Litli Bergþór - 01.05.1990, Blaðsíða 16

Litli Bergþór - 01.05.1990, Blaðsíða 16
s Asbrandsá / eða Arbrandsá? Ölvisholti 24. ianúar 1984. Ritstióri Sunnlenskra bvggða. hr. Páll Lýðsson. Samkvæmt umtali sendi ég þér hér með nokkur gögn varðandi nafnið á á þeirri, sem rennur úr Sandvatni og myndar Tungufljót í svokölluðum Fljótsbotnum, milli Hóla og Haukadals, og ég tel að heiti Arbrandsá. 1. Ljósrit af eftirriti úr landamerkjaskár Ámessýslu frá 1883 um landamerki Haukadals. 2. Umsögn Einars Gíslasonar, Kjamholtum f. 1904. 3. Umsögn Egils Egilssonar á Króki, nýlega látinn hátt á níræðisaldri. 4. I bókinni Amesþing eftir próf. Einar Amórsson er á bls. 102 talað um Tungufljót. “Kaldakvísl / / og Arbrandsá, frá neðstu austurmörkun, til efstu austurmarka.” A bls. 103 í sömu bók . “Að austan verða mörkin Tungufljót og Arbrandsá sem kemur úr Sandvatni. 5. Á Herforingjaráðskortum, sem munu hafa verið gerð nálægt síðustu aldamótum, stendur skýmm stöfum Árbrandsá. En þar munu ömefni tekin eftir heimamönnum á hveijum stað. 6.1 riti dr. Haraldar Matthíassonar um landnám o.fl. er ritað Árbrandsá, (Ásbrandsá) í sviga. Skil ég það svo að hann hafi talið það rangt. Ekki veit ég hvenær þetta Ásbrandsámafn kom fyrst fram, eða frá hverjum. Þá gmndar mig að Jón Eyþórsson og Pálmi Hannesson, annar hvor eða báðir, hafi átt þar hlut að. Þeir vom miklir ferðagarpar og gáfu ýmsum stöðum ný nöfn. Samanber Geirsöldu á Kili, sem áður hét Fjórðungsalda. Enda em þar vatnaskil milli norðurs og suðurs. Einnig um líkt leyti var gerð tilraun til að breyta nafni á Hrútsfelli, sem er suðaustan í Langjökli, vestan Þjófadala, í Hrútafell, en mun líklega ekki hafa tekist. Meðal annars vegna árverkni Guðmundar Kjartanssonar jarðfræðings frá Hruna. Sjálfur átti ég heima í Bryggju, sem var hjáleiga frá Haukadal og stóð bærinn skammt vestan við Tungufljót, þar sem brúin er núna. Var 12 áraþegar ég fórþaðan. Varorðinnþaulkunnugurumþessar slóðir og þekkti öll ömefni og man þau flest enn. Síðar átti ég heima íLaugarási í 6 ár og fór þá til fjalls á hveiju ári, bæði haust og vor. Og var þá samferða mörgum mönnum bæði yngri og eldri, sem vom öllum leiðum og kennileitum þaulkunnugir. En öll þessi ár og í öllum þessum ferðum heyrði ég aldrei minnst á Ásbrandsá, heldur æfinlega Árbrandsá. Þá ræddi ég þetta við Guðjón Bjamason, sem síðast var kenndur við Hruna. Er nú látinn fyrir fáum árum hátt á tíræðisaldri, með óskert minni. Hann átti heima á Hólum frá 1900-1913. Hann sagðist aldrei hafa heyrt umrædda á nefnda annað en Árbrandsá. Margir fleiri af þessum slóðum hafa tekið í sama streng. Þetta er nú orðið langt mál um lítið efni, sem ekki virðist skipta miklu máli. En það sem fyrir mérvakirer, að einhverjirmenn þótt mætirog menntaðir séu, geti ekki óátaldir, vaðið um landið þvert og endlilangt og afmáð gömul ömefni og sett inn ný í staðinn. Runólfur Guðmundsson frá Bryggju. Litli - Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.