Litli Bergþór - 01.06.1988, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.06.1988, Blaðsíða 12
12 ÖRNEFNI í REYKHOLTI í Reykholtshverfi og nágrenni þess er mjög fallegt og fjölbreytt landslag. Það er kjörið til útivistar jafnt ungum sem gömlum. En þar sem , .landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt“ eins og segir í kvæðinu þótti okkur ekki úr vegi að birta mynd af svæðinu og merkja inn á örnefni sem höfð eru eftir Kristrúnu á Brautarhóli. Bjarni Kristinsson aðstoðaði við kortagerðina og eru honum færðar bestu þakkir fyrir. Það skal tekið fram að tölurnar 1-75 eru ekki óslitin töluröð, þar sem myndin nær ekki yflr allt það svæði sem lýst er. j þ. þ> Stóra-Fljót Heimildarmaður: Kristrún Sæmundsdóttir, f. 1907. Fluttist hingað 14 ára. Lærði örnefni af kunnugu fólki, sem þá var þar fyrir. Búið er að breyta og skipta landi jarðarinnar og byggja mörg garðyrkjubýli þar. Því fórum við eftir hinu gamla landi Stóra-Fljóts en létum síðan skiptingu liggja milli hluta Lýsingin hefst við það býli sem nú nefnist Brautarhóll (1). Hóllinn sem húsið stendurá, hét áðurKúla (2). Kúlu- holt er norðan við, en mýrarsund var á milli. Holtið nær nokkuð langt inn eftir. Það er mikið til ræktað nú. í mýr- arsundinu var smárimi heldur þurrari og nefndur Beina- rimi (4). Vestan við Kúluholtið, ofan við mýrarsundið, var dálítill valllendisblettur nefndur Kinn (5) ; þar var lambakofi eitt sinn, Kinnarkofi (6). Nátthagi (7) var norðan megin í mýrarsundinu. Þar er nú slétt tún. Heygarðshóll (8) var smáhæð sunnan við bæinn á Stóra- Fljóti sem var. Þar var útbúinn graffeitur en hann hefir aldrei verið notaður. Þar sem bærinn var eru nú fjárhús. Tfeigur (9) var mýrarsvakki sunnan við hólinn. Heita vatnið frá Reykholtshver rann um hann og því var stund- um veitt á mýrina. Tfeigurinn var að mestu ofan við nú- verandi veg en náði einnig suður fyrir hann. Jónsflöt var slétt flöt í túninu vestan við Stóra-Fljótsbæinn en ofan við hann (norðan) var Kvíaflöt. Þar voru færikvíar. Leyn- ir var hvammur norðan í túninu og náði vestur að Borg- arássundi en það er mýrarsund vestan við Borgarás og nær langt inn eftir og skildi á milli Litla-Fljóts og Stóra- Fljóts. Ofan og innan við Leyni var Hesthúshóll, hann er nú í túni. Norðan við Kúluholt er mýrarsund, nokkuð breitt. Þar innan við er Stöðulás, aflangur grjótás, stund- um nefndur Réttarás, því austan undir honum var rétt. Innan við hann var Borgarás og er smásund mjótt á milli. Hann er nokkuð langur og nær innundir Flóða- mýri, en svo heitir mýrin norðan við holtin og sunnan og austan við Flókatjörn. Þar er dálítill silungur. Norðaust- an við Borgarholt eru Smáholt, tvö lítil holt eða rimar. Milli Smáholta og Borgaráss er mýrarsund. Flóð voru fúaflóð þvert yfir Flóðamýri úr Flókatjörn og lágu út í Fellsgil, en það fellur íTungufljót og er á merkjum á móti Felli. Þar sem gilið kemur úr Flóðunum heitir Gilbotn. Steinka var varða innarlega á Borgarás og var til að varða leiðina í fjárhús innarlega á Borgarás og sauðahús, sem voru innan við Flóðamýri syðst í Brattholti sem er á mörkum milli Fells og Kjaranstaða. Sunnan við Smá-

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.