Litli Bergþór - 01.05.2008, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.05.2008, Blaðsíða 22
Skröggur. félagið sjálft að taka lán þó það legði eitthvað til skólahússins. Alitu hagkvœmara að sveitin tœki lánið og félagið borgaði svo rentu og afborgun af upphœð þeirri sem það legði til, þótti útlit fyrir að lánið fengist þá með betri kjörum. - Ingvar Guðmundsson áleit sjálfsagt að ef félagið legði eitthvað til skólahússins, þá hefði það jafnframt eftirlit með byggingunni. Taldi óheppilegt að hreppsnefndin hefði allar framkvœmdir. Aleit betra að kosin vœri bygginganefnd ogfélagið œtti 1 mann í þeirri nefixd. - Þessu mótmœlti einkum Þorst. Þórarinsson. Kvað hann lánið til skólabyggingarinnar myndi verða fengið úr landssjóði, og einnig legði hann hluta til byggingarinnar, þar af leiðandi hefði landsstjórnin aðalumsjón með byggingunni ásamt hreppsnefndinni. “ Sumarliði Grímsson kom með þá tillögu að upphæðin, sem félagið legði til, væri ekki öll tekin að láni heldur nokkuð borgað strax, vildi þess vegna að hafin væri frjáls samskot strax á fundinum. Nokkrir voru þessu meðmæltir en mikill hluti á móti. Þótti mörgum líklegt að menn gæti eigi til fullnustu ákveðið sig í þessu máli nú þegar, þareð margir hefðu eigi vitað af því áður að þessu yrði hreyft á fundinum. Þórður Þórðarson lagði til að fé því sem félagið legði til skólahússins væri varið til að koma á fót bókasafni við skólann, kaupa hljóðfæri eða eitthvað þ. h. Þessu mótmæltu allir ræðumenn. Vegna þess að umræður voru orðnar alllangar, en málið þrátt fyrir það lítið skýrst kom Þorst. Þórarinsson með svohljóðandi tillögu: „Fundurinn samþykkir að kjósa nú þegar 3ja manna nefnd til að athuga það hvort og hvað mikið Ungmennafélagið skuli leggja til barnaskólahúss hér í sveitinni, og leggi hún fram skriflegar tillögur fyrir nœsta fimd. “ Tillagan var samþykkt með 15 atkv. gegn tveim. Þessir voru kosnir í nefndina: Þorsteinn Þórarinsson með 18 atkv., Sigurlaug Erlendsdóttir með 15 atkv. og Ingvar G. Guðmundsson með 14 atkv. Þá kom Sumarliði Grímsson með svolátandi tillögu: „Fundurinn samþykkir að á þessum fundi skuli leit- að samskota meðal félagsmanna til barnaskólans.“ Tillagan var felld með 13 atkv. gegn 4. Formaður minntist aðeins á þetta mál á fjórða fundi þessa félagsárs og segir að nefndin hafi ekki getað komið saman, „enda virtist ekki þörffyrir félagið að taka ákvörðun í þessu máli strax, þar eð sveitin hefur frestað því um stund. “■ Eftir það er ekki minnst á það í fundargerðum og um líkt leyti og hafist var handa um skólabyggingu, næstum hálfum öðrum áratug síðar, fer Ungmennafélagið að byggja sam- komuhús. Altarisganga A næsta fundi hefur Salvör Ingimundardóttir fram- sögu um altarisgöngu. Hún segir að sér finndist „mjög merkilegt að ungmennafélagar vektu til líf- sins þennan fagra og góða sið og reyndi fyrir sitt leyti að sporna við að hann legðist [ekkij niður með öllu. “ Oskar hún helst eftir því að félagar komi saman á Torfastöðum og verði þar til altaris. Ingvar Guðmundsson er ekki aldeilis á sarna máli og segir „ aö sér hefði verið stór þökk á að þetta mál hefði ekki komið til umrœðu. Aleit að altarisganga mœtti gjarnan leggjast niður. Sagðist ekki vita hvort þeir vœri nokkru verri menn, sem aldrei væru til altaris. Altarisgangan vœri hvort sem er rétt eins og hver önnur skrúðganga. “ Einnig kemur fram að hann setur fyrir sig að þetta verði „deiluefni milli félaganna. “ Þorsteinn Sigurðsson tekur hins vegar í strenginn með frummælanda og mótmælir Ingvari „fastlega“. Kvaðst „íþað minnsta eigi vilja láta mennfara lítilsvirðingarorðum um altarisgönguna. Hún væri þófagur og góður siður, sem öllum kristnum mönn- um væri boðið að hafa um hönd. “ Telur hann unnt að ræða þetta án þess að það valdi deilum. „Enginn skyldi lieldur taka þetta svo að það œtti að neyða nokkurn til að vera til altaris. “ Húslestur A fundi annan í páskum 1914 er tekið upp nýmæli, sem átti eftir að setja töluverðan svip á fundina næstu áratugina. Frá þessu segir svo í fundargerð: „Einar Guðmundsson á Vatnsleysu las húslestur. Sáhmir var sunginn fyrir og eftir og spilað á orgel. Var félaginu lánað það úr Austurbænum á Vatnsleysu ogflutt út ífundarhúsið.“ Einnig las Einar kafla úr minningarræðu um Hallgrím Pétursson. Ekki eru lesnir húslestrar á tveimur næstu fundum, á þeim síðari þeirra, sem er haldinn upp við Skrögg, kemst þetta mál á dagskrá. Ingigerður Sigurðardóttir hefur framsögu og „talaði um að les- inn vœri húslestur í byrjun hvers fundar. Það hefði einu sinni verið gert í þessu félagi, en óskaði að það yrði gert að fastri reglu. Minntist ennfremur á að húslestrar vœru að leggjast niður og þó sérstaklega Litli Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.