Litli Bergþór - 01.05.1990, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.05.1990, Blaðsíða 5
fjallshlíðamar eru þaktar stöllóttum hrísgrjóna- ökrum. Þó að við tækjum það rólega, vorum við dauðuppgefnar þegar við komum til þorpsins Tatopani, eftir 5 daga göngu. Síðasta daginn þurftum við líka að kliffa 1800 m. niður, en Tatopan er í 1200 m hæð. Tatopani þýðir heitt vatn. Þama era sem sagt heitar laugar og því vinsæll áningarstaður ferðamanna. Ekki spillir, að loftslagið er nánast hitabeltisloftslag, með tilheyrandi ávaxtatrjám og blómskraði. Þvotta- aðstaða er frekar lítil annarsstaðar á leiðinni, í mestalagi bæjarlækur gegnum þorpin, - ekki alltaf jafn þrifalegur, - ef það er þá nokkuð rennandi vatn. Svo að flestir nota tækifærið til stórþvotta. í Tatopani breyttist hin lauslega ferðaáætlun okkar í fyrsta, en ekki í síðasta skipti. Stelpumar höfðu fengið nóg af göngunni og ákváðu að snúa auðveldari leið til baka til Pokhara. Ég var hinsvegar fyrst nú að komast í form, svo eftir tveggja daga stopp hélt ég áfram göngunni, nú í fylgdþriggja svissneskra stráka, sem við höfðum kynnst á leiðinni. Þessi gönguleið er það vinsæl, að auðvelt er að kynnast fólki frá öllum heimshomum. Allir era á svipaðri bylgjulengd, á svipuðum aldri og með sömu ferðabakteríuna. Maður er því sjaldnast einn á ferð, þótt ekki sé í fylgd ferðafélaga. - Okkur reyndist hinsvegar erfiðara að komast í kynni við hina innfæddu. Bæði vegna þess að við stoppuðum ekki nema einn dag á hverjum stað, og svo er túrisminn búinn að “spilla” fólkinu að því leyti, að það lítur á ferðamenn eingöngu sem gróðaveg. í öllum smáþorpum á leiðinni era lítil fjölskyldugistihús, þar sem gisting fæst fyrir sama og ekki neitt, gegn því að borðað sé á staðnum. Gistingin kostaði oftast sem svaraði einni íslenskri krónu (1981), og maturinn frá 2-5 kr. Þetta þætti ekki dýrt á okkar mælikvarða, en er dýrt á nepalskan. Þessi gistiheimili era oft rekin af konum, því mennimir eru í vinnu einhversstaðar annarsstaðar, eða í hemum. Það er alveg ótrúlegt hversu fjölbreyttan mat þessar konur geta framleitt, handa kannski 5- 10 ferðamönnum, á einum hlóðum á gólfinu. - En það er venjulega eldunaraðstaðan. - Ferða- mennirnir, og stundum fjölskyldan með, sátu svo á gólfinu í kringum eldinn, eða hlóðimar, og gat stemmningin oft orðið mjög skemmtileg á kvöldin. Ef heppnin var með, var þarna sonur (eða sj aldnar dóttir) á heimilinu, sem kunni meira í ensku en bara það, sem kom matseðlinum við, og við gátum fræðst svolítið um líf fólksins þama í fjöllunum. En oftast vora það ferðamennirnir annarsvegar, sem töluðu saman sín á milli og DœmigeríNepalskt landslag. innfæddir hinsvegar. Við bakpæklingarnir skiptumst á ýmsum upplýsingum og ábendingum um áhugaverða staði og ekki spillti góð ferðasaga, y fir matnum í rökkrinu við hlóðimar, eða gítarspil og söngur á eftir. Það var áhugavert að kynnast öllu þessu fólki, en bara eilítið ankanalegt að fræðast meira um aðrar heimsálfur, en landið sem við voram í. - En við höfðum aðeins þriggja vikna fjallgönguleyfi og leiðin upp til Muktinath, þangað sem ferðinni var nú heitið, er um 250 km fram og til baka, svo okkur veitti ekki af tímanum. - Landslagið var stórfenglegt. Það breyttist úr hálfgerðu hitabeltis landslagi með ávaxtaöjám og hrísskákum upp eftir öllum fjallshlíðum, yfir í “skandinavíska” banrskóga og óræktað land og að lokum yfir í þyrrkingslega eyðimörk í regnvari við Himalayafjöllin. Og alltafgnæfðu snæviþakin háfjöllin yfir - og umluktu mann að lokum á allar hliðar. Fyrstu 5 dagleiðirnar reyndust vera þær erfiðustu. Eftir Tatopani varð gönguleiðin auð- veldari og svo styrktist maður með hverjum deginum. Eftir 3 vikurá göngu munaði mann ekkert um að hlaupa kílómetra upp og annan niður í striklotu, og ganga 20-30 km á dag. Eftir áframhaldandi fjögurra daga labb á milli þorpa komum við til Muktinath, sem er tíbetskt fjallaþorp í um 4000 m hæð, rétt við snjólínuna. - Þar er fjöldi gamalla hofa (templa) hindútrúar- manna og í einu slíku brennur heilagur eldur á vatni. Koma pílagrímar langt að til að tilbiðja hann. Þessi eldur hefur brannið þama í hundrað ára, - sennilega jarðgas, sem kemur upp með lindarvatninu, - og lítur þessvegna út eins og vatnið logi. Meðan ég var inni í hofinu, kom hópur tíbetskra kvenna inn, sem þuldu bænir, krapu og hentu yfir sig hrísgijónum í sífellu, fyrir framan eldinn. Klæðnaður tíbetskra kvenna er mjög sérstakur og fallegur þó dökkur sé, og setur svip á mannlífið. Nokkrir ferðamannanna þoldu ekki þunna loftið, og urðu að snúa við samdægurs. - “Loftveiki” (High altitude sickness) fer að gæta í Litli - Bergþór 5

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.