Litli Bergþór - 01.05.2008, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.05.2008, Blaðsíða 9
og það var mikið talað um þetta. Á þessum árum voru engir leikstjórar, fólk stjórnaði sér nokkuð sjálft og gerði eins og því fannst að þetta ætti að vera en svo var stundum einhver reyndari sem sagði svolítið til. En það var enginn sérstakur sem stjórn- aði. Leikritin voru oftast nær sýnd á jólaskemmtunum sem haldnar voru. Það var starfandi karlakór í sveit- inni í áratugi og yfirleitt söng hann líka á þessum samkomum. Að einhverju leyti var þetta sama fólkið sem var í karlakórnum og sem lék í leik- ritunum. Oft voru sýnd styttri stykki þegar karla- kórinn söng líka. Þetta voru stórar samkomur og svo var dansað fram á morgun þangað til að fór að birta. Fólk kom bæði ríðandi og gangandi á þessar samkomur. Pabbi, Þorsteinn á Vatnsleysu, var stjórnandi karlakórsins í 30 ár en æfingar voru á Vatnsleysu. Það má minnast á það að t.d. þeir á Iðu sem voru með í kórnum þurftu að byrja á að ferja sig yfir ána til að komast á æfingar og svo komu þeir yfirleitt gangandi eða fengu hesta að láni hinum megin við ána. Ég gekk 17 ára gamall í karlakórinn og var í honum á meðan hann var. Það var síðast leikið í Vatnsleysuhúsinu gamla árið 1960, rafmagnslausu og allslausu. Ég man nú ekki nöfnin á öllum þeim leikritum sem voru sett þar upp en það er nú kannski hægt að finna þau ein- hversstaðar. Leikskrár voru ekki gefnar út á þessum árum. Sumum man ég eftir t.d. Neiinu, það var skemmtilegur farsi sem ég lék í. Svo var Þorlákur þreytti sem var töluvert mikið stykki sem ég lék líka í og eins í Jeppa á Fjalli sem var settur þarna upp, heilmikið stykki líka og gekk vel og var skemmti- legt. Ég lék skómakarann í því leikriti. I einu atriðinu kom ég fram í nokkurskonar sjoppugati og Jeppi segir við mig „Taktu ofan húfuna skómakara- skratti!“ Einhverntíman hafði ég gleymt að setja á mig húfuna en ég gat kjaftað mig út úr því með því Sigurjón og Fríða f Leynimel 13, árið 1967 Sigurjón Kristinsson og Jónína Jónsdóttir, Lindarbrekku í Er á meðan er. að segja; „Vertu ekki að þessu maður, ég er löngu búinn að taka ofan húfuna.“ Aratunga var tekin í notkun í júlí 1961. Fyrsta stykkið sem sýnt var þar var Lénharður fógeti. Það var mikið stykki og skemmtilegt, og þá var einnig í fyrsta skipti leikstjóri með okkur sem var mikil nýlunda. Það var Eyvindur Erlendsson frá Dalsmynni, þá nýlega kominn frá Sovétríkjunum úr fimm ára leiklistarnámi. Ég lék Lénharð og það er með eftirminnilegustu hlutverkum sem ég hef leikið. Er á meðan er, er hinsvegar eftirminnilegasta stykkið sem ég lék í, en það var sýnt 1966 í Aratungu. Þó að það sé farsi þá er geysilega mikið vit í honum og hann er skemmtilegur. Jónas Jónasson, útvarpsmaður, leikstýrði honum. Hann setti þetta upp af mikilli kostgæfni, hann var svolítið sérstakur og lengi að setja upp, var í fleiri mánuði en hann gerði það vel og leikritið fékk feiknarlega góða aðsókn. Þrjú fyrstu leikritin sem sýnd voru í Aratungu voru sýnd á jólaskemmtun á þriðja í jólum og það var dansleikur á eftir eins og þá tíðkaðist. í Lénharði fógeta er áhrifamikið atriði í enda leikritsins þar sem Lénharður er dæmdur og tekinn af lífi. Það þurfti að vera algjört hljóð í salnum svo að þetta atriði nyti sín og við vorum satt að segja smeyk um að það yrði ekki. En þrátt fyrir að þarna væri á bilinu þrjú- til fjögurhundruð manns þá hefði mátt heyra saumnál detta svo gott hljóð fengum við. Ég veit ekki hvort þetta væri hægt í dag. Eins var það þegar Bör Börsson var sýndur þá var svipaður fólksfjöldi og í hvorugt skiptið sá vín á nokkrum manni á meðan á sýningu stóð. Svo fórum við með þessi stykki í leikferðir. Bör Börsson var mjög skemmtilegt stykki, þar lék ég Bör yngri. Við fórum með það upp og í Borgarnes og sýndum það þar tvisvar sama daginn. Við fórum líka í Logaland í Reykholtsdal. Er á meðan er fórum við með á Hvolsvöll, það þótti kannski ekki _________________________________ 9 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.