona allra helst
að þeir vinni báðir.
Það kom fram að menn voru málaðir í andliti
áður en myndataka hófst.
Hér er allt með glys og glans,
gamlir ýmsu mæta.
Skyndimálun skaparans
skal nú endurbæta.
Skallinn á Ómari var aðalyrkisefnið í fyrstu
þáttunum.
Ómar væri alveg núll með engan skalla,
um hann vísur flestar fjalla,
fínna gaman þekkist valla.
Fljótlega fannst mér þetta yrkisefni vera
misnotað.
Þetta spjall um þennan blett
þykir valla kímið,
en orðið skalli er svo létt
að það falli í rímið.
Samsettu mannamyndirnar vöktu ýmsar
hugmyndir.
Ómar gæti orðið smart,
arkað stoltur héðan,
ef hann fengi efripart
af henni Heiði léðan.
Heiði trúi ég mætti margt,
sem mundi gleðja vini,
ef hún hefði efripart
af Ómari Ragnarssyni.
Stundum var dómarinn nokkuð harður að
úrskurða að tíminn væri útrunninn.
Ef þið verðið ívið sein,
Ómars trufluð skvaldri,
mundið þið bara mistiltein
og myljið haus á Baldri.
Hjálmar jónsson prófastur Skagfirðinga var að
minum dómi fleygasti hagyrðingurinn sem fram
kom í þáttum Ómars. Fýrir nokkrum árum var
hann hér í Aratungu á kvöldvöku hjá
Ungmennafélaginu. Þá gerði ég þessa vísu.
Lætur Hjálmar ljóðagamm,
leysa ský frá sólu.
Erfast nú í ættir fram,
auðæfin frá Bólu.
Árnesingar féllu í fyrrnefndri spurningakeppni
en gekk nokkuð vel eftir að þeir gengu aftur.
Gæfúsólin gengur hring,
garpar misjafnt duga.
Afturgengið Árnesþing
enginn nær að buga.
Flosi Ólafsson var aðalstjarnan í síðustu
þáttunum og hklega síst gleymdar vísurnar sem
síðast voru gerðar. Þegar Árnesingar náðu að
jafna í bili í lokakeppninni.
Flosi ljóðin kveður klúr,
klækjóttur og hrekkinn.
Ragnheiður á svipinn súr,
sígur niður í bekkinn.
Lyftir brosi seggur súr,
svipinn losar trega.
Enn er Flosi karlinn klúr
klæmist rosalega.
Þeir elduðu grátt silfur, Flosi og Birgir
Hartmannsson og bar margt á góma.
Flosa kroppur flokkast svo,
fýrir um það Birgir sagði.
Framparturinn fer í 0
fellur krof á hrútabragði.