Litli Bergþór - 01.06.1988, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.06.1988, Blaðsíða 3
RITSTJORNARSPJALL Fyrir skömmu var haldinn fjölmennur ritstjórnarfundur þar sem mætti nýja fólkið í útgáfunefnd ásamt fráfarandi nefnd. Þar fór fram athyglisverð umræða um stöðu og ffamtíð Litla-Begga. Þessir gömlu í nefndinni voru ein- dregið á þeirri skoðun að blaðið okkar væri best allra blaða. Og þar sem við vorum svona ánægð með okkur þá gat nýja fólkið varla komist að með nein mótmæli. Það sést best á þessu að þörf er á endurnýjun svona af og til í ritnefnd, undirrituð hefur t.d. þrjóskast við í heil 7 ár. Á fýrrnefndum fundi var þó aðallega rætt um breyt- ingar á vinnslu blaðsins. Eins og kom ffarn í síðasta blaði og sást, varð þá heilmikil breyting á, og finnst mér að muni þar mest um gæði myndanna, því blaðið var prent- að í prentsmiðju en hafði áður verið offset fjölritað. En vinnsla síðasta blaðs tók allt of langan tíma og því stend- ur Litli-Bergþór enn einu sinni á tímamótum. Nú er það tölvuöldin sem heldur innreið sína hér heima í héraði, enda er tölvusérffæðingur Reykholtsskóla kominn í út- gáfunefnd. Einnig er ný í nefndinni Drífa Kristjánsdóttir (nú orðin gjaldkeri LB) svo og varamaður Anna Sigríður Snædal, en hún hefúr reyndar aðstoðað við blaðið í vet- ur sem útlitshönnuður og teiknari. Jón Þ. Þórólfsson og undirrituð hætta að sinni í útgáfúnefttd. í þetta skipti tók Guðríður Erla sér ffí ffá vélritun en Anna Björg Þorláks- dóttir og Stefán Böðvarsson tóku að sér að vélrita text- ann og þá inn á tölvu. Færum við þeim okkar bestu þakkir. Síðan verður blaðið sett upp hjá Nýju útliti. Hugs- anlega verður tölvuvinnslan enn meiri hér heima seinna meir, jafnvel öll uppsetning. í síðasta tölublaði lofúðum við því að þetta blað yrði helgað afmælinu en við svikj- um það og frestum afmælisblaðinu til haustsins. Mig langar að lokum að nota tækifærið og þakka öllum sem ég hef starfað með í útgáfúnefnd fýrir skemmtilegt sam- starf um leið og ég óska nýju fólki í nefhdinni góðrar skemmtunar. Ég vona að Litli-Bergþór haldi áfram að dafna vel, þroskast og breytast, og ég óska honum langrar ævi. Læt ég þessu kveðjuávarpi hér með lokið. Sigríður J. Sigurfinnsdóttir Málgagn Ungmennafélags Biskupstungna 9. árg. 2. tbl. júní 1988 Ábyrgðarmaður: Tfeikningar að hluta: Efnisöflun og rit- skoðun: Myndir: Vélritun: Útlit og umbrot: Prentun: Forsíðumynd: Sveinn A. Sæland Anna Sigríður Þ. Snædal Jón Þór Þórólfsson Sigríður J. Sigurfinnsdóttir Arnór Karlsson Þorfinnur Þórarinsson Sveinn A. Sæland Gunnar Sverrisson Stefán Böðvarsson og Anna Björg Þorláksdóttir Nýtt útlit, Selfossi Prentsmiðja Suðurlands Við vígslu nýju borholunnar við Efri-Reyki Efnisyfirlit: Ritstjórnarspjall Afmæli Umf. Biskupstungna Aðalfundur Umf. Bisk. Sveitarstjórnarmál Afmæli Reykholtsskóla Atvinnumál Barnaefni Örnefni Fréttir Félagsmál Vísnaþáttur íþróttir Af ,,Stóra Bergþóri"

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.