Litli Bergþór - 01.05.1990, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 01.05.1990, Blaðsíða 19
Sala stólsjarðanna. eftir Arnór Karlsson. Séð heim að Skálholti nokkru áður en biskupinn keypti jörðina á uppboði. Söluskráin sett {tölvu. Inngangur. Biskupsstólinn í Skálholti átti á sínum tíma mikiö af jöröum og þar á meðal flestar jaröirnar í Tungunum. Samkvæmt Jaröabókinni 1709 voru eftirtaldar jarðir í eigu annarra: 1. Bræðratunga að meötöldum þáverandi hjáleigum, Halakoti, Lambhúskoti, Fjósakoti, Ásakoti (ööru nafni Stöðlakot), Galtalæk og Krók. Ekki er getið eiganda þeirra. 2. Drumboddsstaðir. Eigandi er Jón Thorkelsson Wídalín, biskup. 3. Einholt. Eigandi er Þórður Snorrason, bryti í Skálholti. 4. Kjóastaðir. Eigandi er Snorri Jónsson, prestur á Mosfelli. 5. Hólar. Eigandi er Jón Thorkelsson Wídalín, biskup. 6. Torfastaðir. Þar er ekki tilgreindur eigandi, sagt að þar sé kirkjustaður “og beneficium.” Mun það hafa verið einhvers konarsjálfseignarstofnun. Á árunum 1785 til 1798 voru allar jarðirnar í eigu stólsins hér í sveit seldar. Mun það hafa verið gert til að fá fé til að byggja upp aðstöðu fyrir biskupsstólinn suður í Reykjavík. Ég hef undir höndum eftirrit af skrá yfir sölu stólsjarðanna í sveitinni, sem Haraldur Pétursson, safnhússvörður, mun hafa gert. í þessari skrá ertilgreint mat hverrar jarðar, landskuld hennar og leigukúgildi. Þá er greint frá hvenær og hvar jörðin var boðin upp, hverjum hún var slegin 09 hvert verðið var. Á sama hátt er greint frá sölu kúgildanna. Fyrst er sjálfur biskupsstollinn, Skálholt, seldur, og fer það uppboð fram þar heima. Hinar jarðirnar voru allar seldar á Vatnsleysu, sem var þingstaður hreppsins. Við eftirfarandi samantekt hef ég einnig haft hiiðsjón af skrám í Jarðatali Johnsens, sem mun hafa komið út árið 1847. Söludagar, mat, landskuld og verð. Hér er skrá yfir jarðimar og sölu þeirra. C táknar hundrað og al. álnir, rd. er ríkis- dalir og sk. skildingar. Hundraðið mun upphaflega táknað 120 aura silfurs en síðar 120 álnir vaðmáls. Landskuld er eftirgjaicf eða leiga fyrir jarðimar. I nokkrum til- vikum er ekki fullt samræmi í tölum ynr söluverð a hverju hundraði og heildarverði, þetta munar í mesta lagi fáeinum ríkisdölum og ætti því ekki að skipta miklu máli hér. Með Gýgjarhóli er hér Gýgjarhólskot, með Haukadal em Torta, Bryggja og Laug, með Austurhhð Stritla, meo Uthlíð Stekkholt og Hrauntún og með Syon-Reykjum er Reykjakot. Litli - Bergþór 19

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.