Litli Bergþór - 01.05.1990, Síða 21

Litli Bergþór - 01.05.1990, Síða 21
tengja það núverandi Tungnamönnum. Vera kann að í þessu séu einhverjar villur eða fleiri tengsl séu til en hér koma fram. Langar mig að biðja lesendur að benda mér á það sem.þeir finna af þessu tagi. Þá er greint frá hvort á jörðunum er leiguliði eða bóndi í sjálfsábúð samkvæmt skrá í Jarðatali Johnsens um hálffi öld síðar. Skýrt verður frá kúgildum á jörðunum og hverjir keyptu þau, en það voru í mörgum tilvikum aðrir en keyptu jörðina, sem þau voru á. Einnig verða hér tilfærðar nokkrar athugasemdir úr skránni. Jörðunum er raðað eftir boðleið. 1. Borgarholt. Hún er “slegin bóndanum Þórði Guðmundssyni á Miðfelli”. Ekki veit ég nein frekari deili á honum og nafn þetta er hvorki að finna á bæjunum hér í sýslu með þessu nafni í manntali 1801 né á þessari jörð. Þar er leiguliði hálfri öld síðar. Kúgildin eru 3 og er ekki ljóst hver keypti þau, en líklega hefur það verið sá sami og keypti jörðina. 2. Bergsstaðir. Hana kaupir ábúandinn, Isólfur Einarsson. Kona hans er Sigríður Eggertsdóttir og búa þau þar þegar manntalið er tekið 1801 og eru þar með þeim 5 böm þeirra. Árið 1816 er þau ekki að finna þar. Undir miðja 19. öldina er hér einn leiguliði. Kúgildin eru 2 og kaupir bóndi þau einnig, líklega á 4 rd. hvort. 3. Kiamholt. Hana kaupir Þorsteinn Jónsson bóndi í Svínhaga á Rangárvöllum. Ekki er að sjá að hann eða neinn afkomenda hans hafi búið hér, og hér em tveir leiguliðar um hálfri öld síðar. Kona Þorsteins er Guðríður Þórarinsdóttir og búa þau á Iðu 1801. Sonur þeirra er Þórarinn á Iðu, sonur hans Þórarinn í Ásakoti og sonur hans Þórarinn á Drumboddstöðum. Sonur hans er Þorfinnur, sonur hans Þórarinn og sonur hans Þorfinnur allir á Spóastöðum, og býr sá síðasttaldi þar nú. Kúgildin em 3 og kaupir Brynjólfur Jónsson á Fellsöxl í Borgarfirði þau á samtals 13 rd. og 72 sk. 4. Gvgiarhóll. Hann er sleginn Guðmundi Jónssyni á Leimbakka á Landi í Rangárvallasýslu. Hann mun hafafluttájörðinaogerHklegakominn þangað 1801. ÞáerkonahansIngibjörgJónsdóttir. Hann er þá sagður 47 ára en hún 68. Árið 1816 búa þar Guðmundur Jónsson, 65 ára, fæddur í Austari-Kirkjubæ, og Guðrún Pálsdóttir kona hans, 45 ára, fædd í Uthlíð. Samkvæmt þessu á hann að hafa elst um ein 18 ár á 15 ámm og gæti það bent til þess á þetta sé ekki sami maðurinn. Það er þó ekki líklegt þar sem ósamræmi er oft mikið í aldri milli manntala um þetta leyti. Sonur þeirra Guðmundar og Guðrúnar er Páll og býr hann á Gýgjarhóli. Meðal bama hans var Tómas bóndi í Brattholti og Ásakoti. Hann var faðir Ingibjargar í Amarholti, sem var móðir Óskars á Brú, föðurGuðmundar og þeirra systkina. Annað af börnum Guðmundar og Guðrúnar var Guðmundur, sem var bóndi í Gýgjarhólskoti, og var sonur hans Ólafur bóndi í Tortu og Hólum. Sonur hans var Jónas á Kjóastöðum faðir Magnúsar og þeirra systkina. Jörðin mun hafa verið í eigu þessarar ættar í um það bil eina öld, og erþareinn sjálfseignarbóndi samkvæmt Jarðatali Johnsens. Kúgildi vom 3 1/2 og keypti Gísli Bemharðsson á Hávarsstöðum í Borgaríirði þau á 15 rd. alls. 5. Brattholt. Það kaupir Guðmundur Berg- steinsson, hreppsstjóri. Heimilisfang hans er ekki tilgreint, en í manntali 1801 býr hann^þar með konu sinni, Kristrúnu Eiríksdóttur. Árið 1816 em þau farin þaðan og um miðja öldina er þar leiguliði. Kúgildi em 3, en ekkert kemur fram um sölu þeirra. Jörðin var boðin upp bæði 18.8.1788 og 17.6.1790," en í hvomgt skiptið fékkst boð svo viðunandi þótti.” 6. Brú. Hana kaupir Sigurður Magnússon í Steinsholti. Ekki veit ég nein deili á honum, en um hálfri öld síðar mun Narfi Ásbjamarson og Þórelfur Þorsteinsdóttir, sem þar búa þá, eiga hana. Kúgildin em 2 og em “slegin mr. Steingrími Jónssyni.” Þessi jörð var einnig boðin upp 18.8.1788 og 17.6.1790 “án þess viðunandi boð fengjust.” 7. Haukadalur. Hann kaupir Eiríkur Sölmundar- soníHlíðíEystrihrepp. Imanntali 1801 býrhann íHlíð ásamt konu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur. Þau eru þá 78 ára og 71 árs. Ekki finn ég nein tengsl þeirra við þessa jörð, en þau eru ekki foreldrar Guðmundar Eiríkssonar, sem þar er sjálfseignar- bóndi hálfri öld síðar. í söluskránni er eftirfarandi athugasemd, sem skýrir að salan er ekki miðuð við raunvemlegt mat. “En þar árlega af landsskuldinni niðurfellur 40 al. fyrir að húsa prestinn, þá hann er í embættis- erindum, er jörðin ansett á 50 C 40 al. að dýrleika með 220 al. landskuld, sem þar af hefur goldist til biskupsstólsins.” Kúgildi em 3. en ekkert er getið um sölu þeirra. 8. Helludalur. ÞessajörðkaupirHannesFinnsson. Litli - Bergþór 21

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.