Litli Bergþór - 01.05.2008, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.05.2008, Blaðsíða 4
Hvað segirðu til? Helstu tíðindi úr sveitinni í mars til maí 2008 Á útmánuðum var fremur mild vetrartíð hér um slóðir. Snjór var lítill en nokkuð misjafn eftir sveitarhlutum, mestur við jaðar hálendisins en minni sunnar. Þó snjóaði allmikið einn dag snemma í apríl, en hann féll í logni og mældist einir 20 - 25 cm. Eftir það gerði nokkurra daga hlýindi með um eða yfir 10°C hita, hvarf þá snjórinn á hljóðlátan hátt og án vatnsflóða. Fremur hlýtt var fram á sumar og fraus það ekki saman við veturinn hér um slóðir. í fyrstu viku maí hlýnaði verulega og vætti nokkuð, svo gróður lifnaði. Þá fóru gras- og korn- bændur að plæ&ja tún til endurræktunar og væntan- lega kornakra, og um miðjan maí voru margir búnir að ganga frá nýræktum og kornökrum. Þá voru tún í góðri rækt víða orðin algræn og sumir bændur farnir að bera á þau tilbúinn áburð. Margar trjáteg- undir laufguðust í fyrri hluta maí, en grænn litur á birki var lítið áberandi fyrr en í síðari hluta þess mánaðar. Farfuglar komu margir um og upp úr miðjum apríl, og virtust álftir og gæsir finna sér fæðu m. a. í flögum eftir kornakra frá í fyrra. Líklega hafa flestir væntanlegir fuglar verið komnir á sumarstöðvar í byggð snemma í maí og margir farnir að halda til fjalla um miðjan þann mánuð. Nýja brúin á Brúará vestan við Spóastaði var opnuð til umferðar rétt fyrir sumarmál. Langt er komið að byggja íbúðarhús í Höfða 2, og í Vegatungu hefur verið byggt nautgripahús, þar sem fjárhús stóð fram á síðasta vetur. Tvö gróðurhús í Varmagerði voru jöfnuð við jörðu á útmánuðum. Hestamannafélagið Logi, Leikdeild Ungmenna- félagsins og Kvenfélagið héldu sameiginlega árshátíð í Aratungu í byrjun apríl. Veislustjóri var „hinn alkunni skemmtikraftur Guðni Ágústsson“ (eins og hann var kynntur í tilkynningu frá nefndinni, sem sá um samkomuna), Ole Olesen sá um veitingar. Leikdeildin flutti skemmtidagskrá og hljómsveitin Karma lék fyrir dansi. Messað var í öllum sóknarkirkjunum í Skálholtsprestakalli um bænadaga og páska, ein- nig í Uthlíðarkirkju, þrisvar í Skálholtskirkju og þar voru einnig tónleikar að kvöldi föstudagsins langa. Þar flutti Kammerkór Biskupstungna trúarle- ga tónlist undir stjórn Henriettu Oskar Gunnarsdóttur og Kristínar Magdalenu Ágústsdóttur og við undirleik Guðjóns Halldórs Oskarssonar. Hátíðahöld vegna 100 ára afmælis Umf. Bisk. hafa haldið áfram samkvæmt áætlun. Sjónleikurinn Leynimelur 13 var sýndur 12 sinnum í Aratungu. Á undan sýningum um helgar var boðið upp á „léttan leikhúsmatseðil“. Afmælishátíð var í Reykholti á sumardaginn fyrsta. Fyrri þáttur hennar var íþróttasýning í leik- fimisalnum. Þar sýndu fimm til 16 ára nemendur Álfaborgar og Reykholtsskóla fimi sína í mörgum íþróttagreinum og nokkrir foreldrar tóku áskorunum barna sinna um þátttöku. Dagskrárstjóri var Jón Bjarnason frá Skeiðháholti. Hátíðardagskrá var í Aratungu að kvöldi þess sama dags. Henni stjórnaði Gunnar Sverrisson í Hrosshaga, formaður afmælis- nefndar. Formaður Ungmennafélagsins, Guttormur Bjarnason í Skálholti, flutti ávarp og heiðraði nokkra fyrrverandi og núverandi félaga og lýsti kjöri sjö nýrra heiðursfélaga Ungmennafélagsins. Skemmtiatriði voru söngur Henriettu Oskar Gunnarsdóttur í Reykholti og Steinunnar Bjarnadóttur á Brautarhóli og atriði úr sjónleiknum Síldin kemur og síldin fer, sem sýndur var hér fyrir 10 árum, og félagar úr Leikdeildinni fluttu. Heimasíða Ungmennafélagsins, http://umfbisk. blaskogabyggd.is, var opnuð, en hana gerði Kristín Guðbjörnsdóttir á Lambabrún 1. Gaf hún félaginu síðuna til minningar um ömmusystkini sín, Guðríði, Þórarinn og Þorstein Þorsteinsbörn frá Drumboddsstöðum, sem voru meðal helstu hvata- manna að stofnun þess og driffjaðrir í starfi fyrstu árin og áratugina. Margrét Baldursdóttir á Krók flutti ljóðið „Á liðinni öld“, sem hún hafði ort í til- efni afmælisins. Nokkrir gestir fluttu ávörp og Guðmundar og Lofts i vgl@simnet.is 3102-3010 Viðgerðir á búvélum og öðrum tækjum í landbúnaði. Bifvélaviðgerðir Smurþjónusta Oliusiur í bíla og dráttarvélar - Framrúöuskipti - Smíðum háþrýstislöngur Litli Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.