Litli Bergþór - 01.05.1990, Side 3

Litli Bergþór - 01.05.1990, Side 3
Ritstjórnarspjall. * Það kann að koma á óvart hve stutt er nú á milli blaða L-B. Astæðan er annars vegar að útkoma síðasta blaðs dróst lengur en ætlað var, m.a. vegna ófærðar. Hins vegar telur ritstjóm æskilegt að koma þessu blaði út fyrir sveitastjómarkosningamar. Með því er ætlunin að leggja lið málefnalegum undirbúningi kosninganna. I því skyni var hverjum lista gefinn kostur á einni opnu í blaðinu. Er þess vænst að þannig gefist frambjóðendum tækifæri til að kynna sveitungum stefnumál sín og viðhorf. Vonandi hafa lesendur utan sveitar einnig áhuga á að fá að vita hvað efst er á baugi hér í sveitinni á sviði sveitarstjómarmála. Ekki verður fjallað frekar um þessar kosningar hér, en aðeins látin í ljós sú von að þær verði sveitinni til heilla og valdi ekki sárindum. Stundum reynir dálítið á félagssþroska fólks í tengslum við hreppsnefndarkosningar. A þessum árstíma fara fram margar aðrar kosningar í sveitinni, og vekja þær sjaldnast mikla athygli.^A ég þar við þegar hin ýmsu félög velja sér forystu og fólk til ýmissa trúnaðarstarfa. I flestum tilvikum tekur fólk þessi störf að sér til að verða við félagslegri skyldu miklu fremur en það sækist eftir þeim. Margir leggja á sig mikla vinnu í trúnaðarstörfum fyrir áhugamannafélögin og fá ekki einu sinni greiddan kostnað sem þeim em samfara. Stundum em einu launin last manna sem finnst þeir ættu að gera betur. Oft er að vísu erfitt að gera greinarmun á vanþakklæti og eðlilegri gagnrýni. En margir njóta ávaxta af erfiði þeirra sem starfa fyrir hin ýmsu félög. Það er mikið verk að halda uppi öllu því margháttaða starfi sem áhugamannafélögin hafa á sínum vegum hér í sveitinni. Vorið er líka tími annarskonar uppgjörs þar sem markmiðið er ekki síður að fá háa tölu en í kosningum. A ég þar við prófin í skólunum. Þessa dagana standa þau yfir bæði í Reykholtsskóla og á Torfastöðum. Þó nokkuð hafi dregið úr hörku í tengslum við prófin í grunnskólunum upp á síðkastið er jafnan htið á þau sem mælikvarða á árangur skólastarfsins. Margir hafa svo tilhneigingu til að meta hvem einstakling eftir þeim árangri sem hann nær þar. Afdrifaríkara mun þó oft hve nemendur sjálfir flokka sig eftir honum. Oft vill þá gleymast að próf mæla aðeins takmarkaðan hluta af hæfileikum fólks, og sá sem ekki nær háum einkunnum getur haft afburða eiginleika á öðmm sviðum. Lýk ég svo þessu spjalli með þeirri ósk að hvorki kosninganiðurstöður né einkunnir skaði nokkum mann hér í sveit á þessu vori. A.K. Fiárlögum flett. I fjárlögum 1990 eru eftirfarandi fjárveitingar merktar stofnunum og verkefnum í Biskupstungum 1. Skálholtsskóli, almennur rekstur, (að frádregnum sértekjum kr.590 þúsu nd)... kr. 4.203 þús. ivicoicrudrnC'iiumo ioiTflSioouni) rvKsiur «♦« ki* í i.jju pusunu. 3. Geysir í Haukadal, alm. rekstur... kr. 1.500 þúsund 4. Skálholtsstaður, stofnkosmaður... kr. 5.000 þúsund. 5 Heilsugæslustöðin Laugarási, alm. rekstur ... kr. 4.299 þúsund. A.K. Litli - Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.