Litli Bergþór - 01.05.2008, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.05.2008, Blaðsíða 8
„Takt' ofan húfuna skómakaraskratti“ Ég skaust upp að Heiði á síðasta vetrardag til fundar við heiðursmanninn Sigurð Þorsteinsson. Erindið að þessu sinni var að inna hann eftir ferli sínum sem leikari í gegnum tíðina. Það var ekki komið að tómum kofanum hjá Sigurði og hér á eftir fylgir frásögn hans: Leikstarfsemi byrjaði áreiðanlega hjá Ungmennafélaginu skömmu eftir að það var stofn- að. Þá var auðvitað ekkert samkomuhús og því var farið á heimili þar sem voru rúmgóð húsakynni og baðstofur og þá voru jafnvel tekin upp rúm til að útbúa samkomusal. Ég held að þessi leikstarfsemi hafi ekki verið þannig að leikritin hafi verið æfð upp heldur hafi þetta verið meira í samlestrarformi. Ég tel að „Galdra-Loftur“ hafi verið tekinn svona og eins var tekið úr Manni og konu og Pilti og stúlku á þennan hátt. Ég heyrði foreldra mína og fleiri tala um að svona hefði þetta verið í þessum baðstofu- leikritum. Svo var samkomuhúsið á Vatnsleysu byggt. Húsið var lítið, örugglega mikið innan við 100 fermetrar en ég man nú ekki nákvæmlega hversu stórt það var. Leiksviðið hefur verið svona þrír til fjórir metrar á dýpt og breiddin kannski fjórir til fimm metrar eða um það bil 20 fermetrar. Það voru búningsherbergi sitt hvoru megin við sviðið og svo var hægt að ganga á bak við þannig að ef maður fór af sviðinu öðrum megin þá gat maður komið inn hinum megin. Mér er minnisstætt tjaldið sem var fyrir sviðinu, það var geysilega fallegt. Gullfoss var málaður á það og sást hann þegar það var niðri í fullri lengd, en því var rúllað upp þegar dregið var frá. Ég veit ekki hver málaði þetta en það hefur verið listamaður, þetta var svo vel gert. Fríða Gísladóttir í Hrosshaga, Sigurjón Kristinsson, Vegatungu, Sigurður Þorsteinsson, Heiði og Bragi Þorsteinsson, Vatnsleysu íLeynimel 13 árið 1967. Sigurður Þorsteinsson í ræðustól í Aratungu. Mitt allra fyrsta hlutverk var í leikritinu Hans og Grétu. Þá var ég í barnaskóla en það voru settar upp samkomur á vegum hans á hverjum vetri á Vatnsleysu með skemmtiatriðum og leikritum. Þar voru börnin í aðalhlutverkum en það var svolítill spotti að fara á milli Reykholts og Vatnsleysu gang- andi eða á hesti. Skugga-Sveinn var settur þar upp tvisvar sinnum, það var nú líklega um 1942 eða 1943 minnir mig. En það er um það leyti sem ég fer að vera með í leikritum hjá Ungmennafélaginu. Ég var samt ekki með í Skugga-Sveini þar sem ég var þá á íþróttaskólanum í Haukadal, annars hefði ég áreiðanlega verið með. Þegar Skugga-Sveinn var settur upp voru búin til mikil leiktjöld. Þau voru söguð út í krossviði og máluð og þóttu rosalega flott og voru lengi til. Það var mikið átak að koma þessu upp, það er mikill söngur í stykkinu en ekkert hljóðfæri var til annað en lítið orgel eða harmoníum sem var spilað á bak- sviðs. Svo voru náttúrulega ekki til önnur ljós en lampar, luktir og kertaljós. Það var ekkert rafmagn. Þessu man ég vel eftir! Sá sem lék Skugga-Svein og þurfti að syngja hann hafði ekki lag og gat því ekki sungið. Það var Jóhannes Jónsson í Ásakoti, sem var góður leikari og þekkti Skugga-Svein út í gegn. Hann kunni lagið og textann og allt saman en sá háttur var hafður á að faðir minn stóð baksviðs og söng lagið alltaf fyrir hann en Jóhannes hreyfði varirnar og lék jafnharðan þannig að það tók enginn eftir því að hann syngi ekki sjálfur. En fólki fannst Jóhannes hafa skyndilega fengið feikilega góða rödd Litli Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.