Litli Bergþór - 01.05.2008, Blaðsíða 10

Litli Bergþór - 01.05.2008, Blaðsíða 10
Trausti Kristjánsson, Einholti og Jón Dalmann í Vegatungu í Er á meðan er 1966. langt en við sýndum það tvisvar þar fyrir troðfullu húsi. Það var rosalegt mál að fara í þessar leik- ferðir. Það var mikil bylting þegar því var hætt. Það þurfti vörubíl fyrir leiktjöldin og stóra rútu. Þetta kostaði mikið bæði í peningum og fyrirhöfn. Við þurftum að fara fyrir miðjan dag til að vera búin að koma upp leiktjöldum og þess háttar fyrir kvöld- ið. Ég var t.d. oft einyrki og varð að mjólka snemma áður en ég lagði af stað og fór svo einn á bíl á eftir hinum til að ná sýningunni. En þetta var ógurlega gaman, annars hefði maður ekki verið í þessu. Eitt sinn sem oftar fórum við með leiksýningu til Hveragerðis. Þegar tjöldin voru dregin var frá voru tveir leikendur á sviðinu og áttu þeir að sjálfsögðu að byrja strax að leika en nú brá svo við að þeir þögðu báðir drykklanga stund. Voru algjörlega frosnir, við urðum að draga fyrir og rétta þá af. Svo var dregið frá aftur og allt fór vel. Ég var með í flestum sýningum frá því ég byrjaði. Ég lék ekki með 1969 og eftir það var ekki leikið í nokkur ár. Fólk var orðið þreytt á ferðalögunum sem var talið að þyrfti að fara í til að hafa upp í kostnað. Þau tóku heilu helgarnar og það voru margir sem Ágústa Ólafsdóttir, Úthlíð og Fríða Gísladóttir í Hrosshaga í Leynimel 13 1967. áttu ekki gott með það þannig að það var orðið erfitt að manna stykkin. Arið 1978 var tekið til á nýjan leik og það komst drift í leikstarfsemina aftur. Þá var leikritið Gísl tekið til sýninga og var ég með í því og svo í uppsetningu á leikritinu Islandsklukkunni árið eftir en eftir það hætti ég og hef ekki verið með í leik- ritum síðan. Við kunnum Sigurði þakkir fyrir spjallið! S.T. Ágústa og Fríða í Leynimel 13. Leiðrétting: Þau leiðu mistök urðu í 3. tbl. 28. árgangi í viðtali við Oddnýju á Brautarhóli að rangt var farið með eina vísuna hennar og biðjumst við velvirðingar á því. Rétt er vísan svona: Ég um barnabarn bið, brátt það verði búið til. Lítil snót með lipran fót eða lítill ljúfur drengur. S.T. Litli Bergþór 10

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.