Litli Bergþór - 01.05.1990, Side 18

Litli Bergþór - 01.05.1990, Side 18
Ásrsrsrsrsrsrbrandsá ...frh. Ritstjórn Litla-Bergþórs hefur farið á leit við mig að útskýra hvers vegna nafnið Ásbrandsá var tekið fram yfir nafnið Árbrandsá í kaflanum um Biskupstungur í Sunnlenskum byggðum I. Mér er Ijúft að útskýra það vegna þess að víðar þurfti að taka á vandanum með misjafna ritun eða stafsetningu örnefna. Við útgáfu Sunnlenskra byggða var það fyrst og fremst haft í huga að ritsafnið er gefið út á síðari hluta 20. aldar, skrifað af fólki sem hefur lifað manndómsár sín eftir síðari heimsstyrjöld. Því þurfti safnið að endurspegla það tímabil sem það átti að vera besta heimildin um. Ég hafði því í huga að leita skyldi að nútíma rithætti og stafsetningu nafna eftir því sem skilgott fólk vildi hafa þau réttust. Þannig var notað nafnið Miklholtshellir (ekki Miklaholtshellir) eftir leiðbeiningum bænda þar, en hinsvegar Miklaholt. Þá var Sölvholt notað en ekki Sölvaholt og eins hygg ég að fáir vilji kannast nú við bæjarnafnið Skálaholt enda þótt það sé að finna í fornbókmenntum. ( handriti Arnórs Karlssonar að lýsingu Biskupstungnahrepps var örnefnið Ásbrandsá tvívegis nefnt. Fljótt kom fram sú skoðun Runólfs Guðmundssonar að þarna ætti að rita Árbrandsá. Hefur hann hér á undan fært fyrir því sín rök. Ég kynnti mér þessi mál víða og sá að þessi nafngift var mjög á reiki. Ég bar málið undir kunnan Tungnamann, Tómas Tómasson í Helludal, sem alinn er upp á þessum slóðum. Hann kvað ritháttinn Ásbrandsá nú almennt notaðan í Tungunum og hefði hann ekki vanist öðru. Menn kenndu ána við Ásbrand Þorbrandsson landnámsmann sem byggði með föður sínum Haukadal. Mér flýgur í hug að kannski hafi landnámsmaðurinn heitið Árbrandur. Þetta er þá ritvilla í Landnámu sem þarf að laga. Nú ætla ég að lokum að taka dæmi sem stendur Runólfi Guðmundssyni ennþá nær. Bær er í Flóa sem nefndur er í Jarðabók Árna Magnússonarfrá 1709 Aulvatnshollt með þeirrartíðar stafsetningu. [ manntali 1801 er nafnið stafsett Ölvadsholt og í manntali 1816 og 1845 Ölvaðsholt. Svo nefnaog bæinn í Jarðatali Johnsens 1847, (hann var frá Stóra-Ármóti ísömu sveit), Ný jarðabók yfir (sland 1861, Skýrsla Flóaáveitunefndar 1916 og Manntal Árnessýslu 1930. En Sóknarlýsingin 1841 nefnir bæinn Ölvatnsholt og manntalið 1901 er með ritháttin Ölversholt. Trúr þeirri reglu sem ég hefi áður lýst hafði ég tal af bóndanum á áminntri jörð, Runólfi Guðmundssyni, og spurði hvaða nafn ætti að nota af öllum þessum tilbrigðum. Hann tók málaleitan minni vel og kvaðst gjarnan vilja að bærinn héti Ölvisholt. Hlaut hans vilji að ráða eins og annarra manna á okkardögum. Páll Lýðsson. / Ja hér! \ Aratungureikningarnir eru tilbúnir!!! Þeir komast bara ekki fyrir núna (ha-ha). íþróttir Sigurlið Umf. Bisk. á Unglingamóti HSK, sem haldið var í mars sl. og sagt var frá í síðasta tbl. LB. Frá vinstri: Ólafur Óskarsson þjálfari, Benedikt Ólafsson, Garðar Þorfmnsson, Guðrún Magnúsdóttir, Róbert Jensson, Björg Ólafsdóttir og Tómas G. Gunnarsson. Á myndina vantar Sigrúnu Guðjónsdóttur. Litli - Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.