Litli Bergþór - 01.05.1990, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.05.1990, Blaðsíða 23
sjá að þau eða böm þeirra hafi neitt tengst Tungunum. Kúgildi eru 3, en ekkert kemur fram með sölu á þeim. Frásögninni af sölunni fylgirþessi athuga- semd: -Fyrir uppboðið gjörði hans háæruverðug- heit hr. biskupinn H. Finnsson svolátandi athuga- semd, að Skálholti tilheyri frá gamalli tíð selstaða í Hrúthaga.- Ekki er að sjá að neitt tillit hafa verið tekið til þess. 14. Brekka. Hún var slegin Guðmundi Magnús- syni. Ekki er greint frá heimilisfangi hans í skránni, en ætla má að það hafi verið sá er bjó í Austurhlíð. Síðari kona hans var Anna Snorra- dóttir. Sonur þeirra var Guðmundur á Brekku sonur hans Bjöm og sonur hans Bjöm, báðir á Brekku, en sonur hans var Erlendur á Vamsleysu faðir Sigurðar og þeirra systkina. Dóttir Guð- mundar á Brekku var Helga, spnur hennar var Indriði Grímsson í Snússu (nú Ásakot) í Hmna- mannahreppi, en meðal bama hans er Guðmundur á Lindarbrekku hér í sveit. (Sjá einnig Ból.) Guðmundur á Brekku virðist þó ekki hafa átt jörðina því í Jarðatali Johnsens, sem gert er á þeim ámm sem hann býr þar, em tveir ábúendur báðir taldir leiguliðar. Kúgildi em 3, en ekkert kemur fram um sölu þeirra. 15. Efri-Revkir. Þessi jörð er “slegin síra M. Markússyni próf. í Görðum.” Ekki kann ég frek- ari skil á honum né get tengt hann við sveitina, en í manntalinu 1801 er sóknarprestur og prófastur í GörðumíGarðasókn að nafni Markús Magnússon. Nafnið gæti hafa mglast svolítið. Kúgildi em 3 og kaupir þau sá hinn sami á rúma 4 rd. hvert. 16. Syðri-Revkir. Þá kaupir Bergsteinn Guð- mundsson í Bræðratungu ásamt “eyðihjáleigunni Reykjakoti.” Kona hans er Margrét Þórðardóttir ogbúaþau ásamastað 1801 og 1816. Þábýrþar á móti þeim sonur þeirra Þórður, og annar mun hafa verið Guðmundur sá er keypti Brattholtið. Ekki veit ég um afkomendur þeirra og þessi jörð er í leiguábúð um hálfri öld síðar. Kúgildi em 3, en ekki er greint frá sölu þeirra. 17. Miklaholt. Það kaupir “með eyðihjáleigu” Hannes biskup Finnsson (sjá Helludal). Þar eru tveir bændur í leiguábúð um hálfri öld síðar. Hannes kaupir einnig kúgildin 3 á 4 rd. og 2 sk. hvert. 18. Spóastaðir. Þá kaupir Sigmundur Jónsson á Osabakka. Hann mun hafa flutt ájörðina, þvíárið 1801 er hann þar bóndi með konu sinni, Guðlaugu Helgadóttur, og tveimur bömum þeirra. Ekki veit ég meira um þau, og um hálfri öld síðar er jörðin í leiguábúð. Kúgildi em 5 og er ekki getið um sölu þeirra. 19. Skálholt. Það er fyrsta jörðin sem seld er af stólsjörðunum og hefst skráin áþessaleið: “Anno 1785 d. 25. júlí í Skálholti í nærvem þess konungslega tilskickaða Commissariii M. Stephensen var við opinbera Auktion uppboðin jörðin Skálholt með öllu tilheyrandi.” Hún er seld í þremur jöfnum pörtum og kaupir Hannes biskup Finnsson þá alla. Um hálfri öld síðar em tveir leiguliðar búandi á jörðinni, en hún mun hafa verið í eigu sömu ættar í um hálfa aðra öld eða þar til ríkið keypti hana. Greint er frá því að stiftamtmaður hafi samþykkt að “6 kýrgildi skuli fylgja Skálholti,” og kaupir biskup þau einnig á 6 rd. hvert. 20. Laugarás. Hann kaupir Einar Jónsson á Berghyl. Ekki finn ég að hann hafi haft nein önnur tengsl við jörðina og býr hann áfram á Berghyl, því í manntali 1801 er hann þar bóndi og kona hans Margrét Grímsdóttir. Um hálfri öld síðar er hér leiguliði. Kúgildi em 4 er 1 þeirra slegið Hallvarði Jónssyni í Effersey á 5 rd. og 32 sk. 21. Iða. Hana kaupir Einar Bergsteinsson á Hofi á Rangárvöllum. Ekki em sjáanleg nein tengst hans við sveitina og býr hann á Litla-Hofi 1801 með konu sinni, Þóreyju Þorsteinsdóttur. Kúgildi em 3 og kaupir Einar þau einnig á 4 rd. og 48 sk. hvert. Um hálfri öld sfðar em þar tveir bændur og em þeir taldir eigendur að 19 hundmðum eða um 2/ 5 hlutum jarðarinnar. 22. Helgastaðir. Þá kaupir ábúandinn Helgi Þórðarson. Ekki veit ég meira um hann og annar ábúandi er kominn þangað 1801. Um hálfri öld síðar er þar leiguliði. Kúgildi em 2 og kaupir ábúandi þau einnig á 5 rd. og 8 sk. hvort. 23. Eiríksbakki. Hann kaupir ábúandinn Bryn- gerður Knútsdóttir. Hún er ekkja, ábúandi á 3. býli í Auðsholti 1801 með fjómm bömum sínum, Þorvaldi, Knúti, Jóni og Gróu Bjömsbömum. Eiríksbakki er í leiguábúð um hálfri öld síðar. Kúgildi em 3 og kaupir ábúandi þau einnig á 4 rd. hvert. 24. Auðsholt. Það kaupir Halldór Eyjólfsson á Tindsstöðum í Kjós. Hann er ekkjumaður hjá Bjama syni sínum á Tindsstöðum í manntali 1801, en annar sonur hans, Tómas býr þá í Útkoti í sömu sveit. Hann flytur að Auðsholti upp úr aldamótunum ásamt konu sinni Rannveigu Þorsteinsdóttur. Meðal bama þeirra er Guðbrand- ur, sonur hans Tómas, sonur hans Tómas, synir hans Tómas og Einar Guðni í Auðsholti feður þeirra Tómasar og þeirra bræðra og Guðmundar Gils og þeirra systkina. Sá hluti jarðarinnar sem er nú í eigu þessarar fjölskyldna hefur verið í sömu ættí200 ár. í jarðatali Johnsens ertalinn þar Litli - Bergþór 23

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.