Litli Bergþór - 01.05.1990, Side 24

Litli Bergþór - 01.05.1990, Side 24
Sala stólsjarðanna ...frh. einn bóndi í sjálfsábúð á um 1/6 hluta jarðarinnar og tveir leiguliðar. Kúgildi eru 4 og kaupir Gunnar Egilsson bóndi í Auðsholti þau á 4 rd. hvert. 25. Höfði. Kaupandi er Jón Bjamason bóndi á Kópsvatni. Hann býr þar 1801 og er kona hans Cetalia (skrifað eins og í manntali) Katrín Jónsdóttir. Jón er líklega kominn að Höfða 1816 og er 73 ára. Kona hans er þá Steinvör Jónsdóttir og er hún 20 árum yngri en hann. Um 30 árum síðar eru tvenn hjón búandi þar og eru hvort tveggja fædd í Hrunasókn. Ekki er þó að sjá að neitt þeirra sé afkomandi kaupandans, enda er jörðin talin í ábúð tveggja leigjenda um það leyti. Kúgildi eru 2 og kaupir Hannes biskup Finnsson þau á rúma 4 rd. hvort. 26. Hrosshagi. Hann kaupir Jón Þórðarson í Stritlu. Hann býr þar 1801, og erkona hans Mar- grét Þorsteinsdóttir. Ekki veit ég meira um þau, og er þessi jörð í leiguábúð um hálfri öld síðar. Jörðin hafði verið boðin upp 1788 en seldist ekki. Kúgildin eru 3, en ekki er greint frá sölu þeirra. 27. Revkiavellir. Þá kaupir Jörundur Ólafsson í Landakoti á Alftanesi (sjá Miðhús). Á jörðinni er leiguliði um hálfri öld síðar. Kúgildi eru 3, og kaupir Guðmundur Magnússon í Austurhlíð 1 þeirra á 5 rd. og 74 sk. Ekki er getið um sölu hinna. 28. Litla-Fliót. Það kaupir Hannes biskup Finns- son (sjá Helludal). Hér eru tveir leiguliðar um hálfri öld síðar. Kúgildi eru 3 og kaupir sá hinn sami þau á 4 rd. hvert. 29. Stóra-Fliót. Það kaupir SigríðurÞorsteinsdóttir á Móeiðarhvoli (sjá Austurhlíð). Tveirleiguliðar eru hér um hálfri öld síðar. Kúgildi eru 3 og mun sú sama hafa keypt a.m.k. eitt þeirra. 30. Fell. Það kaupir ábúandinn Gissur Jónsson. Kona hans var Guðný Sveinsdóttir, og var dóttir þeirra Kristín, sem var móðir Guðmundar, Gissurar og Diðriks Diðrikssona (sjá Neðradal). Tvö börn þeirra hjónaem búandi hér 1816. Ekki mun jörðin hafa haldist lengi í ættinni því um 30 árum síðar er þar einn leiguliði. Kúgildi eru 3, og kaupir Gissur þau einnig á 4 rd. hvert. 31. Fellskot. Kaupandi er Jón Guðmundsson í Bræðratungu. Hann mun verabúandi ekkjumaður þar 1801, og er ekki að sj á að hann eða afkomendur hans hafi flutt á kaupajörðina. Um hálfri öld síðar er þar einn bóndi í sjálfsábúð og mun hún þá komin í eigu forfeðra núverandi eiganda. Kúgildi eru 2 og mun Jón hafa keypt þau á 6 rd. og 48 sk. hvort. 32. Vatnslevsa. HúnersleginábúandanumEinari Halldórssyni. Konahans er Steinunn Bjarnadóttir, og meðal bama þeirra eru Halldór og Guðmundur, sem báðir bjuggu á Vatnsleysu. Dóttir Halldórs var Margrét í Bræðratungu og sonur hennar Halldór í Hrosshaga dóttir hans Þorbjörg áLitla-Fljóti en sonur hennarer Halldór Þórðarson á sama stað. SonurHalldórs varMagnús áMiðhúsumog sonur hans Halldór í Ásakoti faðir Margrétar móður Ragnars Braga Jóhannessonar og þeirra systkina. Jörðin mun hafa verið í nærri hálfa aðra öld í eigu afkomenda þeirra er hana keyptu. Þó er í Jarðatali Johnsens sagt að 2 ábúendur séu eigendur að hálfrijörðinni. (“2eig. að 1/2j.”) Ef til vill vantar þar “hvor”. Kúgildi eru 3 og kaupir Einar þau einnig á 4 rd. hvert. 33. Holtakot. Þau kaupir Ambjörn Ögmundsson á Hrafnkelsstöðum. Kona hans er Þómnn Jóns- dóttirogbúaþauíTungufelli 1801 enáHrafnkels- stöðum 1816, og er ekki að sjá að þau eða neitt af börnum þeirra hafi flutt á jörðina. í jarðatali Johnsens er hér einn leiguliði. Kúgildi em 2, en ekki er getið um sölu þeirra. Litli - Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.